Fráfærur Þorvaldur Gylfason skrifar 21. júní 2018 07:00 San Francisco – Það voru hátíðarstundir þegar okkur börnunum í Melaskóla var boðið á sal til að sýna okkur kvikmyndir. Þetta var löngu fyrir daga sjónvarpsins ef kanasjónvarpið sem upphófst 1951 er undan skilið. Hljóðið í sýningarvélinni á sal var einsog slitrótt glamur í sláttuvél svo hugur minn í myrkvuðum salnum flögraði sjálfkrafa norður á Stóra-Vatnsskarð í Skagafirði þar sem ég var öll sumur æsku minnar í sveit og við bræðurnir allir, löng sumur og sælurík. Okkur börnunum í Melaskóla voru einkum sýndar náttúrulífsmyndir, sumar eftir Ósvald Knudsen frænda minn og fleiri brautryðjendur íslenzkrar kvikmyndagerðar, og þjóðlífsmyndir. Þetta voru þau ár þegar Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason var á allra vörum, fyrsta leikna íslenzka kvikmyndin með frumsaminni tónlist eftir Jórunni Viðar, fyrsta íslenzka kvikmyndatónlistin.Um aldir alda Ein þessara kvikmynda úr Melaskólanum líður mér seint úr minni. Hún hét Fráfærur. Ósvaldur Knudsen tók hana á Kirkjubóli í Önundarfirði 1958, en þar mun einna síðast hafa verið fært frá, ekki 1942 eins og aðrar heimildir herma. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, síðar forseti Íslands, samdi textann við myndina og var þulur. Aldrei hafði ég heyrt sárari grát en í þessari mynd né heldur síðan. Ég furðaði mig á mannvonzkunni: Hvað átti það að þýða að kvelja lömbin svona með því að stía þeim frá mæðrum sínum? Magnea Hjálmarsdóttir, prýðilegur kennari minn öll barnaskólaárin, kunni svarið. Fólkið þurfti mjólkina, lömbin máttu víkja. Þau voru rekin á fjall fárra vikna gömul eða í haga fjarri mæðrum sínum og þurftu að sjá um sig sjálf. Ærnar voru hafðar heima og mjólkaðar kvölds og morgna. Þannig hafði þetta verið um aldir alda.Hvergi sína móður fann Hringinn í kringum landið grétum við börnin yfir þulunni sem foreldrar, afar og ömmur fóru með eða sungu fyrir okkur: Gimbill mælti og grét við stekkinn: „Nú er hún móðir mín mjólkuð heima því ber ég svangan um sumardag langan munn minn og maga á mosaþúfu.“ Gimbill eftir götu rann hvergi sína móður fann þá jarmaði hann Sigurbjörn Einarsson biskup lýsti vandanum vel níræður að aldri í samtali við Freystein Jóhannsson blaðamann í Morgunblaðinu 2001: „[þ]egar sagt var til aldurs míns í þá daga, var sagt: hann er fæddur um fráfærur. Það var merkistími og aldrei gleymist jarmurinn í lömbunum, þegar þau voru tekin frá mæðrum sínum En harmur lambanna gleymdist, þegar maður fékk sauðamjólkina og afurðir hennar. Ég man eftir ostunum hennar ömmu, sem hún raðaði upp í hillur í skemmunni. Þeir voru góðir.” Fráfærur lögðust smám saman af eftir heimsstyrjöldina fyrri m.a. vegna þess að þá hækkaði lambakjöt svo í verði að það borgaði sig betur fyrir bændur að leyfa lömbunum að sjúga ærnar frekar en að mjólka þær til manneldis.Í boði Bandaríkjastjórnar Því rifjast þetta nú upp að Trump Bandaríkjaforseti og menn hans hafa nú innleitt fráfærur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar hefur vopnuð lögregla undangengnar vikur stíað nærri 2000 börnum frá mæðrum sínum og heldur uppteknum hætti. Málið snýst um mæður sem nást þegar þær reyna í örvæntingu sinni að komast inn í Bandaríkin að sunnan með börnin sín með sér á flótta undan harðræði heima fyrir. Börnin eru tekin frá mæðrunum og geymd í búrum. Þeir sem hafa orðið vitni að þessum aðförum segjast sumir sjaldan eða aldrei hafa heyrt sárari grát. Þessi aðskilnaður mæðra og lítilla barna hefur í sumum tilvikum varað í marga mánuði og getur valdið börnunum varanlegum skaða. Forsetinn ver fráfærurnar með kjafti og klóm. Hann kallar flóttafólkið sem freistar gæfunnar við landmærin „skepnur“. „Þau gætu verið morðingjar og þjófar og margt fleira“, bætir forsetinn við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
San Francisco – Það voru hátíðarstundir þegar okkur börnunum í Melaskóla var boðið á sal til að sýna okkur kvikmyndir. Þetta var löngu fyrir daga sjónvarpsins ef kanasjónvarpið sem upphófst 1951 er undan skilið. Hljóðið í sýningarvélinni á sal var einsog slitrótt glamur í sláttuvél svo hugur minn í myrkvuðum salnum flögraði sjálfkrafa norður á Stóra-Vatnsskarð í Skagafirði þar sem ég var öll sumur æsku minnar í sveit og við bræðurnir allir, löng sumur og sælurík. Okkur börnunum í Melaskóla voru einkum sýndar náttúrulífsmyndir, sumar eftir Ósvald Knudsen frænda minn og fleiri brautryðjendur íslenzkrar kvikmyndagerðar, og þjóðlífsmyndir. Þetta voru þau ár þegar Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason var á allra vörum, fyrsta leikna íslenzka kvikmyndin með frumsaminni tónlist eftir Jórunni Viðar, fyrsta íslenzka kvikmyndatónlistin.Um aldir alda Ein þessara kvikmynda úr Melaskólanum líður mér seint úr minni. Hún hét Fráfærur. Ósvaldur Knudsen tók hana á Kirkjubóli í Önundarfirði 1958, en þar mun einna síðast hafa verið fært frá, ekki 1942 eins og aðrar heimildir herma. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, síðar forseti Íslands, samdi textann við myndina og var þulur. Aldrei hafði ég heyrt sárari grát en í þessari mynd né heldur síðan. Ég furðaði mig á mannvonzkunni: Hvað átti það að þýða að kvelja lömbin svona með því að stía þeim frá mæðrum sínum? Magnea Hjálmarsdóttir, prýðilegur kennari minn öll barnaskólaárin, kunni svarið. Fólkið þurfti mjólkina, lömbin máttu víkja. Þau voru rekin á fjall fárra vikna gömul eða í haga fjarri mæðrum sínum og þurftu að sjá um sig sjálf. Ærnar voru hafðar heima og mjólkaðar kvölds og morgna. Þannig hafði þetta verið um aldir alda.Hvergi sína móður fann Hringinn í kringum landið grétum við börnin yfir þulunni sem foreldrar, afar og ömmur fóru með eða sungu fyrir okkur: Gimbill mælti og grét við stekkinn: „Nú er hún móðir mín mjólkuð heima því ber ég svangan um sumardag langan munn minn og maga á mosaþúfu.“ Gimbill eftir götu rann hvergi sína móður fann þá jarmaði hann Sigurbjörn Einarsson biskup lýsti vandanum vel níræður að aldri í samtali við Freystein Jóhannsson blaðamann í Morgunblaðinu 2001: „[þ]egar sagt var til aldurs míns í þá daga, var sagt: hann er fæddur um fráfærur. Það var merkistími og aldrei gleymist jarmurinn í lömbunum, þegar þau voru tekin frá mæðrum sínum En harmur lambanna gleymdist, þegar maður fékk sauðamjólkina og afurðir hennar. Ég man eftir ostunum hennar ömmu, sem hún raðaði upp í hillur í skemmunni. Þeir voru góðir.” Fráfærur lögðust smám saman af eftir heimsstyrjöldina fyrri m.a. vegna þess að þá hækkaði lambakjöt svo í verði að það borgaði sig betur fyrir bændur að leyfa lömbunum að sjúga ærnar frekar en að mjólka þær til manneldis.Í boði Bandaríkjastjórnar Því rifjast þetta nú upp að Trump Bandaríkjaforseti og menn hans hafa nú innleitt fráfærur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar hefur vopnuð lögregla undangengnar vikur stíað nærri 2000 börnum frá mæðrum sínum og heldur uppteknum hætti. Málið snýst um mæður sem nást þegar þær reyna í örvæntingu sinni að komast inn í Bandaríkin að sunnan með börnin sín með sér á flótta undan harðræði heima fyrir. Börnin eru tekin frá mæðrunum og geymd í búrum. Þeir sem hafa orðið vitni að þessum aðförum segjast sumir sjaldan eða aldrei hafa heyrt sárari grát. Þessi aðskilnaður mæðra og lítilla barna hefur í sumum tilvikum varað í marga mánuði og getur valdið börnunum varanlegum skaða. Forsetinn ver fráfærurnar með kjafti og klóm. Hann kallar flóttafólkið sem freistar gæfunnar við landmærin „skepnur“. „Þau gætu verið morðingjar og þjófar og margt fleira“, bætir forsetinn við.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun