Félag atvinnurekenda sendir ráðherra rangar upplýsingar Sunna Gunnars Marteinsdóttir skrifar 14. maí 2018 09:45 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félag atvinnurekenda sendi bréf í vikunni á heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra vegna tillagna um að beita efnahagslegum hvötum í lýðheilsuskyni þar sem voru meðal annars tillögur um sykurskatt. Fer Ólafur með rangfærslur í bréfinu sem skylt er að leiðrétta, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings af málinu sem fór víða. Segir í bréfinu meðal annars „Þannig eru u.þ.b. 33 grömm af sykri í 330 ml dós af algengum gosdrykk, en 44 grömm í dós af Hrísmjólk frá Mjólkursamsölunni.“ Þetta er rangt. Hrísmjólk, sem er greinilega merkt sem eftirréttur til upplýsinga fyrir neytendur, inniheldur 32 gr af sykurtegundum. Þar af er hluti þess náttúrulegur sykur í mjólkinni svo að í réttinum og sósunni sem fylgir með er í raun 26 gr af sykri í hverri dós. Mistökin sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri gerir í sínum útreikningi er að segja að öll kolvetni í vörunni séu sykur. Svo er ekki enda hrísgrjón eitt af mikilvægri innihaldsefnum í Hrísmjólkinni.Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Þegar horft er á framleiðslu Mjólkursamsölunnar fer um 92% af allri mjólk í vörur án viðbætts sykurs eða sætuefna. Tæplega 15 þúsund tonn af sykri voru flutt inn árið 2016 skv. Hagstofunni og var ekkert af þeim sykurinnflutningi á vegum MS. Mjólkursamsalan hefur hefur minnkað sykur í vörum sínum, í einstökum vörum um allt að 30% frá árinu 2012 en auk þess skilgreint vörur sem eftirrétti þar sem á við til að gera neytendum auðveldara að velja vörur við hæfi. Er á stefnu fyrirtækisins að gera enn betur í þeim efnum í nánustu framtíð og höfum við sett okkur markmið í þeim efnum. Mjólkursamsalan veit að það að hjálpa neytendum að taka upplýstar og góðar ákvarðanir kemur öllum til góða. Rannsóknir embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræðum við HÍ og Landsspítala eru þar mikilvægar stofnanir í því samhengi. Dæmi um þetta eru rannsóknir á að D-vítamínneysla landsmanna er talsvert undir ráðleggingum og er D-vítamínneysla ungmenna sérstaklega lág. Því hóf Mjólkursamsalan árið 2012 sölu á D-vítamín bættri mjólk sem var gert samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræðum við HÍ og Landsspítala. Er þetta dæmi um samvinnu opinbera aðila og einkaaðila sem skilar ávinningi fyrir samfélagið. Það að hagsmunasamtök eins og Félag atvinnurekenda taki eina vöru frá fyrirtæki í rökstuðningi sínum og nafngreini sérstaklega er samtökunum og aðildarfélögum þess ekki til framdráttar hvað þá að fara með rangfærslur í því samhengi. Mjólkursamsalan mun því senda leiðréttingu til beggja ráðherra.Höfundur er verkefnisstjóri í upplýsinga-og fræðslumálum hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félag atvinnurekenda sendi bréf í vikunni á heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra vegna tillagna um að beita efnahagslegum hvötum í lýðheilsuskyni þar sem voru meðal annars tillögur um sykurskatt. Fer Ólafur með rangfærslur í bréfinu sem skylt er að leiðrétta, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings af málinu sem fór víða. Segir í bréfinu meðal annars „Þannig eru u.þ.b. 33 grömm af sykri í 330 ml dós af algengum gosdrykk, en 44 grömm í dós af Hrísmjólk frá Mjólkursamsölunni.“ Þetta er rangt. Hrísmjólk, sem er greinilega merkt sem eftirréttur til upplýsinga fyrir neytendur, inniheldur 32 gr af sykurtegundum. Þar af er hluti þess náttúrulegur sykur í mjólkinni svo að í réttinum og sósunni sem fylgir með er í raun 26 gr af sykri í hverri dós. Mistökin sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri gerir í sínum útreikningi er að segja að öll kolvetni í vörunni séu sykur. Svo er ekki enda hrísgrjón eitt af mikilvægri innihaldsefnum í Hrísmjólkinni.Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Þegar horft er á framleiðslu Mjólkursamsölunnar fer um 92% af allri mjólk í vörur án viðbætts sykurs eða sætuefna. Tæplega 15 þúsund tonn af sykri voru flutt inn árið 2016 skv. Hagstofunni og var ekkert af þeim sykurinnflutningi á vegum MS. Mjólkursamsalan hefur hefur minnkað sykur í vörum sínum, í einstökum vörum um allt að 30% frá árinu 2012 en auk þess skilgreint vörur sem eftirrétti þar sem á við til að gera neytendum auðveldara að velja vörur við hæfi. Er á stefnu fyrirtækisins að gera enn betur í þeim efnum í nánustu framtíð og höfum við sett okkur markmið í þeim efnum. Mjólkursamsalan veit að það að hjálpa neytendum að taka upplýstar og góðar ákvarðanir kemur öllum til góða. Rannsóknir embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræðum við HÍ og Landsspítala eru þar mikilvægar stofnanir í því samhengi. Dæmi um þetta eru rannsóknir á að D-vítamínneysla landsmanna er talsvert undir ráðleggingum og er D-vítamínneysla ungmenna sérstaklega lág. Því hóf Mjólkursamsalan árið 2012 sölu á D-vítamín bættri mjólk sem var gert samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræðum við HÍ og Landsspítala. Er þetta dæmi um samvinnu opinbera aðila og einkaaðila sem skilar ávinningi fyrir samfélagið. Það að hagsmunasamtök eins og Félag atvinnurekenda taki eina vöru frá fyrirtæki í rökstuðningi sínum og nafngreini sérstaklega er samtökunum og aðildarfélögum þess ekki til framdráttar hvað þá að fara með rangfærslur í því samhengi. Mjólkursamsalan mun því senda leiðréttingu til beggja ráðherra.Höfundur er verkefnisstjóri í upplýsinga-og fræðslumálum hjá MS.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun