Heiðskírt í vestfirskri umræðu Daníel Jakobsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun