Menntamál – ekki bara á tyllidögum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Í áratugi hefur umræða um mikilvægi menntunar verið fyrirferðarmikil í hátíðarræðum stjórnmálamanna. Þegar niður úr pontu er stigið eru orðin gleymd og efndir litlar. Þetta er gömul saga og ný sem skólafólk þekkir. Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir nær tíu árum var víðast hvar skorið niður fé til skóla. Í Kópavogi var skorið niður um tugi milljóna og á það bentum við hjá Vinstri grænum fyrir kosningarnar árið 2014. Þrátt fyrir betri efnahagsstöðu síðustu misserin hefur þeim fjármunum ekki verið skilað til baka. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs er búinn að núllstilla og gleyma. Börn líða fyrir að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga rétt á og þarfnast til að byggja upp sterka sjálfsmynd og menntast á eigin forsendum. Kennurum eru sífellt falin aukin verkefni og álagið eykst. Ef áfram heldur sem horfir munu brátt vera fáir menntaðir kennarar í leikskólum bæjarins og grunnskólar gætu farið að standa frammi fyrir kennaraskorti.Loforðasamkeppni Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar keppast frambjóðendur við að yfirbjóða hver annan og málefni leik- og grunnskóla eru fyrirferðarmikil í loforðaflauminum. Í þessu sambandi vil ég minna á að þetta eru gjarnan sömu framboðin og hafa verið við völd í sveitarfélögunum, jafnvel í áratugi, án þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar þeirra. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem birtist í málgagni hans Vogum, flokka þeir fyrsta skólastigið, leikskólann, til umönnunar en ekki menntunar og tala um dagMÆÐUR en ekki dagforeldra. Sjálfstæðisflokkurinn situr eftir í fortíðinni og virðist ekki vita að leikskólar eru menntastofnanir og leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fulltrúi annars framboðs í Kópavogi hefur komið með tillögu um aukið eftirlit með fjarvistum kennara í grunnskólum. Traustinu til stéttarinnar, virðingu og þekkingu á málefninu er ekki fyrir að fara hjá þessum aðilum. Ég starfaði sem grunnskólakennari í Kópavogi í meira en 20 ár og hef unnið náið með leikskólakennurum undanfarin ár. Starfsfólk þessara stofnana vinnur mikilvægustu störf sveitarfélaganna, en býr við bág kjör, mikið álag og slæmar vinnuaðstæður. Þetta starfsfólk er undirstaða velferðar hvers sveitarfélags og menntunar barnanna okkar. Alla daga, ekki bara tyllidaga. Vinstri græn í Kópavogi ætla að forgangsraða í þágu barna og fjölskyldna þeirra og okkur er alvara. Við viljum samvinnu við kennara og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, því þeir eru sérfræðingarnir. Gera þarf stórátak í að fjölga starfsfólki leikskóla, ekki síst leikskólakennurum og styrkja grunnskólann með auknum stuðningi við kennara og nemendur. Bæta þarf starfsaðstæður og launakjör, bæði í leik- og grunnskólum. Þetta þolir enga bið. Við hjá Vinstri grænum vitum að samfélag sem býr vel að börnum og forgangsraðar í þágu menntunar er gott samfélag. Við vitum líka að skólakerfið er hornsteinn menntunar og félagslegra framfara.Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur umræða um mikilvægi menntunar verið fyrirferðarmikil í hátíðarræðum stjórnmálamanna. Þegar niður úr pontu er stigið eru orðin gleymd og efndir litlar. Þetta er gömul saga og ný sem skólafólk þekkir. Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir nær tíu árum var víðast hvar skorið niður fé til skóla. Í Kópavogi var skorið niður um tugi milljóna og á það bentum við hjá Vinstri grænum fyrir kosningarnar árið 2014. Þrátt fyrir betri efnahagsstöðu síðustu misserin hefur þeim fjármunum ekki verið skilað til baka. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs er búinn að núllstilla og gleyma. Börn líða fyrir að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga rétt á og þarfnast til að byggja upp sterka sjálfsmynd og menntast á eigin forsendum. Kennurum eru sífellt falin aukin verkefni og álagið eykst. Ef áfram heldur sem horfir munu brátt vera fáir menntaðir kennarar í leikskólum bæjarins og grunnskólar gætu farið að standa frammi fyrir kennaraskorti.Loforðasamkeppni Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar keppast frambjóðendur við að yfirbjóða hver annan og málefni leik- og grunnskóla eru fyrirferðarmikil í loforðaflauminum. Í þessu sambandi vil ég minna á að þetta eru gjarnan sömu framboðin og hafa verið við völd í sveitarfélögunum, jafnvel í áratugi, án þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar þeirra. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem birtist í málgagni hans Vogum, flokka þeir fyrsta skólastigið, leikskólann, til umönnunar en ekki menntunar og tala um dagMÆÐUR en ekki dagforeldra. Sjálfstæðisflokkurinn situr eftir í fortíðinni og virðist ekki vita að leikskólar eru menntastofnanir og leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fulltrúi annars framboðs í Kópavogi hefur komið með tillögu um aukið eftirlit með fjarvistum kennara í grunnskólum. Traustinu til stéttarinnar, virðingu og þekkingu á málefninu er ekki fyrir að fara hjá þessum aðilum. Ég starfaði sem grunnskólakennari í Kópavogi í meira en 20 ár og hef unnið náið með leikskólakennurum undanfarin ár. Starfsfólk þessara stofnana vinnur mikilvægustu störf sveitarfélaganna, en býr við bág kjör, mikið álag og slæmar vinnuaðstæður. Þetta starfsfólk er undirstaða velferðar hvers sveitarfélags og menntunar barnanna okkar. Alla daga, ekki bara tyllidaga. Vinstri græn í Kópavogi ætla að forgangsraða í þágu barna og fjölskyldna þeirra og okkur er alvara. Við viljum samvinnu við kennara og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, því þeir eru sérfræðingarnir. Gera þarf stórátak í að fjölga starfsfólki leikskóla, ekki síst leikskólakennurum og styrkja grunnskólann með auknum stuðningi við kennara og nemendur. Bæta þarf starfsaðstæður og launakjör, bæði í leik- og grunnskólum. Þetta þolir enga bið. Við hjá Vinstri grænum vitum að samfélag sem býr vel að börnum og forgangsraðar í þágu menntunar er gott samfélag. Við vitum líka að skólakerfið er hornsteinn menntunar og félagslegra framfara.Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Kópavogi
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun