Dagvistunarmál – byrjum á réttum enda! Rannveig Ernudóttir skrifar 25. maí 2018 08:30 Áttu ungt barn eða áttu von á einu slíku? Ertu búinn að sjá til þess að það fái dagvistun eftir að fæðingarorlofi lýkur? Það má líklega gera ráð fyrir að þú sért á hvolfi að reyna redda því enda er alvarlegur skortur á slíkum plássum. Við vitum öll að dagvistunarmálin eru í upplausn og nú keppast öll framboðin við að segja foreldrum að þau séu með lausnina. Eins og að tryggja börnum leikskólapláss frá 12-18 mánaða aldri, sem er ekki nýtt loforð. Við vitum vel af hverju það er skortur á leikskólaplássi, það er skortur á starfsfólki. Hér á landi er rekin láglaunastefna í umönnunarstörfum sem er auðvitað til skammar fyrir allt samfélagið. Leik- og grunnskólarnir eru dýrir í rekstri og er þeim kostnaði haldið niðri með lágum launum starfsfólks. Hér skortir fjármagn frá ríkinu til þess að gera þessa hluti vel því ekkert er mikilvægara en að börnin okkar séu í góðum höndum. Þetta er áherslumál Pírata fyrir næsta kjörtímabil. Að fá það fjármagn sem til þarf, frá ríkinu, til þess að við getum yfirgefið láglaunastefnu leik- og grunnskólanna. En hvað með dagforeldra og skortinn á þeim? Nú stefna allir flokkarnir á það að börn fái leikskólapláss 12-18 mánaða. Fæðingarorlofið er bara 9 mánuðir (reyndar bara 6 mánuðir fyrir einstæða foreldra) og er venjan hér á landi að setja þá barn til dagforeldris eða á ungbarnaleikskóla. Samtök atvinnulífsins vilja reyndar að leikskólar byrji að taka við 9 mánaða gömlum börnum og finnst það alveg frábær lausn frekar en að við berjumst fyrir lengra fæðingarorlofi. Það er hins vegar, satt best að segja, ekki gott fyrir ung börn að fara í langa dagvistunardvöl of fljótt frá foreldrum sínum yfir daginn. Það raskar geðtengslamyndun barna við foreldra sína, að vera án þeirra yfir daginn og veldur kvíða sem kemur í kjölfarið á uppsöfnuðu streituhormóni í heila barnsins. Umönnun og tengslamyndun foreldra og barns hefur áhrif á líkamlegan sem og andlegan þroska barnsins. Fyrstu árin skipta höfuðmáli fyrir framvindu heildstæðs þroska barnanna okkar. Hér er því mikið í húfi! Eigum við þá ekki heldur að stefna að því að vernda og styðja við eðlilegan þroska barnanna okkar, frekar en að troða þeim sem fyrst í leikskóla, svo Samtök atvinnulífsins fái nú örugglega alla vinnuþrælana eins fljótt og hægt er á vinnumarkaðinn? Hvort er eðlilegra að við aðlögum fjölskyldulífið að atvinnulífinu, eða að atvinnulífið aðlagi sig að fjölskyldunum? Við stöndum frammi fyrir því að ákveða hvort við viljum brúa þetta bil, svo foreldrarnir komist aftur út á vinnumarkaðinn sem fyrst, eða viljum við leggja áherslu á að skapa hér samfélag sem setur velferð barnanna í fyrsta sæti? Samfélag sem hentar börnum best og sem byggir upp hamingjusöm og heilbrigð börn. Samfélag sem býður börnum upp á skynsamlegt fæðingarorlof, til tveggja ára, með foreldrum sínum. Þar sem hvatinn er jafn fyrir báða foreldrana að taka út sitt orlof. Í slíku samfélagi myndi það þýða að barnið fengi góðan tíma til að tengjast foreldrum sínum, þau fengju öll tíma til að takast á við óreglulegan svefn og endalausar pestir. Því þótt þau séu í fæðingarorlofi að þá eru foreldrahópar og alls konar mannamót í gangi sem eru góð fyrir félagsþroska barnanna. Þar komast börnin í tæri við alls kyns bakteríur sem eru hollar fyrir þroska ónæmiskerfis ungra barna, upp að ákveðnu marki, allt á þeim hraða sem hentar barninu og foreldrum þess. Orlof með þessum hætti býður líka upp á alls konar skipulag, því orlofið þarf auðvitað að vera hægt að taka út á allt að þremur til fjórum árum, svo að hægt sé að sníða það að þörfum fjölskyldunnar. Það má alveg gera ráð fyrir því að foreldrar vilji fara aftur til vinnu eða í nám áður en þessi tvö ár eru liðin og það er í góðu lagi. Það getur nefnilega verið sniðugt eftir ákveðinn tíma að barnið byrji að fara í leikskóla eða til dagforeldris hluta úr degi. Allt eftir því hvað foreldrar þess telja að henti þeirra barni og fjölskyldulífi. Til þess að geta boðið upp á þetta samfélag, þá þarf að vinna stíft að því að laga kynbundinn launamun, sem í dag birtist helst í gríðarlegum mun á svokölluðum karla- og kvennastörfum. Einnig þarf, og alls ekki síður, að koma samfélaginu aftur á þann stað að 100% innkoma sé nóg til að reka fjölskyldu og heimili. Það sé jafn hvati til þess að skipta því jafnt á milli hvernig foreldrar vinna og hvernig þau sinna börnum sínum og heimili. Við búum við það í dag að hlutfallið er langt frá því jafnt, konur brenna út, taka lengra orlof og verða fyrir vikið af ýmsum réttindum og tækifærum í atvinnulífinu vegna barneigna. Þetta verður að vera í lagi svo við getum skapað hér gott samfélag fyrir okkur öll. En þessi hugmyndafræði er engin lausn núna. Þetta er framtíðarsýn og hún gerir lítið gagn í núverandi krísu! Við ættum hins vegar hiklaust að vinna að henni. Í millitíðinni þarf hins vegar að koma með aðrar lausnir fyrir fjölskyldurnar, því það þarf að borga reikningana þó svo að barnið sé ekki með leikskólapláss eða að það finnist ekki dagforeldri. Píratar í Reykjavík vilja að foreldrar fái niðurgreiðslu borgarinnar heim með barni sem ekki hefur fengið úthlutað dagvistunarplássi. Með þessu móti vinnum við gegn þeim neikvæða hvata borgarinnar, að barn fái ekki pláss í dagvistun, því það er kostnaður fyrir borgina að útvega það pláss. Einnig þarf að endurskoða dagforeldrakerfið, en niðurgreiðsla dagforeldra er mikið minni en til leikskólanna og þarf því að auka þær til muna gegn skýrari ramma utan um störf þeirra, sem þá styður við faglega þekkingu og gæði starfsins. Á sama tíma verður að bæta starfsskilyrði dagforeldra með því að t.d. að leggja þeim til húsnæði undir starfsemi sína. Þetta eru lausninar okkar, þær eru bæði skammtímalausnir sem og langtímalausnir. Fyrst bregðumst við við því að alvarlegur skortur er á dagvistunarúrræðum því það skiptir máli núna! Samhliða því vinnum við að því langtímamarkmiði að lengja og hækka fæðingarorlof. Píratar vilja samfélag sem skapar hamingjusama einstaklinga, að hér alist upp ánægð börn sem eru ánægð með lífið og tilveruna og njóti þess að ná sínum markmiðum í lífinu. Þannig vinna Píratar! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Áttu ungt barn eða áttu von á einu slíku? Ertu búinn að sjá til þess að það fái dagvistun eftir að fæðingarorlofi lýkur? Það má líklega gera ráð fyrir að þú sért á hvolfi að reyna redda því enda er alvarlegur skortur á slíkum plássum. Við vitum öll að dagvistunarmálin eru í upplausn og nú keppast öll framboðin við að segja foreldrum að þau séu með lausnina. Eins og að tryggja börnum leikskólapláss frá 12-18 mánaða aldri, sem er ekki nýtt loforð. Við vitum vel af hverju það er skortur á leikskólaplássi, það er skortur á starfsfólki. Hér á landi er rekin láglaunastefna í umönnunarstörfum sem er auðvitað til skammar fyrir allt samfélagið. Leik- og grunnskólarnir eru dýrir í rekstri og er þeim kostnaði haldið niðri með lágum launum starfsfólks. Hér skortir fjármagn frá ríkinu til þess að gera þessa hluti vel því ekkert er mikilvægara en að börnin okkar séu í góðum höndum. Þetta er áherslumál Pírata fyrir næsta kjörtímabil. Að fá það fjármagn sem til þarf, frá ríkinu, til þess að við getum yfirgefið láglaunastefnu leik- og grunnskólanna. En hvað með dagforeldra og skortinn á þeim? Nú stefna allir flokkarnir á það að börn fái leikskólapláss 12-18 mánaða. Fæðingarorlofið er bara 9 mánuðir (reyndar bara 6 mánuðir fyrir einstæða foreldra) og er venjan hér á landi að setja þá barn til dagforeldris eða á ungbarnaleikskóla. Samtök atvinnulífsins vilja reyndar að leikskólar byrji að taka við 9 mánaða gömlum börnum og finnst það alveg frábær lausn frekar en að við berjumst fyrir lengra fæðingarorlofi. Það er hins vegar, satt best að segja, ekki gott fyrir ung börn að fara í langa dagvistunardvöl of fljótt frá foreldrum sínum yfir daginn. Það raskar geðtengslamyndun barna við foreldra sína, að vera án þeirra yfir daginn og veldur kvíða sem kemur í kjölfarið á uppsöfnuðu streituhormóni í heila barnsins. Umönnun og tengslamyndun foreldra og barns hefur áhrif á líkamlegan sem og andlegan þroska barnsins. Fyrstu árin skipta höfuðmáli fyrir framvindu heildstæðs þroska barnanna okkar. Hér er því mikið í húfi! Eigum við þá ekki heldur að stefna að því að vernda og styðja við eðlilegan þroska barnanna okkar, frekar en að troða þeim sem fyrst í leikskóla, svo Samtök atvinnulífsins fái nú örugglega alla vinnuþrælana eins fljótt og hægt er á vinnumarkaðinn? Hvort er eðlilegra að við aðlögum fjölskyldulífið að atvinnulífinu, eða að atvinnulífið aðlagi sig að fjölskyldunum? Við stöndum frammi fyrir því að ákveða hvort við viljum brúa þetta bil, svo foreldrarnir komist aftur út á vinnumarkaðinn sem fyrst, eða viljum við leggja áherslu á að skapa hér samfélag sem setur velferð barnanna í fyrsta sæti? Samfélag sem hentar börnum best og sem byggir upp hamingjusöm og heilbrigð börn. Samfélag sem býður börnum upp á skynsamlegt fæðingarorlof, til tveggja ára, með foreldrum sínum. Þar sem hvatinn er jafn fyrir báða foreldrana að taka út sitt orlof. Í slíku samfélagi myndi það þýða að barnið fengi góðan tíma til að tengjast foreldrum sínum, þau fengju öll tíma til að takast á við óreglulegan svefn og endalausar pestir. Því þótt þau séu í fæðingarorlofi að þá eru foreldrahópar og alls konar mannamót í gangi sem eru góð fyrir félagsþroska barnanna. Þar komast börnin í tæri við alls kyns bakteríur sem eru hollar fyrir þroska ónæmiskerfis ungra barna, upp að ákveðnu marki, allt á þeim hraða sem hentar barninu og foreldrum þess. Orlof með þessum hætti býður líka upp á alls konar skipulag, því orlofið þarf auðvitað að vera hægt að taka út á allt að þremur til fjórum árum, svo að hægt sé að sníða það að þörfum fjölskyldunnar. Það má alveg gera ráð fyrir því að foreldrar vilji fara aftur til vinnu eða í nám áður en þessi tvö ár eru liðin og það er í góðu lagi. Það getur nefnilega verið sniðugt eftir ákveðinn tíma að barnið byrji að fara í leikskóla eða til dagforeldris hluta úr degi. Allt eftir því hvað foreldrar þess telja að henti þeirra barni og fjölskyldulífi. Til þess að geta boðið upp á þetta samfélag, þá þarf að vinna stíft að því að laga kynbundinn launamun, sem í dag birtist helst í gríðarlegum mun á svokölluðum karla- og kvennastörfum. Einnig þarf, og alls ekki síður, að koma samfélaginu aftur á þann stað að 100% innkoma sé nóg til að reka fjölskyldu og heimili. Það sé jafn hvati til þess að skipta því jafnt á milli hvernig foreldrar vinna og hvernig þau sinna börnum sínum og heimili. Við búum við það í dag að hlutfallið er langt frá því jafnt, konur brenna út, taka lengra orlof og verða fyrir vikið af ýmsum réttindum og tækifærum í atvinnulífinu vegna barneigna. Þetta verður að vera í lagi svo við getum skapað hér gott samfélag fyrir okkur öll. En þessi hugmyndafræði er engin lausn núna. Þetta er framtíðarsýn og hún gerir lítið gagn í núverandi krísu! Við ættum hins vegar hiklaust að vinna að henni. Í millitíðinni þarf hins vegar að koma með aðrar lausnir fyrir fjölskyldurnar, því það þarf að borga reikningana þó svo að barnið sé ekki með leikskólapláss eða að það finnist ekki dagforeldri. Píratar í Reykjavík vilja að foreldrar fái niðurgreiðslu borgarinnar heim með barni sem ekki hefur fengið úthlutað dagvistunarplássi. Með þessu móti vinnum við gegn þeim neikvæða hvata borgarinnar, að barn fái ekki pláss í dagvistun, því það er kostnaður fyrir borgina að útvega það pláss. Einnig þarf að endurskoða dagforeldrakerfið, en niðurgreiðsla dagforeldra er mikið minni en til leikskólanna og þarf því að auka þær til muna gegn skýrari ramma utan um störf þeirra, sem þá styður við faglega þekkingu og gæði starfsins. Á sama tíma verður að bæta starfsskilyrði dagforeldra með því að t.d. að leggja þeim til húsnæði undir starfsemi sína. Þetta eru lausninar okkar, þær eru bæði skammtímalausnir sem og langtímalausnir. Fyrst bregðumst við við því að alvarlegur skortur er á dagvistunarúrræðum því það skiptir máli núna! Samhliða því vinnum við að því langtímamarkmiði að lengja og hækka fæðingarorlof. Píratar vilja samfélag sem skapar hamingjusama einstaklinga, að hér alist upp ánægð börn sem eru ánægð með lífið og tilveruna og njóti þess að ná sínum markmiðum í lífinu. Þannig vinna Píratar! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun