Fylgjum lögum um menntun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 14. júní 2018 10:45 Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun