Ávinningur barna af góðum samskiptum fráskilinna foreldra Dagný Rut Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2018 07:00 Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar