Hæstiréttur og prentfrelsið Þorvaldur Gylfason skrifar 31. maí 2018 07:00 Í ritgerð sinni „Prentfrelsi og nafnleynd“ í Úlfljóti 1969 lýsir Ólafur Jóhannesson, lagaprófessor og síðar forsætisráðherra, þeirri skoðun að blaðamenn og heimildarmenn þeirra njóti nafnleyndar að lögum. Nöfn heimildarmanna eru vernduð á þeirri forsendu að tjáningarfrelsi blaðamanna væri einskis virði án nafnleyndar eða nafnleyndarskyldu. Um ritfrelsi blaðamanna segir Ólafur: „Sé prentfrelsi ... takmarkað er lýðræðið í hættu. Prentfrelsi má því með réttu kallast einn af hyrningarsteinum stjórnfrjálsra þjóðfélaga.„Góð blöð eiga að leita sannleikans“ Ólafur Jóhannesson minnir á að í Svíþjóð njóti prentréttarlöggjöf verndar í stjórnarskrá. Á Íslandi sé þetta hins vegar undir almennri löggjöf komið en fyrst og fremst prentlögum og meiðyrðalöggjöf. Almenna reglan hér heima virðist vera sú að höfundi prentaðs máls (eða ónefndum heimildarmanni) sé óskylt að nafngreina sig. „Blöð gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðislandi“, segir Ólafur í grein sinni. „Þau eiga að vera frjálsir fréttamiðlar, halda uppi gagnrýni á því, sem miður fer í þjóðfélaginu, og veita stjórnvöldum og öðrum forráðamönnum aðhald. Góð blöð eiga að leita sannleikans og segja hann, þegar við á, hver sem á í hlut. Ólafur heldur áfram: „Nafnleyndarréttur á ekki aðeins að taka til greina sem ritaðar eru í blað, heldur og til þeirra heimildarmanna blaðamanna, er gefa þeim munnlegar upplýsingar. Hér á ekki aðeins að vera um rétt að ræða heldur og skyldu til leyndar.“ (bls. 309322).„Birta er bezta sótthreinsunarlyfið“ Frjáls fjölmiðlun hvílir á trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Þetta samband tryggir m.a. tjáningarfrelsið. Þess vegna kveður nýja stjórnarskráin sem Alþingi á enn eftir að staðfesta á um vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara í stjórnarskrá. Orðið „uppljóstrari“ kemur fyrst fyrir í Klausturpóstinum á ofanverðri 19. öld og er nú notað um þá sem afhjúpa óheiðarlega eða ólöglega háttsemi. Orðið rataði inn í frumvarpið skv. ábendingu frá sérfræðingi sem benti á að slæleg vernd uppljóstrara leiddi iðulega til óheilbrigðrar leyndar um ýmis mikilvæg þjóðmál. Bandaríski hæstaréttardómarinn Louis Brandeis 1916-1939 orðaði sömu hugsun vel: „Birta … er bezta sótthreinsunarlyfið.“ Réttur blaðamanna til að leyna heimildum sínum og heimildarmönnum er annars eðlis en þagnarskylda lækna og bankastarfsmanna. Þagnarskylda læknis og bankastarfsmanns er skylda til að deila ekki með öðrum – jafnvel fyrir rétti – upplýsingum sem þeir hafa komizt að um einstaklinga í starfi sínu. Hlutverk blaðamanns er þvert á móti að greina frá því sem hann veit. Leyndin sem lögin krefjast handa blaðamanninum og þarfnast verndar nær ekki til upplýsinganna sem blaðamaðurinn hefur aflað, heldur aðeins til uppruna þessara upplýsinga, þ.e. til heimildarmanns. Þessi greinarmunur er grundvallaratriði. Með lögum þarf að útfæra hvenær réttlætanlegt sé að aflétta nafnleynd en henni skyldi aldrei aflétt nema í tengslum við rannsókn alvarlegustu sakamála. Að öllu jöfnu myndu ríkir einkahagsmunir ekki geta réttlætt það að nafnleynd væri aflétt skv. undanþáguheimild í stjórnarskrá. Þegar stjórnarskráin hefur hlotið staðfestingu þarf að endurskoða lög til að torvelda málsóknir á hendur blaðamönnum.Hvergi nema á Íslandi Pentagon-skjölin sem Daniel Ellsberg hagfræðingur lak til bandarískra fjölmiðla 1971 afhjúpuðu lygar stjórnvalda um gang stríðsins í Víetnam og vöktu almenna hneykslan. Forsetinn og menn hans vissu að stríðið var tapað en sendu unga menn samt áfram út í opinn dauðann. Ríkisstjórnin höfðaði mál gegn New York Times og Washington Post og krafðist lögbanns gegn birtingu skjalanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði snör handtök og staðfesti lagalegan rétt beggja blaða til að birta skjölin aðeins tveim vikum eftir að fyrsti hluti skjalanna var birtur. Við héldum prentfrelsinu í gíslingu 15 dögum of lengi, sagði Hugo Black hæstaréttardómari og bætti við:„Með prentfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar veittu höfundar hennar frjálsum fjölmiðlum þá vernd sem þeir verða að njóta til að rækja grundvallarhlutverk sitt í lýðræðisskipan okkar. Fjölmiðlum var ætlað að þjóna fólkinu, ekki stjórnvöldum. Vald ríkisins til að ritskoða fjölmiðla var afnumið til að tryggja þeim varanlegt frelsi til að gagnrýna stjórnvöld. Fjölmiðlum var veitt vernd svo þeir gætu afhjúpað leyndarmál stjórnvalda og upplýst fólkið. Aðeins frjálsir og óheftir fjölmiðlar eru þess megnugir að afhjúpa blekkingar stjórnvalda.“ [Mín þýðing, ÞG.] Skömmu fyrir þingkosningarnar 2017 fengu bankamenn framgengt lögbanni gegn Stundinni sem hafði birt upplýsingar úr leknum gögnum um meint innherjaviðskipti formanns Sjálfstæðisflokksins í hruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði 2. febrúar s.l. öllum kröfum Glitnis HoldCo í málinu og hafði þá haldið prentfrelsinu í gíslingu frá því um miðjan október. Og nú hefur Hæstiréttur tekið sér marga mánuði enn til að fjalla um málið. Afstaða sumra hæstaréttardómara til prentfrelsis ætti þó varla að koma neinum á óvart enda hefur einn dómarinn nýlega höfðað meiðyrðamál gegn fv. dómara í réttinum. Hvar annars staðar skyldu hæstaréttardómarar standa í málaferlum hver við annan? Hvergi á byggðu bóli – nema á Íslandi. Ég held ég viti hvað Ólafi Jóhannessyni hefði fundizt um þessa dómara o.fl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í ritgerð sinni „Prentfrelsi og nafnleynd“ í Úlfljóti 1969 lýsir Ólafur Jóhannesson, lagaprófessor og síðar forsætisráðherra, þeirri skoðun að blaðamenn og heimildarmenn þeirra njóti nafnleyndar að lögum. Nöfn heimildarmanna eru vernduð á þeirri forsendu að tjáningarfrelsi blaðamanna væri einskis virði án nafnleyndar eða nafnleyndarskyldu. Um ritfrelsi blaðamanna segir Ólafur: „Sé prentfrelsi ... takmarkað er lýðræðið í hættu. Prentfrelsi má því með réttu kallast einn af hyrningarsteinum stjórnfrjálsra þjóðfélaga.„Góð blöð eiga að leita sannleikans“ Ólafur Jóhannesson minnir á að í Svíþjóð njóti prentréttarlöggjöf verndar í stjórnarskrá. Á Íslandi sé þetta hins vegar undir almennri löggjöf komið en fyrst og fremst prentlögum og meiðyrðalöggjöf. Almenna reglan hér heima virðist vera sú að höfundi prentaðs máls (eða ónefndum heimildarmanni) sé óskylt að nafngreina sig. „Blöð gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðislandi“, segir Ólafur í grein sinni. „Þau eiga að vera frjálsir fréttamiðlar, halda uppi gagnrýni á því, sem miður fer í þjóðfélaginu, og veita stjórnvöldum og öðrum forráðamönnum aðhald. Góð blöð eiga að leita sannleikans og segja hann, þegar við á, hver sem á í hlut. Ólafur heldur áfram: „Nafnleyndarréttur á ekki aðeins að taka til greina sem ritaðar eru í blað, heldur og til þeirra heimildarmanna blaðamanna, er gefa þeim munnlegar upplýsingar. Hér á ekki aðeins að vera um rétt að ræða heldur og skyldu til leyndar.“ (bls. 309322).„Birta er bezta sótthreinsunarlyfið“ Frjáls fjölmiðlun hvílir á trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Þetta samband tryggir m.a. tjáningarfrelsið. Þess vegna kveður nýja stjórnarskráin sem Alþingi á enn eftir að staðfesta á um vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara í stjórnarskrá. Orðið „uppljóstrari“ kemur fyrst fyrir í Klausturpóstinum á ofanverðri 19. öld og er nú notað um þá sem afhjúpa óheiðarlega eða ólöglega háttsemi. Orðið rataði inn í frumvarpið skv. ábendingu frá sérfræðingi sem benti á að slæleg vernd uppljóstrara leiddi iðulega til óheilbrigðrar leyndar um ýmis mikilvæg þjóðmál. Bandaríski hæstaréttardómarinn Louis Brandeis 1916-1939 orðaði sömu hugsun vel: „Birta … er bezta sótthreinsunarlyfið.“ Réttur blaðamanna til að leyna heimildum sínum og heimildarmönnum er annars eðlis en þagnarskylda lækna og bankastarfsmanna. Þagnarskylda læknis og bankastarfsmanns er skylda til að deila ekki með öðrum – jafnvel fyrir rétti – upplýsingum sem þeir hafa komizt að um einstaklinga í starfi sínu. Hlutverk blaðamanns er þvert á móti að greina frá því sem hann veit. Leyndin sem lögin krefjast handa blaðamanninum og þarfnast verndar nær ekki til upplýsinganna sem blaðamaðurinn hefur aflað, heldur aðeins til uppruna þessara upplýsinga, þ.e. til heimildarmanns. Þessi greinarmunur er grundvallaratriði. Með lögum þarf að útfæra hvenær réttlætanlegt sé að aflétta nafnleynd en henni skyldi aldrei aflétt nema í tengslum við rannsókn alvarlegustu sakamála. Að öllu jöfnu myndu ríkir einkahagsmunir ekki geta réttlætt það að nafnleynd væri aflétt skv. undanþáguheimild í stjórnarskrá. Þegar stjórnarskráin hefur hlotið staðfestingu þarf að endurskoða lög til að torvelda málsóknir á hendur blaðamönnum.Hvergi nema á Íslandi Pentagon-skjölin sem Daniel Ellsberg hagfræðingur lak til bandarískra fjölmiðla 1971 afhjúpuðu lygar stjórnvalda um gang stríðsins í Víetnam og vöktu almenna hneykslan. Forsetinn og menn hans vissu að stríðið var tapað en sendu unga menn samt áfram út í opinn dauðann. Ríkisstjórnin höfðaði mál gegn New York Times og Washington Post og krafðist lögbanns gegn birtingu skjalanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði snör handtök og staðfesti lagalegan rétt beggja blaða til að birta skjölin aðeins tveim vikum eftir að fyrsti hluti skjalanna var birtur. Við héldum prentfrelsinu í gíslingu 15 dögum of lengi, sagði Hugo Black hæstaréttardómari og bætti við:„Með prentfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar veittu höfundar hennar frjálsum fjölmiðlum þá vernd sem þeir verða að njóta til að rækja grundvallarhlutverk sitt í lýðræðisskipan okkar. Fjölmiðlum var ætlað að þjóna fólkinu, ekki stjórnvöldum. Vald ríkisins til að ritskoða fjölmiðla var afnumið til að tryggja þeim varanlegt frelsi til að gagnrýna stjórnvöld. Fjölmiðlum var veitt vernd svo þeir gætu afhjúpað leyndarmál stjórnvalda og upplýst fólkið. Aðeins frjálsir og óheftir fjölmiðlar eru þess megnugir að afhjúpa blekkingar stjórnvalda.“ [Mín þýðing, ÞG.] Skömmu fyrir þingkosningarnar 2017 fengu bankamenn framgengt lögbanni gegn Stundinni sem hafði birt upplýsingar úr leknum gögnum um meint innherjaviðskipti formanns Sjálfstæðisflokksins í hruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði 2. febrúar s.l. öllum kröfum Glitnis HoldCo í málinu og hafði þá haldið prentfrelsinu í gíslingu frá því um miðjan október. Og nú hefur Hæstiréttur tekið sér marga mánuði enn til að fjalla um málið. Afstaða sumra hæstaréttardómara til prentfrelsis ætti þó varla að koma neinum á óvart enda hefur einn dómarinn nýlega höfðað meiðyrðamál gegn fv. dómara í réttinum. Hvar annars staðar skyldu hæstaréttardómarar standa í málaferlum hver við annan? Hvergi á byggðu bóli – nema á Íslandi. Ég held ég viti hvað Ólafi Jóhannessyni hefði fundizt um þessa dómara o.fl.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun