Áfram Ísland Benedikt Bóas skrifar 7. júní 2018 07:00 Rúmlega 2.000 miðar voru óseldir á síðasta leik Íslands áður en drengirnir okkar fara á Heimsmeistaramótið þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki nógu gott. Það er fátt skemmtilegra en að fara á völlinn, hvað þá á landsleiki. Miðaverð er auðvitað mjög hátt. Það er verið að verðleggja marga út af þessari skemmtun. Góð sæti kosta 7.500 krónur en þau lélegustu 3.500. Í ljósi umræðunnar um nýjan þjóðarleikvang er auðvitað hálf bagalegt fyrir alla sem standa að því verkefni að það sé ekki mikill áhugi á að koma á völlinn. Það á jú að byggja 20 þúsund manna völl og er gert er ráð fyrir að það sé alltaf uppselt. Það skrýtnasta í þeirri umræðu er að nefndir eftir nefndir, og bara nefndu það, komust að þeirri niðurstöðu að tvær niðurstöður væru bestar. Ekki fleiri og ekki færri. Það finnst mér skrýtið. Enda hefði ég haldið að það væri hægt að koma með svona 10 hugmyndir að nýjum velli, stórum og smáum. Ísland þarf samt nýjan völl og nýjan leikvang. En hann þarf ekki að taka 20 þúsund manns. Hann þarf bara að rúma 10-12 þúsund manns. Það er ljóst að KSÍ, ríkið og Reykjavíkurborg hafa ekki átt mörg samtöl við aðra en ráðgjafafyrirtækið Lagardère Sports og ætla að treysta því í einu og öllu. Skýrsla KPMG um nýjan völl bendir þó á að Lagardère Sports gæti haft mikilla hagsmuna að gæta verði verkefnið að veruleika sem kalli á skynsamlega rýni helstu hagsmunaaðila í ráðleggingar fyrirtækisins. Það eitt segir mér að það var ekki staðið nógu vel að þessu. Það vantar meiri fagmennsku enda á þessi nýi völlur að kosta marga milljarða. Það má ekki bara leika sér og ég kalla eftir meiri fagmennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Rúmlega 2.000 miðar voru óseldir á síðasta leik Íslands áður en drengirnir okkar fara á Heimsmeistaramótið þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki nógu gott. Það er fátt skemmtilegra en að fara á völlinn, hvað þá á landsleiki. Miðaverð er auðvitað mjög hátt. Það er verið að verðleggja marga út af þessari skemmtun. Góð sæti kosta 7.500 krónur en þau lélegustu 3.500. Í ljósi umræðunnar um nýjan þjóðarleikvang er auðvitað hálf bagalegt fyrir alla sem standa að því verkefni að það sé ekki mikill áhugi á að koma á völlinn. Það á jú að byggja 20 þúsund manna völl og er gert er ráð fyrir að það sé alltaf uppselt. Það skrýtnasta í þeirri umræðu er að nefndir eftir nefndir, og bara nefndu það, komust að þeirri niðurstöðu að tvær niðurstöður væru bestar. Ekki fleiri og ekki færri. Það finnst mér skrýtið. Enda hefði ég haldið að það væri hægt að koma með svona 10 hugmyndir að nýjum velli, stórum og smáum. Ísland þarf samt nýjan völl og nýjan leikvang. En hann þarf ekki að taka 20 þúsund manns. Hann þarf bara að rúma 10-12 þúsund manns. Það er ljóst að KSÍ, ríkið og Reykjavíkurborg hafa ekki átt mörg samtöl við aðra en ráðgjafafyrirtækið Lagardère Sports og ætla að treysta því í einu og öllu. Skýrsla KPMG um nýjan völl bendir þó á að Lagardère Sports gæti haft mikilla hagsmuna að gæta verði verkefnið að veruleika sem kalli á skynsamlega rýni helstu hagsmunaaðila í ráðleggingar fyrirtækisins. Það eitt segir mér að það var ekki staðið nógu vel að þessu. Það vantar meiri fagmennsku enda á þessi nýi völlur að kosta marga milljarða. Það má ekki bara leika sér og ég kalla eftir meiri fagmennsku.
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar