Má bjóða þér meiri frítíma? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 5. júlí 2018 07:00 Flestir þekkja vel þá staðreynd að Íslendingar vinna mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Vinir og ættingjar annars staðar á Norðurlöndunum hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Við þessu vill BSRB bregðast með því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 án launaskerðingar. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref með tilraunaverkefnum sem bandalagið stendur fyrir ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu. Í dag vinna um 2.700 einstaklingar á vinnustöðum sem taka þátt í þessum tveimur tilraunaverkefnum. Þetta eru bæði staðir þar sem unnið er í dagvinnu og vinnustaðir þar sem unnin er vaktavinna. Hjá ríkinu hafa fjórar stofnanir tekið þátt og verða fimm frá og með haustinu. Reykjavíkurborg byrjaði fyrr á sínu tilraunaverkefni og hefur árangurinn verið svo jákvæður að öllum vinnustöðum borgarinnar var boðið að taka þátt síðasta vor. Þó BSRB taki þátt í tilraunaverkefnunum einskorðast þátttakan ekki við félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Fjölmargir félagsmenn stéttarfélaga sem eiga aðild að Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Kennarasambandi Íslands taka þátt í að stytta vinnuvikuna. Þá eru dæmi um vinnustaði eins og Hugsmiðjuna sem hafa innleitt styttingu vinnuviku hjá sér til framtíðar. Allt hefur þetta áhrif og nú hafa Akraneskaupstaður, Akureyrarbær og Reykjanesbær ákveðið að hefja tilraun um styttri vinnuviku meðal sinna starfsmanna. Fleiri munu fylgja í kjölfarið. Niðurstöður fram að þessu sýna að starfsánægja hefur aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara er fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf. Í viðtölum við starfsfólk hefur meðal annars komið fram að það upplifir að stressið heima fyrir hafi minnkað með styttingunni. Afköst starfsfólks hafa jafnframt haldist óbreytt þó vinnutíminn sé styttri og á flestum vinnustöðum hefur dregið verulega úr skammtímaveikindum. Það er ekki bara verkalýðshreyfingin sem vill stytta vinnuvikuna. Skynsamir stjórnendur vilja einnig fara þessa leið enda sýnir reynslan að ávinningurinn er verulegur fyrir bæði vinnustaðinn og starfsfólkið.Höfundur er lögfræðingur BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir þekkja vel þá staðreynd að Íslendingar vinna mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Vinir og ættingjar annars staðar á Norðurlöndunum hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Við þessu vill BSRB bregðast með því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 án launaskerðingar. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref með tilraunaverkefnum sem bandalagið stendur fyrir ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu. Í dag vinna um 2.700 einstaklingar á vinnustöðum sem taka þátt í þessum tveimur tilraunaverkefnum. Þetta eru bæði staðir þar sem unnið er í dagvinnu og vinnustaðir þar sem unnin er vaktavinna. Hjá ríkinu hafa fjórar stofnanir tekið þátt og verða fimm frá og með haustinu. Reykjavíkurborg byrjaði fyrr á sínu tilraunaverkefni og hefur árangurinn verið svo jákvæður að öllum vinnustöðum borgarinnar var boðið að taka þátt síðasta vor. Þó BSRB taki þátt í tilraunaverkefnunum einskorðast þátttakan ekki við félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Fjölmargir félagsmenn stéttarfélaga sem eiga aðild að Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Kennarasambandi Íslands taka þátt í að stytta vinnuvikuna. Þá eru dæmi um vinnustaði eins og Hugsmiðjuna sem hafa innleitt styttingu vinnuviku hjá sér til framtíðar. Allt hefur þetta áhrif og nú hafa Akraneskaupstaður, Akureyrarbær og Reykjanesbær ákveðið að hefja tilraun um styttri vinnuviku meðal sinna starfsmanna. Fleiri munu fylgja í kjölfarið. Niðurstöður fram að þessu sýna að starfsánægja hefur aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara er fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf. Í viðtölum við starfsfólk hefur meðal annars komið fram að það upplifir að stressið heima fyrir hafi minnkað með styttingunni. Afköst starfsfólks hafa jafnframt haldist óbreytt þó vinnutíminn sé styttri og á flestum vinnustöðum hefur dregið verulega úr skammtímaveikindum. Það er ekki bara verkalýðshreyfingin sem vill stytta vinnuvikuna. Skynsamir stjórnendur vilja einnig fara þessa leið enda sýnir reynslan að ávinningurinn er verulegur fyrir bæði vinnustaðinn og starfsfólkið.Höfundur er lögfræðingur BSRB
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar