Stóra myndin Hörður Ægisson skrifar 6. júlí 2018 10:00 Íslendingar ætla seint að bera gæfu til þess að draga réttan lærdóm af hagsögunni. Laun hafa síendurtekið verið hækkuð langt umfram framleiðni í hagkerfinu og niðurstaðan hefur að lokum ávallt verið hin sama. Ójafnvægið sem myndast er leiðrétt með gengisfalli, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Þótt ekki hafa vantað fögur fyrirheit hjá aðilum vinnumarkaðarins um að forðast þetta þekkta stef – stundum kallað höfrungahlaup – þá er vandinn sá, eins og hefur opinberast um þessar mundir í kjaradeilu ljósmæðra, að allir launþegahópar eru á sama tíma þeirrar skoðunar að það þurfi aðeins að „leiðrétta“ þeirra laun. Framhaldið þekkja síðan allir. Ólíkt nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum, þar sem engum dettur í hug að hækka laun án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni, þá hafa Íslendingar af einhverjum ástæðum kosið að fara þá leið að eftirláta opinberum starfsmönnum að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Þetta er fráleit staða sem getur ekki gengið upp til lengdar. Vanhugsað útspil kjararáðs, sem ákvarðaði tugprósenta launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, er nú notað sem réttlæting – kannski skiljanlega að einhverju marki – fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrir þremur árum. Það væri glapræði sem myndi hitta venjulegt launafólk, sem hefur upplifað fordæmalausa kaupmáttaraukningu á síðustu árum, hvað verst fyrir. Mikilvægi starfs ljósmæðra fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Um það snýst ekki sú kjaradeila sem nú er uppi. Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna. Samningar við ljósmæður verða aldrei gerðir í einhverju tómarúmi við almenna þróun á vinnumarkaði. Það er veðmál sem íslenska ríkið getur ekki tekið – og má alls ekki taka – enda má öllum vera ljóst að slík niðurstaða yrði stefnumarkandi fyrir komandi kjarasamningalotu í vetur. Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum. Það er stundum sagt að geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu. Íslenskt þjóðarbú hefur líklega sjaldan staðið betur – lítil verðbólga, viðskiptaafgangur og jákvæð eignastaða við útlönd – og eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára eru væntingar um sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það verður reyndin mun einkum velta á því hvernig samið verður á vinnumarkaði. Verði skynsemin þar ekki ofan á er ástæða til að ætla að við taki enn ein efnahagslega rússíbanareiðin. Það yrði sorgleg en í senn afskaplega fyrirsjáanleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslendingar ætla seint að bera gæfu til þess að draga réttan lærdóm af hagsögunni. Laun hafa síendurtekið verið hækkuð langt umfram framleiðni í hagkerfinu og niðurstaðan hefur að lokum ávallt verið hin sama. Ójafnvægið sem myndast er leiðrétt með gengisfalli, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Þótt ekki hafa vantað fögur fyrirheit hjá aðilum vinnumarkaðarins um að forðast þetta þekkta stef – stundum kallað höfrungahlaup – þá er vandinn sá, eins og hefur opinberast um þessar mundir í kjaradeilu ljósmæðra, að allir launþegahópar eru á sama tíma þeirrar skoðunar að það þurfi aðeins að „leiðrétta“ þeirra laun. Framhaldið þekkja síðan allir. Ólíkt nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum, þar sem engum dettur í hug að hækka laun án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni, þá hafa Íslendingar af einhverjum ástæðum kosið að fara þá leið að eftirláta opinberum starfsmönnum að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Þetta er fráleit staða sem getur ekki gengið upp til lengdar. Vanhugsað útspil kjararáðs, sem ákvarðaði tugprósenta launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, er nú notað sem réttlæting – kannski skiljanlega að einhverju marki – fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrir þremur árum. Það væri glapræði sem myndi hitta venjulegt launafólk, sem hefur upplifað fordæmalausa kaupmáttaraukningu á síðustu árum, hvað verst fyrir. Mikilvægi starfs ljósmæðra fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Um það snýst ekki sú kjaradeila sem nú er uppi. Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna. Samningar við ljósmæður verða aldrei gerðir í einhverju tómarúmi við almenna þróun á vinnumarkaði. Það er veðmál sem íslenska ríkið getur ekki tekið – og má alls ekki taka – enda má öllum vera ljóst að slík niðurstaða yrði stefnumarkandi fyrir komandi kjarasamningalotu í vetur. Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum. Það er stundum sagt að geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu. Íslenskt þjóðarbú hefur líklega sjaldan staðið betur – lítil verðbólga, viðskiptaafgangur og jákvæð eignastaða við útlönd – og eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára eru væntingar um sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það verður reyndin mun einkum velta á því hvernig samið verður á vinnumarkaði. Verði skynsemin þar ekki ofan á er ástæða til að ætla að við taki enn ein efnahagslega rússíbanareiðin. Það yrði sorgleg en í senn afskaplega fyrirsjáanleg niðurstaða.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun