Menntastefna Íslands til ársins 2030 Lilja Alfreðsdóttir skrifar 12. júní 2018 07:00 Menntakerfi gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni þjóða. Ísland er þar engin undantekning. Ég legg mikla áherslu á að menntakerfið okkar sé sem best í stakk búið til takast á við áskoranir framtíðar. Í því ljósi hef ég hrint af stað undirbúningsvinnu við gerð menntastefnu Íslands til ársins 2030. Til að bæta lífskjör enn frekar og auka útflutningstekjur landsins þarf að huga sérstaklega að verðmætasköpun byggðri á hugviti og verkþekkingu. Því er nauðsynlegt að efla menntakerfið. Menntakerfið þarf að skapa sterkan þekkingargrunn, vera sveigjanlegt og geta aðlagað sig tækniþróun á hverjum tíma. Að auki þarf það að veita menntun fyrir alla og þar með mæta mismunandi þörfum einstaklingsins. Skilgreind námsmarkmið þurfa að fylgja hverju hæfniþrepi menntunar og mælikvarðar til þess að meta árangurinn. Við viljum að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð þeirra landa sem við berum okkur saman við. Nú þegar eru ýmis verkefni í gangi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem tengjast þessari stefnumörkun. Unnið er að því að bæta umgjörð kennarastarfsins og auka nýliðun kennara. Einnig er verið að efla verk-, iðn- og starfsnám ásamt því að styrkja fullorðinsfræðslu. Verið er að styrkja umgjörð barna með annað móðurmál en íslensku. Fyrirhuguð er skýrari stefnumótun fyrir útgáfu námsgagna og endurskoðun námsmats. Það sem af er kjörtímabili hafa þegar verið stigin mikilvæg skref til þess að efla menntakerfið. Til að mynda hafa fjárframlög verið aukin verulega til bæði framhaldsskóla- og háskólastigsins, framfærslugrunnur námslána var hækkaður og vinna nýrrar verkefnastjórnar um endurskoðun á námslánakerfinu hefur gengið vel. Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 verður heildstæð nálgun á eflingu menntakerfisins og mótuð í samvinnu við lykilaðila. Ég er sannfærð um að sú vinna muni skila sér í öflugra samfélagi og betri lífskjörum fyrir þjóðina.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntakerfi gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni þjóða. Ísland er þar engin undantekning. Ég legg mikla áherslu á að menntakerfið okkar sé sem best í stakk búið til takast á við áskoranir framtíðar. Í því ljósi hef ég hrint af stað undirbúningsvinnu við gerð menntastefnu Íslands til ársins 2030. Til að bæta lífskjör enn frekar og auka útflutningstekjur landsins þarf að huga sérstaklega að verðmætasköpun byggðri á hugviti og verkþekkingu. Því er nauðsynlegt að efla menntakerfið. Menntakerfið þarf að skapa sterkan þekkingargrunn, vera sveigjanlegt og geta aðlagað sig tækniþróun á hverjum tíma. Að auki þarf það að veita menntun fyrir alla og þar með mæta mismunandi þörfum einstaklingsins. Skilgreind námsmarkmið þurfa að fylgja hverju hæfniþrepi menntunar og mælikvarðar til þess að meta árangurinn. Við viljum að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð þeirra landa sem við berum okkur saman við. Nú þegar eru ýmis verkefni í gangi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem tengjast þessari stefnumörkun. Unnið er að því að bæta umgjörð kennarastarfsins og auka nýliðun kennara. Einnig er verið að efla verk-, iðn- og starfsnám ásamt því að styrkja fullorðinsfræðslu. Verið er að styrkja umgjörð barna með annað móðurmál en íslensku. Fyrirhuguð er skýrari stefnumótun fyrir útgáfu námsgagna og endurskoðun námsmats. Það sem af er kjörtímabili hafa þegar verið stigin mikilvæg skref til þess að efla menntakerfið. Til að mynda hafa fjárframlög verið aukin verulega til bæði framhaldsskóla- og háskólastigsins, framfærslugrunnur námslána var hækkaður og vinna nýrrar verkefnastjórnar um endurskoðun á námslánakerfinu hefur gengið vel. Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 verður heildstæð nálgun á eflingu menntakerfisins og mótuð í samvinnu við lykilaðila. Ég er sannfærð um að sú vinna muni skila sér í öflugra samfélagi og betri lífskjörum fyrir þjóðina.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar