Upp með hausinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. júní 2018 11:00 Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar