Fylgjum lögum um menntun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 14. júní 2018 10:45 Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar