Sæmó úrslit Guðmundur Steingrímsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Kosningar eru alltaf heilmikil æfing fyrir mann. Í hvert skipti sem niðurstöður kosninga blasa við er nauðsynlegt að taka sig taki, anda djúpt og reyna að finna fegurðina í því að Íslendingar eru semsagt ekki allir sammála mér og mínum skoðunum. Alls konar öfl fá atkvæði, sem ég botna ekkert í að fólk skuli kjósa. Það hlýtur til dæmis að blasa við, að ég sem heimspekimenntaður Vesturbæingur á 14 ára gömlum Toyota Prius, nýbúinn að ferma ungling í borgaralegri fermingu, á í mjög djúpstæðum erfiðleikum með að skilja af hverju fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn. Ég spóla bara í huganum. Um þessa staðreynd, að þessir flokkar njóta fylgis, gæti ég talað endalaust í hringi, með mjög flottum hugtökum og alls konar sannfærandi handahreyfingum yfir latté eða IPA bjór á Kaffi Vest, en ég yrði samt engu nær.Fjölbreytileikinn En þetta er einmitt fegurðin. Fólk er ekki eins. Sumir fíla sykrað Kók og aðrir Pepsi Max. Sumir hata myndir sem gerast úti í geimnum, en aðrir elska þær. Konan mín fæst ekki til að horfa á mynd sem gerist úti í geimnum nema ég ljúgi því að henni að um sé að ræða matreiðsluþátt, úti í geimnum. Reyndar hefur þetta aldrei tekist, en hvað um það. Ég fer einn með börnin á geimmyndir. Maður getur auðvitað ekki fagnað fjölbreytileikanum, talið hann vera grundvöll heilbrigðis lýðræðissamfélags, og farið svo í fýlu yfir því að fólk sé ekki eins og maður sjálfur. Ég fell auðvitað ítrekað í þá gryfju að telja fullt af fólki sem ég horfi á í sjónvarpinu vera erkifávita. Hver gerir það ekki? Ég vil þó samt reyna að trúa því að í fjölbreytaleika mannlífsins, ólíkum skoðunum fólks, búi beinlínis kraftur. Góðar hugmyndir verða betri eftir því sem fleiri koma að þeim. Maður sjálfur verður betri eftir því sem maður lærir meira af öðrum um þær hliðar tilverunnar sem manni voru áður huldar. Ég óska því Sjálfstæðisflokknum til hamingju með góðan árangur í borginni. Og til hamingju, Vigdís Hauks, með kjörið. Já, og fyrst ég er byrjaður, til hamingju, Kolbrún Baldurs og Sanna Magdalena. Megi sjónarmið og verk ykkar allra bæta samfélagið og lifi fjölbreytnin. Nýir flokkar, nýtt umboð Verð ég nú að hafa nokkur orð um restina, áður en ég óska henni til hamingju líka. Eins og vanalegt er orðið, leiða kosningar á Íslandi til lærðrar umræðu um krísu á vinstri væng. Þetta er orðin klisja, sem vinstra fólk tekur yfirleitt lúmskt fagnandi, held ég, enda virðist mér stundum vinstra fólk þykja fátt skemmtilegra en naflaskoðun. En væri kannski ástæða til að sleppa naflaskoðun núna? Ég hallast að því. Staðreyndin er sú, að hvað telst sigur og ósigur flokka, í hinu nýja og síbreytilega umhverfi stjórnmálanna, er svolítið afstætt dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn fær eina sína verstu útreið í borginni frá upphafi, en er samt talinn sigurvegari. Gott og vel. Ég skil það. Samfylkingin fékk um 5% í alþingiskosningum fyrir tveimur árum og þurrkaðist næstum því út, en fær nú 25% í borginni. Hún er samt álitin tapari. Þetta er smá skrítið. Meirihlutinn fallinn, segja stjórnmálaskýrendur. Þeir skauta þægilega fram hjá því að einn flokkurinn í þeim meirihluta, Björt framtíð, bauð ekki fram. Meirihlutinn var því í sjálfu sér fallinn um leið og kjörtímabilið var búið. Engin tíðindi í því. Nýtt umboð þurfti og nýir flokkar sóttu það. Lengi má gott bæta Hver er þá staðan í borginni? Jú, hún er þannig að ég sé fulla ástæðu til að óska mér sjálfum og mínu frjálslynda hugarþeli til hamingju með niðurstöðuna þrátt fyrir allt. Ég hef vissulega þurft að rýna örlítið í tölurnar á náttbuxunum, eftir langa kosninganótt, til að fatta að þær eru gleðiefni. Nú finnst mér þetta blasa við. Frjálslyndur flokkur á miðjunni, Viðreisn, fær mjög góða kosningu. Til hamingju með það, Þórdís og Pawel. Sú niðurstaða ásamt auknu fylgi Pírata – til hamingju, Dóra og Sigurborg – gerir það að verkum að samstarf flokkanna frá miðju yfir til vinstri, CPSV, er einkar álitlegur kostur. Stefna núverandi meirihluta – eins og hún birtist til dæmis í stórmerkilegu Aðalskipulagi – hlaut hljómgrunn meirihluta kjósenda í öllum grundvallaratriðum. Til hamingju með það, Samfó og VG. Hins vegar kom upp úr kjörkössunum líka kærkomið tækifæri til að gera meirihlutasamstarf frá miðju til vinstri enn betra. Áherslur á beint lýðræði, kerfisbreytingar, einfaldari stjórnsýslu, fjölbreytta atvinnustarfsemi og markaðslausnir fengu aukið fylgi, með góðri kosningu Pírata og Viðreisnar. Þessar áherslur mega mjög gjarnan koma sterkari inn í núverandi meirihlutasamstarf og tvinnast við sameiginlegar áherslur allra þessara flokka á þéttingu byggðar, umhverfisvernd, húsnæðisuppbyggingu og almenningssamgöngur. Þetta er það sem gerðist í kosningunum. Um þá skoðun mína hljóta allir borgarbúar að vera mér sammála. Djók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar eru alltaf heilmikil æfing fyrir mann. Í hvert skipti sem niðurstöður kosninga blasa við er nauðsynlegt að taka sig taki, anda djúpt og reyna að finna fegurðina í því að Íslendingar eru semsagt ekki allir sammála mér og mínum skoðunum. Alls konar öfl fá atkvæði, sem ég botna ekkert í að fólk skuli kjósa. Það hlýtur til dæmis að blasa við, að ég sem heimspekimenntaður Vesturbæingur á 14 ára gömlum Toyota Prius, nýbúinn að ferma ungling í borgaralegri fermingu, á í mjög djúpstæðum erfiðleikum með að skilja af hverju fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn. Ég spóla bara í huganum. Um þessa staðreynd, að þessir flokkar njóta fylgis, gæti ég talað endalaust í hringi, með mjög flottum hugtökum og alls konar sannfærandi handahreyfingum yfir latté eða IPA bjór á Kaffi Vest, en ég yrði samt engu nær.Fjölbreytileikinn En þetta er einmitt fegurðin. Fólk er ekki eins. Sumir fíla sykrað Kók og aðrir Pepsi Max. Sumir hata myndir sem gerast úti í geimnum, en aðrir elska þær. Konan mín fæst ekki til að horfa á mynd sem gerist úti í geimnum nema ég ljúgi því að henni að um sé að ræða matreiðsluþátt, úti í geimnum. Reyndar hefur þetta aldrei tekist, en hvað um það. Ég fer einn með börnin á geimmyndir. Maður getur auðvitað ekki fagnað fjölbreytileikanum, talið hann vera grundvöll heilbrigðis lýðræðissamfélags, og farið svo í fýlu yfir því að fólk sé ekki eins og maður sjálfur. Ég fell auðvitað ítrekað í þá gryfju að telja fullt af fólki sem ég horfi á í sjónvarpinu vera erkifávita. Hver gerir það ekki? Ég vil þó samt reyna að trúa því að í fjölbreytaleika mannlífsins, ólíkum skoðunum fólks, búi beinlínis kraftur. Góðar hugmyndir verða betri eftir því sem fleiri koma að þeim. Maður sjálfur verður betri eftir því sem maður lærir meira af öðrum um þær hliðar tilverunnar sem manni voru áður huldar. Ég óska því Sjálfstæðisflokknum til hamingju með góðan árangur í borginni. Og til hamingju, Vigdís Hauks, með kjörið. Já, og fyrst ég er byrjaður, til hamingju, Kolbrún Baldurs og Sanna Magdalena. Megi sjónarmið og verk ykkar allra bæta samfélagið og lifi fjölbreytnin. Nýir flokkar, nýtt umboð Verð ég nú að hafa nokkur orð um restina, áður en ég óska henni til hamingju líka. Eins og vanalegt er orðið, leiða kosningar á Íslandi til lærðrar umræðu um krísu á vinstri væng. Þetta er orðin klisja, sem vinstra fólk tekur yfirleitt lúmskt fagnandi, held ég, enda virðist mér stundum vinstra fólk þykja fátt skemmtilegra en naflaskoðun. En væri kannski ástæða til að sleppa naflaskoðun núna? Ég hallast að því. Staðreyndin er sú, að hvað telst sigur og ósigur flokka, í hinu nýja og síbreytilega umhverfi stjórnmálanna, er svolítið afstætt dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn fær eina sína verstu útreið í borginni frá upphafi, en er samt talinn sigurvegari. Gott og vel. Ég skil það. Samfylkingin fékk um 5% í alþingiskosningum fyrir tveimur árum og þurrkaðist næstum því út, en fær nú 25% í borginni. Hún er samt álitin tapari. Þetta er smá skrítið. Meirihlutinn fallinn, segja stjórnmálaskýrendur. Þeir skauta þægilega fram hjá því að einn flokkurinn í þeim meirihluta, Björt framtíð, bauð ekki fram. Meirihlutinn var því í sjálfu sér fallinn um leið og kjörtímabilið var búið. Engin tíðindi í því. Nýtt umboð þurfti og nýir flokkar sóttu það. Lengi má gott bæta Hver er þá staðan í borginni? Jú, hún er þannig að ég sé fulla ástæðu til að óska mér sjálfum og mínu frjálslynda hugarþeli til hamingju með niðurstöðuna þrátt fyrir allt. Ég hef vissulega þurft að rýna örlítið í tölurnar á náttbuxunum, eftir langa kosninganótt, til að fatta að þær eru gleðiefni. Nú finnst mér þetta blasa við. Frjálslyndur flokkur á miðjunni, Viðreisn, fær mjög góða kosningu. Til hamingju með það, Þórdís og Pawel. Sú niðurstaða ásamt auknu fylgi Pírata – til hamingju, Dóra og Sigurborg – gerir það að verkum að samstarf flokkanna frá miðju yfir til vinstri, CPSV, er einkar álitlegur kostur. Stefna núverandi meirihluta – eins og hún birtist til dæmis í stórmerkilegu Aðalskipulagi – hlaut hljómgrunn meirihluta kjósenda í öllum grundvallaratriðum. Til hamingju með það, Samfó og VG. Hins vegar kom upp úr kjörkössunum líka kærkomið tækifæri til að gera meirihlutasamstarf frá miðju til vinstri enn betra. Áherslur á beint lýðræði, kerfisbreytingar, einfaldari stjórnsýslu, fjölbreytta atvinnustarfsemi og markaðslausnir fengu aukið fylgi, með góðri kosningu Pírata og Viðreisnar. Þessar áherslur mega mjög gjarnan koma sterkari inn í núverandi meirihlutasamstarf og tvinnast við sameiginlegar áherslur allra þessara flokka á þéttingu byggðar, umhverfisvernd, húsnæðisuppbyggingu og almenningssamgöngur. Þetta er það sem gerðist í kosningunum. Um þá skoðun mína hljóta allir borgarbúar að vera mér sammála. Djók.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun