Versta kynslóðin Helga María Guðmundsdóttir skrifar 21. maí 2018 10:40 Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar