Fullir vasar Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Aron Can sendi á dögunum frá sér frábæra hljómplötu, Trúpíter. Reikna má með að hún verði ein vinsælasta plata ársins en frá því hún kom út fyrir þremur vikum hefur lögum hennar verið streymt 1,5 milljónum sinnum á Spotify. Þrátt fyrir vinsældir Arons er einungis hægt að nálgast plötuna stafrænt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, tónlistarútgáfa hér á landi er að miklu leyti bundin við stafræna dreifingu en það merkilega er hversu hratt netið hefur tekið yfir tónlistargeirann. Árið 2014 skilaði sala geisladiska tónlistarframleiðendum enn meiri tekjum en streymi og niðurhal. Nú snýst allt um Spotify, Apple og félaga og tekjurnar þar orðnar 80% meiri. Tekjur af streymi tónlistar jukust um 40% á heimsvísu í fyrra og hafa ríflega þrefaldast frá 2014. Þar er allur vöxturinn og áherslan í dreifingu tónlistar í dag. Snemma varð ljóst að arðsemi af streymi tónlistar yrði óásættanleg ef treysta ætti á auglýsingar og því hefur allt kapp verið lagt á að safna áskrifendum undanfarin misseri. Spotify er stærsti aðilinn á markaðinum, með um 75 milljónir áskrifenda, en 40 milljónir greiða Apple fyrir streymisþjónustu þeirra, sem sett var á fót árið 2015. Þrátt fyrir að gríðarlegur vöxtur sé í streymi tónlistar þýðir það ekki endilega að listamennirnir fái meira í sinn vasa. Einhverjir aurar skila sér fyrir hverja spilun en sú upphæð er misjöfn milli dreifingaraðila. Þannig eru um 8% tónlistarstreymis á YouTube, sem greiðir innan við fimmtung af því sem tónlistarfólk fær frá Spotify. Tidal (í eigu Jay Z) greiðir hins vegar ríflega þrefalt betur en Spotify, en það munar eflaust lítið um það þar sem markaðshlutdeild Tidal er einungis um hálft prósent. Samhliða vexti í streymi tónlistar og síauknu mikilvægi þess fyrir afkomu tónlistarfólks verður áhugavert að fylgjast með þróun greiðslna fyrir hvert streymi. Hvar mun jafnvægið liggja í áskriftartekjum og greiðslum til listamannanna?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Tónlist Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aron Can sendi á dögunum frá sér frábæra hljómplötu, Trúpíter. Reikna má með að hún verði ein vinsælasta plata ársins en frá því hún kom út fyrir þremur vikum hefur lögum hennar verið streymt 1,5 milljónum sinnum á Spotify. Þrátt fyrir vinsældir Arons er einungis hægt að nálgast plötuna stafrænt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, tónlistarútgáfa hér á landi er að miklu leyti bundin við stafræna dreifingu en það merkilega er hversu hratt netið hefur tekið yfir tónlistargeirann. Árið 2014 skilaði sala geisladiska tónlistarframleiðendum enn meiri tekjum en streymi og niðurhal. Nú snýst allt um Spotify, Apple og félaga og tekjurnar þar orðnar 80% meiri. Tekjur af streymi tónlistar jukust um 40% á heimsvísu í fyrra og hafa ríflega þrefaldast frá 2014. Þar er allur vöxturinn og áherslan í dreifingu tónlistar í dag. Snemma varð ljóst að arðsemi af streymi tónlistar yrði óásættanleg ef treysta ætti á auglýsingar og því hefur allt kapp verið lagt á að safna áskrifendum undanfarin misseri. Spotify er stærsti aðilinn á markaðinum, með um 75 milljónir áskrifenda, en 40 milljónir greiða Apple fyrir streymisþjónustu þeirra, sem sett var á fót árið 2015. Þrátt fyrir að gríðarlegur vöxtur sé í streymi tónlistar þýðir það ekki endilega að listamennirnir fái meira í sinn vasa. Einhverjir aurar skila sér fyrir hverja spilun en sú upphæð er misjöfn milli dreifingaraðila. Þannig eru um 8% tónlistarstreymis á YouTube, sem greiðir innan við fimmtung af því sem tónlistarfólk fær frá Spotify. Tidal (í eigu Jay Z) greiðir hins vegar ríflega þrefalt betur en Spotify, en það munar eflaust lítið um það þar sem markaðshlutdeild Tidal er einungis um hálft prósent. Samhliða vexti í streymi tónlistar og síauknu mikilvægi þess fyrir afkomu tónlistarfólks verður áhugavert að fylgjast með þróun greiðslna fyrir hvert streymi. Hvar mun jafnvægið liggja í áskriftartekjum og greiðslum til listamannanna?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar