Björgvin Páll: Með þennan stuðning á enginn séns í okkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 22:52 Björgvin Páll Gústavsson. vísir/anton Björgvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur í þriggja marka sigri Íslands á Litháum í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Laugardalshöll í kvöld. Honum leið að vonum vel í leikslok. „Ég gæti ekki verið glaðari. Þetta er það besta sem maður gerir á hverju ári, að koma liðinu á stórmót. Fyrir framan fulla stúku á svona mómenti þar sem allt snýst um fótbolta er náttúrulega sturlað,“ sagði Björgvin í leikslok. „Maður fattaði það ekki í janúar hvað það var geggjað að komast á svona mót. Við mætum virkilega góðum andstæðing sem að var mjög erfitt.“ Leikurinn í dag var erfiður og fékk liðið á sig óþarflega mörg auðveld mörk, þó það skrifist kannski ekki bara á markmanninn. „Jújú, þú mátt alveg kenna mér um. En það er hárrétt, þeir eru með virkilega hæfileikaríka menn fyrir utan. Miðjumaðurinn þeirra var okkur mjög erfiður. Hann er í heimsklassa, skemmtilegur handboltamaður sem henntar okkur mjög illa. Við erum á síðustu dropunum undir restina, þetta er orðið langt verkefni og erfitt á móti andstæðing sem menn keppast um að vanmeta í fjölmiðlum.“ „Við mætum þeim á mikilvægum mómentum fyrir þá, þeir voru niðurbrotnir því þeir ætluðu sér á HM. En það er virkilega erfitt að tapa fyrir okkur í Höllinni, ég held ég hafi aldrei tapað mótsleik hér og við byrjum ekki á því í dag.“ „Með þennan stuðning og svo hitnar Guðjón Valur, þá á ekkert lið séns í okkur.“ Íslenska liðið er orðinn fastagestur á stórmótum í handbolta en strákarnir þreytast aldrei á að fara þangað. „Það er heiður að fá að vera með á stórmótum. Alls ekki sjálfgefið. Við erum þakklátir fyrir það. Nú getum við farið að bóka flug til Rússlands og svo mæta allir í janúar með okkur til Þýskalands og Danmerkur.“ Talandi um Rússland, ætlar Bjöggi að eyða sumarfríinu þar? „Nei, ekki hjá mér. Nú er búinn að vera handbolti á heilanum í ár og loks komið að fótbolta. Tek einn dag í að hugsa um ekki neitt og svo kemur fótbolti frá og með næsta degi og ég fylgist með strákunum okkar í fótboltalandsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur í þriggja marka sigri Íslands á Litháum í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Laugardalshöll í kvöld. Honum leið að vonum vel í leikslok. „Ég gæti ekki verið glaðari. Þetta er það besta sem maður gerir á hverju ári, að koma liðinu á stórmót. Fyrir framan fulla stúku á svona mómenti þar sem allt snýst um fótbolta er náttúrulega sturlað,“ sagði Björgvin í leikslok. „Maður fattaði það ekki í janúar hvað það var geggjað að komast á svona mót. Við mætum virkilega góðum andstæðing sem að var mjög erfitt.“ Leikurinn í dag var erfiður og fékk liðið á sig óþarflega mörg auðveld mörk, þó það skrifist kannski ekki bara á markmanninn. „Jújú, þú mátt alveg kenna mér um. En það er hárrétt, þeir eru með virkilega hæfileikaríka menn fyrir utan. Miðjumaðurinn þeirra var okkur mjög erfiður. Hann er í heimsklassa, skemmtilegur handboltamaður sem henntar okkur mjög illa. Við erum á síðustu dropunum undir restina, þetta er orðið langt verkefni og erfitt á móti andstæðing sem menn keppast um að vanmeta í fjölmiðlum.“ „Við mætum þeim á mikilvægum mómentum fyrir þá, þeir voru niðurbrotnir því þeir ætluðu sér á HM. En það er virkilega erfitt að tapa fyrir okkur í Höllinni, ég held ég hafi aldrei tapað mótsleik hér og við byrjum ekki á því í dag.“ „Með þennan stuðning og svo hitnar Guðjón Valur, þá á ekkert lið séns í okkur.“ Íslenska liðið er orðinn fastagestur á stórmótum í handbolta en strákarnir þreytast aldrei á að fara þangað. „Það er heiður að fá að vera með á stórmótum. Alls ekki sjálfgefið. Við erum þakklátir fyrir það. Nú getum við farið að bóka flug til Rússlands og svo mæta allir í janúar með okkur til Þýskalands og Danmerkur.“ Talandi um Rússland, ætlar Bjöggi að eyða sumarfríinu þar? „Nei, ekki hjá mér. Nú er búinn að vera handbolti á heilanum í ár og loks komið að fótbolta. Tek einn dag í að hugsa um ekki neitt og svo kemur fótbolti frá og með næsta degi og ég fylgist með strákunum okkar í fótboltalandsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira