Réttur til að lifa með reisn Karl Berndsen skrifar 22. maí 2018 09:15 Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar