Áratugur breytinga: Hægt gengur að endurreisa traustið Tómas Bjarnason og Sigrún Drífa Jónsdóttir skrifar 4. júlí 2018 07:00 Talsverðar breytingar urðu á trausti almennings til margra stofnana samfélagsins í kjölfar bankahrunsins og var Alþingi sú stofnun sem tapaði hvað mestri tiltrú almennings ef frá er talið bankakerfið. Lögreglan er á hinn bóginn ein af fáum stofnunum þar sem traust almennings hefur aukist frá því fyrir hrun. Traust á löggjafarþinginu hefur þó þokast upp á við en hlutfall þeirra sem treysta þinginu mældist 29% í febrúar 2018 og hefur ekki mælst hærra síðan í febrúar 2008. Bankakerfið, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eru fleiri dæmi um stofnanir þar sem traust hefur smám saman aukist frá hruni. Hástökkvarinn er þó forsetaembættið sem hefur nær tvöfaldað traust sitt frá árinu 2015.Sigrún Drífa Jónsdóttir, umsjónarmaður Þjóðarpúls Gallup og gæðastjóri.Enn sem komið er nýtur Landhelgisgæslan þó mests trausts hér á landi, af þeim stofnunum sem mældar eru, en ríflega níu af hverjum tíu bera mikið traust til gæslunnar. Þó miði í rétta átt sýna mælingar Gallup að traust til stofnana er enn almennt minna en fyrir hrun. Mikilvægi trausts í samskiptum verður varla ofmetið, en mikilvægi þess er oft ekki ljóst fyrr en það bregst með einhverjum hætti. Við tökum áhættu með því að treysta og getum þurft að taka afleiðingunum af því. Í umfjöllun um traust er jafnan greint á milli almenns trausts í samskiptum og svo trausts á stofnunum. Þá er oft litið á stofnanatraust sem mælikvarða á lögmæti stofnunarinnar í augum þegna samfélagsins.Stofnanatraust í alþjóðlegu samhengi Almennt sýna kannanir á trausti að herinn, menntakerfið, lögreglan og kirkjan njóta mests trausts, en stórfyrirtækin, verkalýðshreyfingin og löggjafarþingin minnst trausts. Síðustu fimm ár hafa verið þau allra verstu í sögu mælinga Gallup á trausti til bandaríska þingsins. Aðeins 7-12% hafa síðustu ár sagst treysta þinginu, en í byrjun tíunda áratugarins var traustið um 30%. Til samanburðar mældist traust á forsetaembættinu og bönkum 32% árið 2017 í Bandaríkjunum, traust á heilbrigðiskerfinu 37%, hæstarétti 40%, kirkjum 41%, lögreglunni 57% og hernum 72%. Traust á embætti forseta Bandaríkjanna hefur lítið breyst síðasta áratug, ef frá er talið árið 2009 sem er fyrsta ár Obama í embætti, en þá mældist traustið 51%. Í könnunum Evrópusambandsins hefur traust á þjóðþingum aukist smám saman frá 2013 þegar það mældist lægst, en þá voru aðeins 24% sem svöruðu því til að þau treystu þjóðþingi sínu samanborið við 34% nú. Í síðustu mælingu mældist traustið lægst 11% hjá Litháum en hæst 69% hjá Svíum. Þess ber að geta að í þessum könnunum eru ekki notaðir sömu svarmöguleikar og Gallup á Íslandi notar og því er ekki hægt að bera niðurstöður saman milli kannana. Hverjir treysta stofnunum og hverjir ekki? Afstaða fólks til stofnana breytist eftir hagsmunum þess og gildismati. Þannig breytast viðhorf fólks til pólitískra stofnana eftir því hvaða flokkar eru við völd hverju sinni. Þá fer traustið eftir því hvernig fólki finnst stofnunin standa sig og hver eða hverjir eru í aðalhlutverki. Gengi efnahagslífsins hefur einnig áhrif og stofnanatraust eykst að jafnaði með betri efnahagsstöðu svarenda. Augljóst er af mælingum Gallup að hrunið olli sinnaskiptum þegar kemur að trausti til þingsins. Í könnunum kom fram að fólk hafði ekki mikla trú á að þingið starfaði af heilindum eða væri að vinna að mikilvægustu verkefnunum. Þetta olli djúpu vantrausti, einkum hjá þeim hópum sem áður treystu þinginu best.Traust fólks til Alþingis er nátengt því hvernig því finnst stofnunin standa sig í að leysa verkefni líðandi stundar. Nærri 70% þeirra sem telja að Alþingi standi sig vel bera mikið traust til þess, en aðeins 4% þeirra sem telja að þingið standi sig illa. Það getur einnig haft áhrif á traust hvaða mál stofnun tekst á við. Sem dæmi um mál sem klauf þjóðina og stjórnmálin allt frá hruni þar til EFTA dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn í janúar 2013 er Icesave-málið svokallaða. Í því máli urðu forseti og Alþingi að einhverju leyti fulltrúar ólíkra hagsmuna, þjóðfélagshópa og viðhorfa sem sést þegar bornir eru saman þeir hópar sem treystu annars vegar Alþingi og hins vegar forsetanum. Forsetinn naut þar frekar trausts stjórnarandstöðunnar og fólks með verri skuldastöðu og minni menntun að baki, en Alþingi naut frekar trausts þeirra sem studdu stjórnarflokkana og fólks með betri skuldastöðu og meiri menntun. Þá breytist traustið líka með nýjum persónum og leikendum. Í könnun sem Gallup vann í ágúst 2016, stuttu eftir að Guðni tók við forsetaembættinu, báru nærri sjö af hverjum tíu landsmönnum mikið traust til embættisins. Þó var traustið ívið minna meðal þeirra sem studdu þáverandi ríkisstjórnarflokka (Framsókn og Sjálfstæðisflokk) en meðal kjósenda t.d. Samfylkingar og Vinstri grænna. Frá 2015 hefur traust til embættisins nær tvöfaldast og síðustu tvö ár hefur það notið trausts fjögurra af hverjum fimm Íslendingum, og er traustið óháð kyni, aldri, menntun og fjölskyldutekjum svarenda Enn má greina áhrif bankahrunsins í mælingum á trausti. Hugsanlegt er að traust í samfélaginu sé brothættara nú en það var áður, að hluta til vegna hrunsins og eftirmála þess og að hluta til vegna ýmiss konar samfélagslegra breytinga og strauma sem hafa áhrif á gildismat fólks.Höfundar Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup Sigrún Drífa Jónsdóttir umsjónarmaður Þjóðarpúls Gallup og gæðastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Talsverðar breytingar urðu á trausti almennings til margra stofnana samfélagsins í kjölfar bankahrunsins og var Alþingi sú stofnun sem tapaði hvað mestri tiltrú almennings ef frá er talið bankakerfið. Lögreglan er á hinn bóginn ein af fáum stofnunum þar sem traust almennings hefur aukist frá því fyrir hrun. Traust á löggjafarþinginu hefur þó þokast upp á við en hlutfall þeirra sem treysta þinginu mældist 29% í febrúar 2018 og hefur ekki mælst hærra síðan í febrúar 2008. Bankakerfið, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eru fleiri dæmi um stofnanir þar sem traust hefur smám saman aukist frá hruni. Hástökkvarinn er þó forsetaembættið sem hefur nær tvöfaldað traust sitt frá árinu 2015.Sigrún Drífa Jónsdóttir, umsjónarmaður Þjóðarpúls Gallup og gæðastjóri.Enn sem komið er nýtur Landhelgisgæslan þó mests trausts hér á landi, af þeim stofnunum sem mældar eru, en ríflega níu af hverjum tíu bera mikið traust til gæslunnar. Þó miði í rétta átt sýna mælingar Gallup að traust til stofnana er enn almennt minna en fyrir hrun. Mikilvægi trausts í samskiptum verður varla ofmetið, en mikilvægi þess er oft ekki ljóst fyrr en það bregst með einhverjum hætti. Við tökum áhættu með því að treysta og getum þurft að taka afleiðingunum af því. Í umfjöllun um traust er jafnan greint á milli almenns trausts í samskiptum og svo trausts á stofnunum. Þá er oft litið á stofnanatraust sem mælikvarða á lögmæti stofnunarinnar í augum þegna samfélagsins.Stofnanatraust í alþjóðlegu samhengi Almennt sýna kannanir á trausti að herinn, menntakerfið, lögreglan og kirkjan njóta mests trausts, en stórfyrirtækin, verkalýðshreyfingin og löggjafarþingin minnst trausts. Síðustu fimm ár hafa verið þau allra verstu í sögu mælinga Gallup á trausti til bandaríska þingsins. Aðeins 7-12% hafa síðustu ár sagst treysta þinginu, en í byrjun tíunda áratugarins var traustið um 30%. Til samanburðar mældist traust á forsetaembættinu og bönkum 32% árið 2017 í Bandaríkjunum, traust á heilbrigðiskerfinu 37%, hæstarétti 40%, kirkjum 41%, lögreglunni 57% og hernum 72%. Traust á embætti forseta Bandaríkjanna hefur lítið breyst síðasta áratug, ef frá er talið árið 2009 sem er fyrsta ár Obama í embætti, en þá mældist traustið 51%. Í könnunum Evrópusambandsins hefur traust á þjóðþingum aukist smám saman frá 2013 þegar það mældist lægst, en þá voru aðeins 24% sem svöruðu því til að þau treystu þjóðþingi sínu samanborið við 34% nú. Í síðustu mælingu mældist traustið lægst 11% hjá Litháum en hæst 69% hjá Svíum. Þess ber að geta að í þessum könnunum eru ekki notaðir sömu svarmöguleikar og Gallup á Íslandi notar og því er ekki hægt að bera niðurstöður saman milli kannana. Hverjir treysta stofnunum og hverjir ekki? Afstaða fólks til stofnana breytist eftir hagsmunum þess og gildismati. Þannig breytast viðhorf fólks til pólitískra stofnana eftir því hvaða flokkar eru við völd hverju sinni. Þá fer traustið eftir því hvernig fólki finnst stofnunin standa sig og hver eða hverjir eru í aðalhlutverki. Gengi efnahagslífsins hefur einnig áhrif og stofnanatraust eykst að jafnaði með betri efnahagsstöðu svarenda. Augljóst er af mælingum Gallup að hrunið olli sinnaskiptum þegar kemur að trausti til þingsins. Í könnunum kom fram að fólk hafði ekki mikla trú á að þingið starfaði af heilindum eða væri að vinna að mikilvægustu verkefnunum. Þetta olli djúpu vantrausti, einkum hjá þeim hópum sem áður treystu þinginu best.Traust fólks til Alþingis er nátengt því hvernig því finnst stofnunin standa sig í að leysa verkefni líðandi stundar. Nærri 70% þeirra sem telja að Alþingi standi sig vel bera mikið traust til þess, en aðeins 4% þeirra sem telja að þingið standi sig illa. Það getur einnig haft áhrif á traust hvaða mál stofnun tekst á við. Sem dæmi um mál sem klauf þjóðina og stjórnmálin allt frá hruni þar til EFTA dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn í janúar 2013 er Icesave-málið svokallaða. Í því máli urðu forseti og Alþingi að einhverju leyti fulltrúar ólíkra hagsmuna, þjóðfélagshópa og viðhorfa sem sést þegar bornir eru saman þeir hópar sem treystu annars vegar Alþingi og hins vegar forsetanum. Forsetinn naut þar frekar trausts stjórnarandstöðunnar og fólks með verri skuldastöðu og minni menntun að baki, en Alþingi naut frekar trausts þeirra sem studdu stjórnarflokkana og fólks með betri skuldastöðu og meiri menntun. Þá breytist traustið líka með nýjum persónum og leikendum. Í könnun sem Gallup vann í ágúst 2016, stuttu eftir að Guðni tók við forsetaembættinu, báru nærri sjö af hverjum tíu landsmönnum mikið traust til embættisins. Þó var traustið ívið minna meðal þeirra sem studdu þáverandi ríkisstjórnarflokka (Framsókn og Sjálfstæðisflokk) en meðal kjósenda t.d. Samfylkingar og Vinstri grænna. Frá 2015 hefur traust til embættisins nær tvöfaldast og síðustu tvö ár hefur það notið trausts fjögurra af hverjum fimm Íslendingum, og er traustið óháð kyni, aldri, menntun og fjölskyldutekjum svarenda Enn má greina áhrif bankahrunsins í mælingum á trausti. Hugsanlegt er að traust í samfélaginu sé brothættara nú en það var áður, að hluta til vegna hrunsins og eftirmála þess og að hluta til vegna ýmiss konar samfélagslegra breytinga og strauma sem hafa áhrif á gildismat fólks.Höfundar Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup Sigrún Drífa Jónsdóttir umsjónarmaður Þjóðarpúls Gallup og gæðastjóri
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar