Félag atvinnurekenda sendir ráðherra rangar upplýsingar Sunna Gunnars Marteinsdóttir skrifar 14. maí 2018 09:45 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félag atvinnurekenda sendi bréf í vikunni á heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra vegna tillagna um að beita efnahagslegum hvötum í lýðheilsuskyni þar sem voru meðal annars tillögur um sykurskatt. Fer Ólafur með rangfærslur í bréfinu sem skylt er að leiðrétta, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings af málinu sem fór víða. Segir í bréfinu meðal annars „Þannig eru u.þ.b. 33 grömm af sykri í 330 ml dós af algengum gosdrykk, en 44 grömm í dós af Hrísmjólk frá Mjólkursamsölunni.“ Þetta er rangt. Hrísmjólk, sem er greinilega merkt sem eftirréttur til upplýsinga fyrir neytendur, inniheldur 32 gr af sykurtegundum. Þar af er hluti þess náttúrulegur sykur í mjólkinni svo að í réttinum og sósunni sem fylgir með er í raun 26 gr af sykri í hverri dós. Mistökin sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri gerir í sínum útreikningi er að segja að öll kolvetni í vörunni séu sykur. Svo er ekki enda hrísgrjón eitt af mikilvægri innihaldsefnum í Hrísmjólkinni.Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Þegar horft er á framleiðslu Mjólkursamsölunnar fer um 92% af allri mjólk í vörur án viðbætts sykurs eða sætuefna. Tæplega 15 þúsund tonn af sykri voru flutt inn árið 2016 skv. Hagstofunni og var ekkert af þeim sykurinnflutningi á vegum MS. Mjólkursamsalan hefur hefur minnkað sykur í vörum sínum, í einstökum vörum um allt að 30% frá árinu 2012 en auk þess skilgreint vörur sem eftirrétti þar sem á við til að gera neytendum auðveldara að velja vörur við hæfi. Er á stefnu fyrirtækisins að gera enn betur í þeim efnum í nánustu framtíð og höfum við sett okkur markmið í þeim efnum. Mjólkursamsalan veit að það að hjálpa neytendum að taka upplýstar og góðar ákvarðanir kemur öllum til góða. Rannsóknir embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræðum við HÍ og Landsspítala eru þar mikilvægar stofnanir í því samhengi. Dæmi um þetta eru rannsóknir á að D-vítamínneysla landsmanna er talsvert undir ráðleggingum og er D-vítamínneysla ungmenna sérstaklega lág. Því hóf Mjólkursamsalan árið 2012 sölu á D-vítamín bættri mjólk sem var gert samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræðum við HÍ og Landsspítala. Er þetta dæmi um samvinnu opinbera aðila og einkaaðila sem skilar ávinningi fyrir samfélagið. Það að hagsmunasamtök eins og Félag atvinnurekenda taki eina vöru frá fyrirtæki í rökstuðningi sínum og nafngreini sérstaklega er samtökunum og aðildarfélögum þess ekki til framdráttar hvað þá að fara með rangfærslur í því samhengi. Mjólkursamsalan mun því senda leiðréttingu til beggja ráðherra.Höfundur er verkefnisstjóri í upplýsinga-og fræðslumálum hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félag atvinnurekenda sendi bréf í vikunni á heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra vegna tillagna um að beita efnahagslegum hvötum í lýðheilsuskyni þar sem voru meðal annars tillögur um sykurskatt. Fer Ólafur með rangfærslur í bréfinu sem skylt er að leiðrétta, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings af málinu sem fór víða. Segir í bréfinu meðal annars „Þannig eru u.þ.b. 33 grömm af sykri í 330 ml dós af algengum gosdrykk, en 44 grömm í dós af Hrísmjólk frá Mjólkursamsölunni.“ Þetta er rangt. Hrísmjólk, sem er greinilega merkt sem eftirréttur til upplýsinga fyrir neytendur, inniheldur 32 gr af sykurtegundum. Þar af er hluti þess náttúrulegur sykur í mjólkinni svo að í réttinum og sósunni sem fylgir með er í raun 26 gr af sykri í hverri dós. Mistökin sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri gerir í sínum útreikningi er að segja að öll kolvetni í vörunni séu sykur. Svo er ekki enda hrísgrjón eitt af mikilvægri innihaldsefnum í Hrísmjólkinni.Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Þegar horft er á framleiðslu Mjólkursamsölunnar fer um 92% af allri mjólk í vörur án viðbætts sykurs eða sætuefna. Tæplega 15 þúsund tonn af sykri voru flutt inn árið 2016 skv. Hagstofunni og var ekkert af þeim sykurinnflutningi á vegum MS. Mjólkursamsalan hefur hefur minnkað sykur í vörum sínum, í einstökum vörum um allt að 30% frá árinu 2012 en auk þess skilgreint vörur sem eftirrétti þar sem á við til að gera neytendum auðveldara að velja vörur við hæfi. Er á stefnu fyrirtækisins að gera enn betur í þeim efnum í nánustu framtíð og höfum við sett okkur markmið í þeim efnum. Mjólkursamsalan veit að það að hjálpa neytendum að taka upplýstar og góðar ákvarðanir kemur öllum til góða. Rannsóknir embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræðum við HÍ og Landsspítala eru þar mikilvægar stofnanir í því samhengi. Dæmi um þetta eru rannsóknir á að D-vítamínneysla landsmanna er talsvert undir ráðleggingum og er D-vítamínneysla ungmenna sérstaklega lág. Því hóf Mjólkursamsalan árið 2012 sölu á D-vítamín bættri mjólk sem var gert samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræðum við HÍ og Landsspítala. Er þetta dæmi um samvinnu opinbera aðila og einkaaðila sem skilar ávinningi fyrir samfélagið. Það að hagsmunasamtök eins og Félag atvinnurekenda taki eina vöru frá fyrirtæki í rökstuðningi sínum og nafngreini sérstaklega er samtökunum og aðildarfélögum þess ekki til framdráttar hvað þá að fara með rangfærslur í því samhengi. Mjólkursamsalan mun því senda leiðréttingu til beggja ráðherra.Höfundur er verkefnisstjóri í upplýsinga-og fræðslumálum hjá MS.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar