Ferðaþjónusta á tímamótum Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm og Jakob S. Jónsson skrifar 22. maí 2018 12:00 Reykjavík – ferðaþjónusta í sátt við íbúa og umhverfi Ferðaþjónustan stendur á tímamótum og það skiptir máli hvaða stefna verður tekin af borgaryfirvöldum og borgarbúum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. Ferðaþjónustan bjargaði okkur algerlega eftir hrun, og við verðum að tryggja að þessi mikilvæga atvinnugrein geti blómstrað áfram. Mikilvægt er að borgaryfirvöld eigi frumkvæði að því að móta stefnuna í raunverulegri samvinnu við borgarbúa.Reykvíkingar njóti vafans Reykjavík er segull í ferðaþjónustu, enda koma þar við til lengri eða skemmri tíma nær allir ferðamenn sem á annað borð koma til landsins. Reykjavík er því ekki aðeins áfangastaður heldur einnig viðkomustaður; hvort tveggja verður að hafa í huga þegar mótuð er stefna í ferðaþjónustu fyrir borgina. En Reykjavík er líka heimabyggð og menning borgarinnar, þ.e. mannlíf hennar, íbúarnir eru „auðlind“ í ferðaþjónustu. Íbúarnir eru hin iðandi kös fjölbreytileikans, sögunnar og menningarinnar sem fanga auga og aðdáun hinna erlendu gesta. Ferðaþjónustan getur aldrei þrifist í ósætti við íbúa. Skynsamleg stefna í málefnum ferðaþjónustunnar tekur mið af þessu. Aðgerða er þörf víða, til dæmis verður að herða eftirlit með heimagistingu á vegum Airbnb.Það skiptir höfuðmáli að öll uppbygging innviða fyrir ferðaþjónustu gerist í sátt og samlyndi við íbúa borgarinnar og umhverfi hennar. Flestir ferðamenn koma til Íslands til að njóta náttúrunnar. Hér hefur Reykjavík upp á gríðarmikið að bjóða. Það verður að gæta þess að borgin í heild og einstök svæði innan hennar hljóti ekki þau örlög að spillast af ofnýtingu eða aðgæsluleysi. Við eigum t.d. tafarlaust að friðlýsa lundabyggðina í Akurey, og borgin á að stofna borgarfriðland sem teygir sig sig frá heiðum út á sundin, fjölga upplýsingaskiltum og vinna með leiðsögumönnum að því að fræða ferðamenn um umgengni við íslenska náttúru. Íbúar borgarinnar og náttúra hennar á að njóta vafans þegar þolmörk eru skilgreind.Samvinna við ferðaþjónustuna Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á að leiðsögumenn auki þekkingu sína á borginni. Borgarsöfnin geta t.d. skipulagt námskeið fyrir leiðsögumenn í samvinnu við ferðaþjónustuna um menningu og sögu borgarinnar, vistkerfi hennar og náttúru. Leiðsögn um borgina á að vera hluti af þeirri starfsemi borgarinnar sem miðlar sögu hennar og túlkar hana útfrá sjónarhóli borgarbúa, náttúru hennar og vistkerfi. Reykjavík á að vera mannvæn borg sem gott er að búa í og heimsækja. Markviss stefna í málefnum ferðaþjónustu auðgar borgina og gerir hana mannvænlegri. Reykjavík á að vera áfangastaður fyrir alla - Ferðaþjónusta í sátt við borgarbúa og náttúru!Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm. Höfundur er flugfreyja og leikkona, og skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar.Jakob S. Jónsson. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 29 sæti á framboðslista VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Kosningar 2018 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – ferðaþjónusta í sátt við íbúa og umhverfi Ferðaþjónustan stendur á tímamótum og það skiptir máli hvaða stefna verður tekin af borgaryfirvöldum og borgarbúum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. Ferðaþjónustan bjargaði okkur algerlega eftir hrun, og við verðum að tryggja að þessi mikilvæga atvinnugrein geti blómstrað áfram. Mikilvægt er að borgaryfirvöld eigi frumkvæði að því að móta stefnuna í raunverulegri samvinnu við borgarbúa.Reykvíkingar njóti vafans Reykjavík er segull í ferðaþjónustu, enda koma þar við til lengri eða skemmri tíma nær allir ferðamenn sem á annað borð koma til landsins. Reykjavík er því ekki aðeins áfangastaður heldur einnig viðkomustaður; hvort tveggja verður að hafa í huga þegar mótuð er stefna í ferðaþjónustu fyrir borgina. En Reykjavík er líka heimabyggð og menning borgarinnar, þ.e. mannlíf hennar, íbúarnir eru „auðlind“ í ferðaþjónustu. Íbúarnir eru hin iðandi kös fjölbreytileikans, sögunnar og menningarinnar sem fanga auga og aðdáun hinna erlendu gesta. Ferðaþjónustan getur aldrei þrifist í ósætti við íbúa. Skynsamleg stefna í málefnum ferðaþjónustunnar tekur mið af þessu. Aðgerða er þörf víða, til dæmis verður að herða eftirlit með heimagistingu á vegum Airbnb.Það skiptir höfuðmáli að öll uppbygging innviða fyrir ferðaþjónustu gerist í sátt og samlyndi við íbúa borgarinnar og umhverfi hennar. Flestir ferðamenn koma til Íslands til að njóta náttúrunnar. Hér hefur Reykjavík upp á gríðarmikið að bjóða. Það verður að gæta þess að borgin í heild og einstök svæði innan hennar hljóti ekki þau örlög að spillast af ofnýtingu eða aðgæsluleysi. Við eigum t.d. tafarlaust að friðlýsa lundabyggðina í Akurey, og borgin á að stofna borgarfriðland sem teygir sig sig frá heiðum út á sundin, fjölga upplýsingaskiltum og vinna með leiðsögumönnum að því að fræða ferðamenn um umgengni við íslenska náttúru. Íbúar borgarinnar og náttúra hennar á að njóta vafans þegar þolmörk eru skilgreind.Samvinna við ferðaþjónustuna Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á að leiðsögumenn auki þekkingu sína á borginni. Borgarsöfnin geta t.d. skipulagt námskeið fyrir leiðsögumenn í samvinnu við ferðaþjónustuna um menningu og sögu borgarinnar, vistkerfi hennar og náttúru. Leiðsögn um borgina á að vera hluti af þeirri starfsemi borgarinnar sem miðlar sögu hennar og túlkar hana útfrá sjónarhóli borgarbúa, náttúru hennar og vistkerfi. Reykjavík á að vera mannvæn borg sem gott er að búa í og heimsækja. Markviss stefna í málefnum ferðaþjónustu auðgar borgina og gerir hana mannvænlegri. Reykjavík á að vera áfangastaður fyrir alla - Ferðaþjónusta í sátt við borgarbúa og náttúru!Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm. Höfundur er flugfreyja og leikkona, og skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar.Jakob S. Jónsson. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 29 sæti á framboðslista VG.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar