Vaknið ríkisstjórn! Sæunn Kjartansdóttir skrifar 18. júlí 2018 16:00 Þessi fyrirsögn var yfirskrift fundar á Austurvelli síðastliðinn þriðjudag þar sem nokkur hundruð manns söfnuðust saman til að krefjast þess að ríkisstjórnin beitti sér fyrir lausn í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisvaldsins. Samningafundir hafa verið strjálir og næsti fundur er boðaður fimm dögum eftir að yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi. Finnst einhverjum þetta í lagi? Við sem horfum álengdar á þessa harðvítugu kjaradeilu vitum fæst um hvaða upphæðir er verið að tefla enda er það ekki okkar mál. Okkar krafa er að fólk tali saman og komist að samkomulagi, því að á endanum mun nást samkomulag, spurningin er hverju á að kosta til áður en það gerist. Sjálf stóð ég í sporum ljósmæðra fyrir mörgum árum og þá ég hét því að slíkt myndi ég aldrei gera aftur, þvílík var angistin yfir að láta óviðkomandi fólk þjást vegna deilu sem það átti enga aðild að og enga möguleika á að leysa. Ég get því ímyndað mér hvernig ljósmæðrum er innanbrjósts. Margorft hef ég orðið vitni að ábyrgðarkennd þeirra, samviskusemi og ósérhlífni en slíka eiginleika má ekki misnota. Það er fjarri mér að vilja upphefja ljósmæður eða setja þær upp á stall en að sama skapi held ég að það sé erfitt að halda því fram að þær stjórnist af græðgi eða eigin hagsmunagæslu. Þegar konur í umönnunarstörfum segja hingað og ekki lengra og sýna með jafn afgerandi hætti hversu mikil alvara þeim er þurfum við að hlusta vel. Kannski er sá tími runninn upp að við neyðumst til að endurskoða og endurmeta verðmæta- og gildismat okkar.Hvað er í húfi? Víkjum til hliðar líðan og stöðu ljósmæðra eða hver afdrif þeirra verða eftir þessa deilu, hvort sem um er að ræða starfslega eða persónulega. Leiðum hugann að þeim sem þurfa á sérfræðiþekkingu og þjónustu þeirra að halda sem eru fyrst og fremst konur og börn, ófædd börn og nýfædd. Eitt það mikilvægasta sem við gerum fyrir ófædd börn er að hugsa vel um konurnar sem ganga með þau fyrir okkur. Ég segi fyrir okkur því að án barna lifir ekkert samfélag. Ef við viljum hugsa vel um barnshafandi konur er grundvallaratriði að búa þeim öryggi á meðgöngu með því að vernda þær eins og kostur er fyrir streitu, kvíða og áhyggjum. Þetta hefur ekkert með dekur við konur að gera eða tilfinningasemi, málið snýst um heilsu og velferð barna þeirra. Móðir og barn tilheyra einu og sama líffræðilega kerfinu sem þýðir að andlegt jafnt sem líkamlegt ástand móður hefur bein áhrif á þroska og heilsu barnsins sem hún hýsir í líkama sínum. Síðustu mánuði meðgöngu er barn sérstaklega viðkvæmt fyrir streitu móður. Og hversu streituvaldandi er það fyrir barnshafandi konu að vita ekki hvort hún muni fá faglega aðstoð þegar hún og barnið hennar þurfa nauðsynlega á henni að halda? Svarið liggur í augum uppi og mér finnst vont að þurfa að vekja athygli á þessu því að ég veit að með því er líklegt að ég auki á kvíða þessara sömu kvenna sem eru líklegri til að lesa þessa grein en fulltrúar úr samninganefnd ríkisins eða ríkisstjórninni. Illu heilli virðast þeir ekki vera jafn vel áttaðir á alvarleika málsins og verðandi foreldrar því væru þeir það get ég ekki ímyndað mér að við stæðum í þessum sporum í dag. Þess vegna tek ég undir með þeim sem segja: Vaknið ríkisstjórn! Talið við ljósmæður, hlustið á þær og látið ykkur ekki detta til hugar að hætta samtalinu fyrr en þið náið samkomulagi. Sálfræðileg hernaðartaktík þagnar og hunsunar er ekki í boði þegar líf og heilsa yngsta og viðkvæmasta fólksins okkar er í húfi.Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn var yfirskrift fundar á Austurvelli síðastliðinn þriðjudag þar sem nokkur hundruð manns söfnuðust saman til að krefjast þess að ríkisstjórnin beitti sér fyrir lausn í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisvaldsins. Samningafundir hafa verið strjálir og næsti fundur er boðaður fimm dögum eftir að yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi. Finnst einhverjum þetta í lagi? Við sem horfum álengdar á þessa harðvítugu kjaradeilu vitum fæst um hvaða upphæðir er verið að tefla enda er það ekki okkar mál. Okkar krafa er að fólk tali saman og komist að samkomulagi, því að á endanum mun nást samkomulag, spurningin er hverju á að kosta til áður en það gerist. Sjálf stóð ég í sporum ljósmæðra fyrir mörgum árum og þá ég hét því að slíkt myndi ég aldrei gera aftur, þvílík var angistin yfir að láta óviðkomandi fólk þjást vegna deilu sem það átti enga aðild að og enga möguleika á að leysa. Ég get því ímyndað mér hvernig ljósmæðrum er innanbrjósts. Margorft hef ég orðið vitni að ábyrgðarkennd þeirra, samviskusemi og ósérhlífni en slíka eiginleika má ekki misnota. Það er fjarri mér að vilja upphefja ljósmæður eða setja þær upp á stall en að sama skapi held ég að það sé erfitt að halda því fram að þær stjórnist af græðgi eða eigin hagsmunagæslu. Þegar konur í umönnunarstörfum segja hingað og ekki lengra og sýna með jafn afgerandi hætti hversu mikil alvara þeim er þurfum við að hlusta vel. Kannski er sá tími runninn upp að við neyðumst til að endurskoða og endurmeta verðmæta- og gildismat okkar.Hvað er í húfi? Víkjum til hliðar líðan og stöðu ljósmæðra eða hver afdrif þeirra verða eftir þessa deilu, hvort sem um er að ræða starfslega eða persónulega. Leiðum hugann að þeim sem þurfa á sérfræðiþekkingu og þjónustu þeirra að halda sem eru fyrst og fremst konur og börn, ófædd börn og nýfædd. Eitt það mikilvægasta sem við gerum fyrir ófædd börn er að hugsa vel um konurnar sem ganga með þau fyrir okkur. Ég segi fyrir okkur því að án barna lifir ekkert samfélag. Ef við viljum hugsa vel um barnshafandi konur er grundvallaratriði að búa þeim öryggi á meðgöngu með því að vernda þær eins og kostur er fyrir streitu, kvíða og áhyggjum. Þetta hefur ekkert með dekur við konur að gera eða tilfinningasemi, málið snýst um heilsu og velferð barna þeirra. Móðir og barn tilheyra einu og sama líffræðilega kerfinu sem þýðir að andlegt jafnt sem líkamlegt ástand móður hefur bein áhrif á þroska og heilsu barnsins sem hún hýsir í líkama sínum. Síðustu mánuði meðgöngu er barn sérstaklega viðkvæmt fyrir streitu móður. Og hversu streituvaldandi er það fyrir barnshafandi konu að vita ekki hvort hún muni fá faglega aðstoð þegar hún og barnið hennar þurfa nauðsynlega á henni að halda? Svarið liggur í augum uppi og mér finnst vont að þurfa að vekja athygli á þessu því að ég veit að með því er líklegt að ég auki á kvíða þessara sömu kvenna sem eru líklegri til að lesa þessa grein en fulltrúar úr samninganefnd ríkisins eða ríkisstjórninni. Illu heilli virðast þeir ekki vera jafn vel áttaðir á alvarleika málsins og verðandi foreldrar því væru þeir það get ég ekki ímyndað mér að við stæðum í þessum sporum í dag. Þess vegna tek ég undir með þeim sem segja: Vaknið ríkisstjórn! Talið við ljósmæður, hlustið á þær og látið ykkur ekki detta til hugar að hætta samtalinu fyrr en þið náið samkomulagi. Sálfræðileg hernaðartaktík þagnar og hunsunar er ekki í boði þegar líf og heilsa yngsta og viðkvæmasta fólksins okkar er í húfi.Höfundur er sálgreinir.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun