Skrattinn í ferðaþjónustunni Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar