Vaknið ríkisstjórn! Sæunn Kjartansdóttir skrifar 18. júlí 2018 16:00 Þessi fyrirsögn var yfirskrift fundar á Austurvelli síðastliðinn þriðjudag þar sem nokkur hundruð manns söfnuðust saman til að krefjast þess að ríkisstjórnin beitti sér fyrir lausn í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisvaldsins. Samningafundir hafa verið strjálir og næsti fundur er boðaður fimm dögum eftir að yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi. Finnst einhverjum þetta í lagi? Við sem horfum álengdar á þessa harðvítugu kjaradeilu vitum fæst um hvaða upphæðir er verið að tefla enda er það ekki okkar mál. Okkar krafa er að fólk tali saman og komist að samkomulagi, því að á endanum mun nást samkomulag, spurningin er hverju á að kosta til áður en það gerist. Sjálf stóð ég í sporum ljósmæðra fyrir mörgum árum og þá ég hét því að slíkt myndi ég aldrei gera aftur, þvílík var angistin yfir að láta óviðkomandi fólk þjást vegna deilu sem það átti enga aðild að og enga möguleika á að leysa. Ég get því ímyndað mér hvernig ljósmæðrum er innanbrjósts. Margorft hef ég orðið vitni að ábyrgðarkennd þeirra, samviskusemi og ósérhlífni en slíka eiginleika má ekki misnota. Það er fjarri mér að vilja upphefja ljósmæður eða setja þær upp á stall en að sama skapi held ég að það sé erfitt að halda því fram að þær stjórnist af græðgi eða eigin hagsmunagæslu. Þegar konur í umönnunarstörfum segja hingað og ekki lengra og sýna með jafn afgerandi hætti hversu mikil alvara þeim er þurfum við að hlusta vel. Kannski er sá tími runninn upp að við neyðumst til að endurskoða og endurmeta verðmæta- og gildismat okkar.Hvað er í húfi? Víkjum til hliðar líðan og stöðu ljósmæðra eða hver afdrif þeirra verða eftir þessa deilu, hvort sem um er að ræða starfslega eða persónulega. Leiðum hugann að þeim sem þurfa á sérfræðiþekkingu og þjónustu þeirra að halda sem eru fyrst og fremst konur og börn, ófædd börn og nýfædd. Eitt það mikilvægasta sem við gerum fyrir ófædd börn er að hugsa vel um konurnar sem ganga með þau fyrir okkur. Ég segi fyrir okkur því að án barna lifir ekkert samfélag. Ef við viljum hugsa vel um barnshafandi konur er grundvallaratriði að búa þeim öryggi á meðgöngu með því að vernda þær eins og kostur er fyrir streitu, kvíða og áhyggjum. Þetta hefur ekkert með dekur við konur að gera eða tilfinningasemi, málið snýst um heilsu og velferð barna þeirra. Móðir og barn tilheyra einu og sama líffræðilega kerfinu sem þýðir að andlegt jafnt sem líkamlegt ástand móður hefur bein áhrif á þroska og heilsu barnsins sem hún hýsir í líkama sínum. Síðustu mánuði meðgöngu er barn sérstaklega viðkvæmt fyrir streitu móður. Og hversu streituvaldandi er það fyrir barnshafandi konu að vita ekki hvort hún muni fá faglega aðstoð þegar hún og barnið hennar þurfa nauðsynlega á henni að halda? Svarið liggur í augum uppi og mér finnst vont að þurfa að vekja athygli á þessu því að ég veit að með því er líklegt að ég auki á kvíða þessara sömu kvenna sem eru líklegri til að lesa þessa grein en fulltrúar úr samninganefnd ríkisins eða ríkisstjórninni. Illu heilli virðast þeir ekki vera jafn vel áttaðir á alvarleika málsins og verðandi foreldrar því væru þeir það get ég ekki ímyndað mér að við stæðum í þessum sporum í dag. Þess vegna tek ég undir með þeim sem segja: Vaknið ríkisstjórn! Talið við ljósmæður, hlustið á þær og látið ykkur ekki detta til hugar að hætta samtalinu fyrr en þið náið samkomulagi. Sálfræðileg hernaðartaktík þagnar og hunsunar er ekki í boði þegar líf og heilsa yngsta og viðkvæmasta fólksins okkar er í húfi.Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn var yfirskrift fundar á Austurvelli síðastliðinn þriðjudag þar sem nokkur hundruð manns söfnuðust saman til að krefjast þess að ríkisstjórnin beitti sér fyrir lausn í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisvaldsins. Samningafundir hafa verið strjálir og næsti fundur er boðaður fimm dögum eftir að yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi. Finnst einhverjum þetta í lagi? Við sem horfum álengdar á þessa harðvítugu kjaradeilu vitum fæst um hvaða upphæðir er verið að tefla enda er það ekki okkar mál. Okkar krafa er að fólk tali saman og komist að samkomulagi, því að á endanum mun nást samkomulag, spurningin er hverju á að kosta til áður en það gerist. Sjálf stóð ég í sporum ljósmæðra fyrir mörgum árum og þá ég hét því að slíkt myndi ég aldrei gera aftur, þvílík var angistin yfir að láta óviðkomandi fólk þjást vegna deilu sem það átti enga aðild að og enga möguleika á að leysa. Ég get því ímyndað mér hvernig ljósmæðrum er innanbrjósts. Margorft hef ég orðið vitni að ábyrgðarkennd þeirra, samviskusemi og ósérhlífni en slíka eiginleika má ekki misnota. Það er fjarri mér að vilja upphefja ljósmæður eða setja þær upp á stall en að sama skapi held ég að það sé erfitt að halda því fram að þær stjórnist af græðgi eða eigin hagsmunagæslu. Þegar konur í umönnunarstörfum segja hingað og ekki lengra og sýna með jafn afgerandi hætti hversu mikil alvara þeim er þurfum við að hlusta vel. Kannski er sá tími runninn upp að við neyðumst til að endurskoða og endurmeta verðmæta- og gildismat okkar.Hvað er í húfi? Víkjum til hliðar líðan og stöðu ljósmæðra eða hver afdrif þeirra verða eftir þessa deilu, hvort sem um er að ræða starfslega eða persónulega. Leiðum hugann að þeim sem þurfa á sérfræðiþekkingu og þjónustu þeirra að halda sem eru fyrst og fremst konur og börn, ófædd börn og nýfædd. Eitt það mikilvægasta sem við gerum fyrir ófædd börn er að hugsa vel um konurnar sem ganga með þau fyrir okkur. Ég segi fyrir okkur því að án barna lifir ekkert samfélag. Ef við viljum hugsa vel um barnshafandi konur er grundvallaratriði að búa þeim öryggi á meðgöngu með því að vernda þær eins og kostur er fyrir streitu, kvíða og áhyggjum. Þetta hefur ekkert með dekur við konur að gera eða tilfinningasemi, málið snýst um heilsu og velferð barna þeirra. Móðir og barn tilheyra einu og sama líffræðilega kerfinu sem þýðir að andlegt jafnt sem líkamlegt ástand móður hefur bein áhrif á þroska og heilsu barnsins sem hún hýsir í líkama sínum. Síðustu mánuði meðgöngu er barn sérstaklega viðkvæmt fyrir streitu móður. Og hversu streituvaldandi er það fyrir barnshafandi konu að vita ekki hvort hún muni fá faglega aðstoð þegar hún og barnið hennar þurfa nauðsynlega á henni að halda? Svarið liggur í augum uppi og mér finnst vont að þurfa að vekja athygli á þessu því að ég veit að með því er líklegt að ég auki á kvíða þessara sömu kvenna sem eru líklegri til að lesa þessa grein en fulltrúar úr samninganefnd ríkisins eða ríkisstjórninni. Illu heilli virðast þeir ekki vera jafn vel áttaðir á alvarleika málsins og verðandi foreldrar því væru þeir það get ég ekki ímyndað mér að við stæðum í þessum sporum í dag. Þess vegna tek ég undir með þeim sem segja: Vaknið ríkisstjórn! Talið við ljósmæður, hlustið á þær og látið ykkur ekki detta til hugar að hætta samtalinu fyrr en þið náið samkomulagi. Sálfræðileg hernaðartaktík þagnar og hunsunar er ekki í boði þegar líf og heilsa yngsta og viðkvæmasta fólksins okkar er í húfi.Höfundur er sálgreinir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar