Söngvakeppir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Þegar til stóð að senda mig í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir nokkrum árum strandaði það á því lítilræði að ekki fannst mátulegur kjóll. Það var samdóma álit þeirra sem að komu, að ég væri nógu feitur; með sannkallaða söngvakeppi. Að lagleysi mitt væri hreint afbragð, að sjónleysið á hægra auganu og öll sú sjúkrasaga myndi hala inn mörg stig, hættan á að ég dytti í það og forklúðraði þátttöku landsins væri spennandi, og tannsteinninn sem myndi sjást svo vel í nærmynd gæti bent til banvæns sjúkdóms í vélinda. Sjálfur átti ég heimasmíðuð sólgleraugu sem ég ætlaði að vera með, og dagsdaglega hef ég hring á hverjum fingri svo ekki var það vandamál. Lagið var tilbúið: Blanda af Belgía ´73, Danmörk ´67 og Ísrael ´89 – með millikafla úr Söknuði eftir Jóa Helga. Textinn: Lög um vexti og verðtryggingu 38/2001 – sunginn á 15 tungumálum. Fólk er alltaf svag fyrir því sem er framandi. En ég fór aldrei. Það gerði kjóllinn. Eða, mér var sagt það. Ég held að það hafi verið fyrirsláttur – hér hafi verið á ferðinni bévítans klíka. Fólk vildi halda forkeppni. Mér fannst það óþarfi, enda hafði Heimir Hallgríms þá þegar valið mig – þrátt fyrir tannsteininn. Hann velur jú alltaf rétt. Segja strákarnir. Ég man ekki hver fór þetta árið – í staðinn fyrir mig, eða svo gott sem. En þau fóru með annað lag – og ömurlegan texta. Það var reynt að búa til einhverja stemmingu áður en þau fóru út. Það var allt misheppnað – fólk vissi líka í hjarta sínu að ég var sá rétti, en þorði auðvitað ekkert að nefna það. Hér er svoddan þöggun – og fordómar. En, eftir á að hyggja: Hvar hefði svo sem átt að halda keppnina árið eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar til stóð að senda mig í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir nokkrum árum strandaði það á því lítilræði að ekki fannst mátulegur kjóll. Það var samdóma álit þeirra sem að komu, að ég væri nógu feitur; með sannkallaða söngvakeppi. Að lagleysi mitt væri hreint afbragð, að sjónleysið á hægra auganu og öll sú sjúkrasaga myndi hala inn mörg stig, hættan á að ég dytti í það og forklúðraði þátttöku landsins væri spennandi, og tannsteinninn sem myndi sjást svo vel í nærmynd gæti bent til banvæns sjúkdóms í vélinda. Sjálfur átti ég heimasmíðuð sólgleraugu sem ég ætlaði að vera með, og dagsdaglega hef ég hring á hverjum fingri svo ekki var það vandamál. Lagið var tilbúið: Blanda af Belgía ´73, Danmörk ´67 og Ísrael ´89 – með millikafla úr Söknuði eftir Jóa Helga. Textinn: Lög um vexti og verðtryggingu 38/2001 – sunginn á 15 tungumálum. Fólk er alltaf svag fyrir því sem er framandi. En ég fór aldrei. Það gerði kjóllinn. Eða, mér var sagt það. Ég held að það hafi verið fyrirsláttur – hér hafi verið á ferðinni bévítans klíka. Fólk vildi halda forkeppni. Mér fannst það óþarfi, enda hafði Heimir Hallgríms þá þegar valið mig – þrátt fyrir tannsteininn. Hann velur jú alltaf rétt. Segja strákarnir. Ég man ekki hver fór þetta árið – í staðinn fyrir mig, eða svo gott sem. En þau fóru með annað lag – og ömurlegan texta. Það var reynt að búa til einhverja stemmingu áður en þau fóru út. Það var allt misheppnað – fólk vissi líka í hjarta sínu að ég var sá rétti, en þorði auðvitað ekkert að nefna það. Hér er svoddan þöggun – og fordómar. En, eftir á að hyggja: Hvar hefði svo sem átt að halda keppnina árið eftir?
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar