Ávinningur barna af góðum samskiptum fráskilinna foreldra Dagný Rut Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2018 07:00 Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun