Formúla 1

Alonso vantar einn sigur í þrennuna

Bragi Þórðarson skrifar
Fernando Alonso.
Fernando Alonso. vísir/afp

Fernando Alonso ásamt liðsfélögum sínum stóð uppi sem sigurvegari í 24 tíma Le Mans kappakstrinum um helgina.

Alonso keppir fyrir Toyota í þolaksturskeppnum í ár ásamt því að keyra fyrir McLaren í Formúlu 1.

Liðsfélagar Spánverjans eru báðir fyrr um Formúlu 1 ökumenn, þeir Sebastian Buemi og Kazuki Nakajima. Þetta var fyrsti sigur Toyota í Le Mans þrátt fyrir margar tilraunir síðastliðin ár.

Hin fullkomna þrenna í kappakstri er að ná að vinna Mónakó, Le Mans og Indy 500.
Þessu hefur aðeins einum ökuþór tekist í sögu bílaíþrótta í heiminum og var það Graham Hill sem gerði það fyrir um 50 árum síðan.

Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans. Spánverjinn reyndi við Indy 500 í fyrra en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar.

Það er því talið líklegt að Fernando hætti í Formúlu 1 eftir þetta tímabil og fari að einbeita sér að Indy Car mótinu í Bandaríkjunum til að fullkomna þrennuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.