Rigningarlandið Guðmundur Steingrímsson skrifar 2. júlí 2018 07:00 Það sem ég skrifa núna þurfa Austfirðingar og Norðlendingar ekki endilega að lesa, nema þeir vilji finna til innilegrar gleði yfir óförum og óánægju Reykvíkinga. Ekki er útilokað að það þyki skemmtilegt. Málið er þetta: Eftir langan vetur vorum við öll hér á höfuðborgarsvæðinu farin að hlakka til þess að sumarið kæmi. Var til of mikils mælst að sólin léti sjá sig í nokkra daga? Áttum við ekki skilið að fá smá D-vítamín í kroppinn? Ég sé mjög eftir því á þessari stundu að hafa ekki látið verða af áformum mínum, að lokinni þingmennsku, um að stofna sólbaðsstofuna Brúna framtíð. Fregnir berast af því um þessar mundir að sólbaðsstofur í Reykjavík séu að mala gull. Þetta er raunar atvinnurekstur sem flestir héldu að væri ekki lengur til, að allir sem áður ráku sólbaðsstofur og vídeóleigur væru núna komnir í Airbnb, en það er greinilega ekki raunin. Ennþá lifa þau í hliðargötum í iðnaðarhverfum þessi útfjólubláu musteri níunda áratugarins. Rigningartíðin í júní, fimm þurrir dagar, dregur þannig fram hliðar á mannlífinu sem áður voru huldar. Út um allan bæ sætir fólk lagi við að slá blettinn. Fólk sýnir á sér alveg nýjar hliðar. Þurrt var í höfuðborginni á fimmtudagsmorgun, um klukkustundarskeið. Ég veit um manneskju sem var sigri hrósandi allan daginn yfir að hafa náð að slá þá, klukkan átta um morgun. Ég var of seinn.Svik Fregnir berast af því að vísindalegar rannsóknir sýni að langvarandi rigning hafi áhrif á sálarlíf fólks. Fyrir því eru beinhörð líffræðileg rök, sem varða hormónabúskap líkamans og skort á sólarljósi. En jafnframt vil ég leyfa mér að halda því fram að skortur á sól í júní hafi sérstök áhrif á sálarlíf manns sem Íslendings. Manni finnst eins og maður hafi verið svikinn. Díllinn er sá, á þessu landi, að maður þraukar yfir vetrarmánuðina og myrkrið. Maður lætur suðvestanstorminn berja sig í framan, maður göslast í slyddu, maður æpir framan í lárétt haglélið og maður lifir af. Í þeirri von að sumarið komi. Að lóan komi með vorið. Að maður geti lagst í mosa – þurran mosa – við sumarsólstöður, útitekinn í framan eftir dag í sólinni, og notið lækjarniðar. Að sumarið næri mann nýjum krafti og nýrri von, áður en veturinn kemur aftur. Að sumarið skuli láta svona, að það rigni á mann endalaust, er ekki það sem lagt var upp með. Það er ekki pælingin með að búa hérna. Þess vegna er það líka iðulega þannig, að eftir langvarandi vætutíð að sumarlagi koma þær yfirleitt fljótt fréttirnar um að Íslendingar flýi land. Eða flýi austur. Eða norður. Höfuðborgarbúar gerast veðurfarslegir flóttamenn. Einhver sagði mér samt einu sinni að besta veðrið á Íslandi væri þrátt fyrir allt á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýndu mælingar. En svona málflutningur skiptir engu máli. Hann sýnir raunar hversu átakanlega tilgangslausir, ef ekki móðgandi, svona meðaltalsútreikningar geta verið. Að hitatölur séu hærri í Reykjavík en annars staðar yfir árið er ekki það sem maður vill. Að kaupmáttur hafi aukist heilt yfir. Að lífskjör hafi batnið í heildina. Allt svona tal er innihaldslaust hjóm ef maður fær ekki sól á sumrin. Ferðasumarið „Það er frábært að strákarnir eru komnir heim,“ sagði úrvinda og hundvotur aðili í ferðaþjónustu stundarhátt og dæsandi á förnum vegi um daginn. Júnímánuður er búinn að vera ömurlegur fyrir viðskiptin. Ekki bara hefur rigningin á Suðurlandi sett strik í reikninginn heldur hefur fólk meira og minna verið bundið við sjónvarpið að horfa á landsliðið. Íslendingar alla vega. Ferðasumarið er varla hafið. Og það er kominn júlí. Brottfall Íslendinga úr HM leysir mögulega hálfan vanda og fólk fer að ferðast. Nú þarf bara að stytta upp. Ég þykist vita að Norðlendingum og Austfirðingum, á stuttbuxum sínum og stuttermabolum, þyki þessi skrif mín bera reykvísku vælukjóaþeli augljóst vitni. Getur maðurinn ekki bara farið í regnstakk? Úlpu? Jú, vissulega er það hægt. Vissulega er vel hægt að stunda útivist og vera hamingjusamur í rigningu, kulda og roki. Það er hægt að kyngja vonbrigðum sínum. Það er líka hægt að fara í sund. Í lauginni er blautt hvort sem er. En vætutíðin, og deyfðin sem henni óneitanlega fylgir – og skrásett hefur verið vísindalega – er manni þó alltaf vitnisburður um þennan veruleika sem felst í því að vera Íslendingur. Nálægðin við náttúruna er alltumlykjandi. Hún stjórnar stemningunni. Hún stjórnar efnahagslífinu. Hún hefur áhrif á það hvernig fólki líður. Í gær kom sól í hálftíma í Borgarfirðinum. Ég var þar. Ég gleymi því aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Veður Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það sem ég skrifa núna þurfa Austfirðingar og Norðlendingar ekki endilega að lesa, nema þeir vilji finna til innilegrar gleði yfir óförum og óánægju Reykvíkinga. Ekki er útilokað að það þyki skemmtilegt. Málið er þetta: Eftir langan vetur vorum við öll hér á höfuðborgarsvæðinu farin að hlakka til þess að sumarið kæmi. Var til of mikils mælst að sólin léti sjá sig í nokkra daga? Áttum við ekki skilið að fá smá D-vítamín í kroppinn? Ég sé mjög eftir því á þessari stundu að hafa ekki látið verða af áformum mínum, að lokinni þingmennsku, um að stofna sólbaðsstofuna Brúna framtíð. Fregnir berast af því um þessar mundir að sólbaðsstofur í Reykjavík séu að mala gull. Þetta er raunar atvinnurekstur sem flestir héldu að væri ekki lengur til, að allir sem áður ráku sólbaðsstofur og vídeóleigur væru núna komnir í Airbnb, en það er greinilega ekki raunin. Ennþá lifa þau í hliðargötum í iðnaðarhverfum þessi útfjólubláu musteri níunda áratugarins. Rigningartíðin í júní, fimm þurrir dagar, dregur þannig fram hliðar á mannlífinu sem áður voru huldar. Út um allan bæ sætir fólk lagi við að slá blettinn. Fólk sýnir á sér alveg nýjar hliðar. Þurrt var í höfuðborginni á fimmtudagsmorgun, um klukkustundarskeið. Ég veit um manneskju sem var sigri hrósandi allan daginn yfir að hafa náð að slá þá, klukkan átta um morgun. Ég var of seinn.Svik Fregnir berast af því að vísindalegar rannsóknir sýni að langvarandi rigning hafi áhrif á sálarlíf fólks. Fyrir því eru beinhörð líffræðileg rök, sem varða hormónabúskap líkamans og skort á sólarljósi. En jafnframt vil ég leyfa mér að halda því fram að skortur á sól í júní hafi sérstök áhrif á sálarlíf manns sem Íslendings. Manni finnst eins og maður hafi verið svikinn. Díllinn er sá, á þessu landi, að maður þraukar yfir vetrarmánuðina og myrkrið. Maður lætur suðvestanstorminn berja sig í framan, maður göslast í slyddu, maður æpir framan í lárétt haglélið og maður lifir af. Í þeirri von að sumarið komi. Að lóan komi með vorið. Að maður geti lagst í mosa – þurran mosa – við sumarsólstöður, útitekinn í framan eftir dag í sólinni, og notið lækjarniðar. Að sumarið næri mann nýjum krafti og nýrri von, áður en veturinn kemur aftur. Að sumarið skuli láta svona, að það rigni á mann endalaust, er ekki það sem lagt var upp með. Það er ekki pælingin með að búa hérna. Þess vegna er það líka iðulega þannig, að eftir langvarandi vætutíð að sumarlagi koma þær yfirleitt fljótt fréttirnar um að Íslendingar flýi land. Eða flýi austur. Eða norður. Höfuðborgarbúar gerast veðurfarslegir flóttamenn. Einhver sagði mér samt einu sinni að besta veðrið á Íslandi væri þrátt fyrir allt á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýndu mælingar. En svona málflutningur skiptir engu máli. Hann sýnir raunar hversu átakanlega tilgangslausir, ef ekki móðgandi, svona meðaltalsútreikningar geta verið. Að hitatölur séu hærri í Reykjavík en annars staðar yfir árið er ekki það sem maður vill. Að kaupmáttur hafi aukist heilt yfir. Að lífskjör hafi batnið í heildina. Allt svona tal er innihaldslaust hjóm ef maður fær ekki sól á sumrin. Ferðasumarið „Það er frábært að strákarnir eru komnir heim,“ sagði úrvinda og hundvotur aðili í ferðaþjónustu stundarhátt og dæsandi á förnum vegi um daginn. Júnímánuður er búinn að vera ömurlegur fyrir viðskiptin. Ekki bara hefur rigningin á Suðurlandi sett strik í reikninginn heldur hefur fólk meira og minna verið bundið við sjónvarpið að horfa á landsliðið. Íslendingar alla vega. Ferðasumarið er varla hafið. Og það er kominn júlí. Brottfall Íslendinga úr HM leysir mögulega hálfan vanda og fólk fer að ferðast. Nú þarf bara að stytta upp. Ég þykist vita að Norðlendingum og Austfirðingum, á stuttbuxum sínum og stuttermabolum, þyki þessi skrif mín bera reykvísku vælukjóaþeli augljóst vitni. Getur maðurinn ekki bara farið í regnstakk? Úlpu? Jú, vissulega er það hægt. Vissulega er vel hægt að stunda útivist og vera hamingjusamur í rigningu, kulda og roki. Það er hægt að kyngja vonbrigðum sínum. Það er líka hægt að fara í sund. Í lauginni er blautt hvort sem er. En vætutíðin, og deyfðin sem henni óneitanlega fylgir – og skrásett hefur verið vísindalega – er manni þó alltaf vitnisburður um þennan veruleika sem felst í því að vera Íslendingur. Nálægðin við náttúruna er alltumlykjandi. Hún stjórnar stemningunni. Hún stjórnar efnahagslífinu. Hún hefur áhrif á það hvernig fólki líður. Í gær kom sól í hálftíma í Borgarfirðinum. Ég var þar. Ég gleymi því aldrei.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun