Stendur ríkisstjórnin við stóru orðin? Sólveig María Árnadóttir skrifar 2. júní 2018 17:38 Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar