Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 19:01 Harley-Davidson er einn þekktasti mótorhjólaframleiðandi heims. Vísir/EPA Mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson ætlar að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum vegna tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum hans. Tollarnir voru svar ESB við verndartollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutt ál og stál. Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25% tolls sem ESB hefur lagt á þau. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um fimm prósentustig í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið segist engu að síður ekki ætla að hækka verð til umboðsaðila þar sem það telur að slíkar verðhækkanir myndu valda skyndilegum og varanlegum skaða fyrir vörumerkið í Evrópu. Trump forseti vísaði til þjóðaröryggis þegar hann lagði verndartolla á evrópskt stál og ál. Tollunum er ennfremur ætlað að verja störf í Bandaríkjunum. Fram að þessu hafa tollarnir hins vegar haft þveröfug áhrif á starfsemi Harley-Davidson í Bandaríkjunum. Fyrir utan kostnaðinn af viðbrögðum ESB nú sögðu forsvarsmenn bifhjólaframleiðandans að tollarnir á innflutt stál og og ál myndu auka kostað um 15-20 milljónir dollara á þessu ári. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson ætlar að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum vegna tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum hans. Tollarnir voru svar ESB við verndartollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutt ál og stál. Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25% tolls sem ESB hefur lagt á þau. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um fimm prósentustig í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið segist engu að síður ekki ætla að hækka verð til umboðsaðila þar sem það telur að slíkar verðhækkanir myndu valda skyndilegum og varanlegum skaða fyrir vörumerkið í Evrópu. Trump forseti vísaði til þjóðaröryggis þegar hann lagði verndartolla á evrópskt stál og ál. Tollunum er ennfremur ætlað að verja störf í Bandaríkjunum. Fram að þessu hafa tollarnir hins vegar haft þveröfug áhrif á starfsemi Harley-Davidson í Bandaríkjunum. Fyrir utan kostnaðinn af viðbrögðum ESB nú sögðu forsvarsmenn bifhjólaframleiðandans að tollarnir á innflutt stál og og ál myndu auka kostað um 15-20 milljónir dollara á þessu ári.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira