Lifi náttúruverndin Óttar Guðmundsson skrifar 26. maí 2018 07:00 Þegar landnámsmenn komu til Íslands á seinni hluta 9. aldar var landið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Nokkrum áratugum síðar var þetta skóglendi horfið enda nýttu landnámsmenn skóginn til húsagerðar og eldiviðar fyrstu ár sín í landinu. Lífsbaráttan var erfið og skilyrði til búsetu önnur en í heimahögunum. Skógurinn bjargaði lífi þeirra meðan þeir vöndust óblíðri náttúru og nýjum aðstæðum. Landnámsmenn geta þakkað fyrir að nútíma náttúruvernd var ekki til í landinu. Þeim hefði verið harðbannað að snerta skóginn þótt líf lægi við. Þessir fyrstu búendur landsins hefðu hrökklast aftur til heimahaganna kaldir og hraktir eftir skelfilegan vetur. Landið hefði staðið eftir skógivaxið í allri sinni fegurð en fólkið flúið. Æ síðan hefur sagan einkennst af náttúruspjöllum. Hafnir voru byggðar sem sköðuðu viðkvæmt fuglalíf. Brýr eyðilögðu tignarleika stórfljóta. Vegslóðar, íbúðarhús og kirkjur spilltu landslagi til sveita. Á tuttugustu öldinni kastaði þó fyrst tólfunum þegar menn virkjuðu stórfljót og eyðilögðu ásýnd landsins með raflínum. Mörgum ómetanlegum og óþekktum fossum var fórnað svo að mannfólkið gæti bætt lífsgæði sín með rafmagni og öðrum hégóma. Hrafna-Flóki Vilgerðarson reyndi að nema land á Barðaströnd en flúði til Noregs eftir tvo vetur. Bústofninn drapst hjá Flóka því að hann vildi ekki nýta landið til heyvinnslu. Aðrir landnámsmenn hefðu átt að gera slíkt hið sama svo að Ísland yrði um framtíð óbyggð og ósnert túristaparadís og þjóðgarður. Reyndar væri íslensk þjóð ekki til en hverjum er ekki sama um það þegar hagsmunir náttúruverndar eru í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar landnámsmenn komu til Íslands á seinni hluta 9. aldar var landið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Nokkrum áratugum síðar var þetta skóglendi horfið enda nýttu landnámsmenn skóginn til húsagerðar og eldiviðar fyrstu ár sín í landinu. Lífsbaráttan var erfið og skilyrði til búsetu önnur en í heimahögunum. Skógurinn bjargaði lífi þeirra meðan þeir vöndust óblíðri náttúru og nýjum aðstæðum. Landnámsmenn geta þakkað fyrir að nútíma náttúruvernd var ekki til í landinu. Þeim hefði verið harðbannað að snerta skóginn þótt líf lægi við. Þessir fyrstu búendur landsins hefðu hrökklast aftur til heimahaganna kaldir og hraktir eftir skelfilegan vetur. Landið hefði staðið eftir skógivaxið í allri sinni fegurð en fólkið flúið. Æ síðan hefur sagan einkennst af náttúruspjöllum. Hafnir voru byggðar sem sköðuðu viðkvæmt fuglalíf. Brýr eyðilögðu tignarleika stórfljóta. Vegslóðar, íbúðarhús og kirkjur spilltu landslagi til sveita. Á tuttugustu öldinni kastaði þó fyrst tólfunum þegar menn virkjuðu stórfljót og eyðilögðu ásýnd landsins með raflínum. Mörgum ómetanlegum og óþekktum fossum var fórnað svo að mannfólkið gæti bætt lífsgæði sín með rafmagni og öðrum hégóma. Hrafna-Flóki Vilgerðarson reyndi að nema land á Barðaströnd en flúði til Noregs eftir tvo vetur. Bústofninn drapst hjá Flóka því að hann vildi ekki nýta landið til heyvinnslu. Aðrir landnámsmenn hefðu átt að gera slíkt hið sama svo að Ísland yrði um framtíð óbyggð og ósnert túristaparadís og þjóðgarður. Reyndar væri íslensk þjóð ekki til en hverjum er ekki sama um það þegar hagsmunir náttúruverndar eru í húfi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun