Lífgjafar sveitanna Magnús Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun