Körfubolti

Fjögur stig í fyrsta leikhlutanum og skellur gegn Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thelma Dís skoraði ellefu stig í dag og átti fínan leik fyrir Íslands.
Thelma Dís skoraði ellefu stig í dag og átti fínan leik fyrir Íslands. vísir/anton

Íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri tapaði fyrsta leiknum á EM 2018 en þær fengu skell gegn Búlgaríu, 75-48.

Liðin eru í B-deildinni á EM en íslensku stúlkurnar byrjuðu afar illa og skoruðu einungis fjögur stig í fyrsta leikhlutanum. Staðan 18-4 fyrir Búlgaríu eftir fyrstu tíu mínúturnar.

Stelpurnar okkar áttu hins vegar góðan annan leikhluta og staðan 30-26, Búlgaríu í vil í hálfleik. Allt opið og spennandi fyrir síðari hálfleikinn.

Aftur áttu íslensku stelpurnar slakan leikhluta í þriðja leikhlutanum. Búlgaría vann þann leikhluta 23-9 og eftir það var eftirleikurinn auðveldur.

Lokatölur urðu 27 stiga sigur Búlgaríu, 75-48, en næsti leikur íslenska liðsins er á morgun er þeir mæta Danmörku í B-deildinni.

Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði ellefu stig fyrir Ísland og tók þar að auki tólf fráköst. Næst kom Ragnheiður Einarsdóttir með sjö stig og Katla Rún Garðarsdóttir með sex stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.