Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Bragi Þórðarson skrifar 13. júní 2018 06:00 Alonso í kappakstri helgarinnar. vísir/getty Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. Alonso vann heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 árin 2005 og 2006 með Renault. Síðan þá hefur spænski snillingurinn í rauninni alltaf verið réttur maður á röngum stað. Eftir titlana með Renault færði Fernando sig yfir til McLaren þar sem að hinn kornungi Lewis Hamilton stal algjörlega senunni. Spánverjinn ákvað því að snúa aftur til Renault árið eftir en ljóst var að bestu ár franska framleiðandans voru búin. Árið 2010 fékk Alonso tækifæri á að keyra fyrir sigursælasta lið allra tíma, Ferrari. Fernando eyddi bestu árum ferils sýns hjá Ferrari, en ítalski kappakstursrisinn var þó í gríðarlegri lægð á þessum árum. Landaði því Spánverjinn aðeins 11 sigrum á þeim fimm árum sem hann eyddi á Maranello. Árið 2015 snéri hann svo aftur til McLaren er breska liðið var nýbúið að gera spennandi samning við vélarframleiðandann Honda. Samstarfið reyndist algjörlega hræðilegt og vantaði vélunum bæði afl og áræðanleika. McLaren stóð þó alltaf fast á þeirri skoðun að þeirra bíll væri sá besti, vandamálið var bara vélin. Sú fullyrðing er þó greinilega röng þar sem liðið hefur lítið bætt sig þrátt fyrir að keyra með Renault vélar í ár. Alonso og McLaren eru því ennþá á svipuðum stað og fyrir ári síðan og eru því litlar líkur á að Fernando muni nokkurn tímann vinna annan kappakstur í Formúlu 1. Vélarbilunin hjá Spánverjanum í kanadíska kappakstrinum um helgina gæti hafa verið dropinn sem fyllti loksins mælinn. Alonso er nú þegar byrjaður að hugsa um aðra hluti en Formúlu 1 og keppti hann meðal annars í Indy 500 kappakstrinum á síðastliðnu ári. Í sumar er Fernando að keppa í þolakstri með Formúlunni og mun hann taka þátt í heimsfræga Le Mans kappakstrinum um næstu helgi. Það er því ljóst að Spánverjinn knái er þegar farinn að hugsa um hvað býður hans eftir að Formúlu ferlinum lýkur. Það er því bara spurning hvort að hinn 36 ára Alonso setji hanskana á hilluna í lok þessa árs eða reynir við eitt árið enn með McLaren. Formúla Tengdar fréttir Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. Alonso vann heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 árin 2005 og 2006 með Renault. Síðan þá hefur spænski snillingurinn í rauninni alltaf verið réttur maður á röngum stað. Eftir titlana með Renault færði Fernando sig yfir til McLaren þar sem að hinn kornungi Lewis Hamilton stal algjörlega senunni. Spánverjinn ákvað því að snúa aftur til Renault árið eftir en ljóst var að bestu ár franska framleiðandans voru búin. Árið 2010 fékk Alonso tækifæri á að keyra fyrir sigursælasta lið allra tíma, Ferrari. Fernando eyddi bestu árum ferils sýns hjá Ferrari, en ítalski kappakstursrisinn var þó í gríðarlegri lægð á þessum árum. Landaði því Spánverjinn aðeins 11 sigrum á þeim fimm árum sem hann eyddi á Maranello. Árið 2015 snéri hann svo aftur til McLaren er breska liðið var nýbúið að gera spennandi samning við vélarframleiðandann Honda. Samstarfið reyndist algjörlega hræðilegt og vantaði vélunum bæði afl og áræðanleika. McLaren stóð þó alltaf fast á þeirri skoðun að þeirra bíll væri sá besti, vandamálið var bara vélin. Sú fullyrðing er þó greinilega röng þar sem liðið hefur lítið bætt sig þrátt fyrir að keyra með Renault vélar í ár. Alonso og McLaren eru því ennþá á svipuðum stað og fyrir ári síðan og eru því litlar líkur á að Fernando muni nokkurn tímann vinna annan kappakstur í Formúlu 1. Vélarbilunin hjá Spánverjanum í kanadíska kappakstrinum um helgina gæti hafa verið dropinn sem fyllti loksins mælinn. Alonso er nú þegar byrjaður að hugsa um aðra hluti en Formúlu 1 og keppti hann meðal annars í Indy 500 kappakstrinum á síðastliðnu ári. Í sumar er Fernando að keppa í þolakstri með Formúlunni og mun hann taka þátt í heimsfræga Le Mans kappakstrinum um næstu helgi. Það er því ljóst að Spánverjinn knái er þegar farinn að hugsa um hvað býður hans eftir að Formúlu ferlinum lýkur. Það er því bara spurning hvort að hinn 36 ára Alonso setji hanskana á hilluna í lok þessa árs eða reynir við eitt árið enn með McLaren.
Formúla Tengdar fréttir Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. 12. júní 2018 06:00