Af hverju sækja ekki fleiri karlmenn í iðjuþjálfunarfræðinámið? Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 15. maí 2018 10:21 Ég er karlmaður og er nemi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri – Alþjóðlegt nám byggt á heilbrigðis- og félagsvísindum. Ég heiti Gísli og var að klára mitt fyrsta ár í fullu námi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri á Heilbrigðisvísindasviði. Ég verð að segja að námið kom mér verulega á óvart því ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu námið er faglegt, alþjóðlegt, vísindalegt og fjölbreytt og finnst ég vera knúinn til að skrifa um upplifun mína af náminu á mínu fyrsta ári sem nemandi. Nám í iðjuþjálfunarfræði er nefnilega bæði byggt á heilbrigðisvísindum og félagsvísindum. Ástæðan fyrir því er sú að iðjuþjálfar þurfa að búa yfir góðri þekkingu á þroskaferli mannsins á mismunandi æviskeiðum, uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans, félagsfræði, sálfræði og mats- og mælifræði til þess að geta sinnt sínu starfi. Iðjuþjálfun sem menntun og starf hefur því ákveðna sérstöðu bæði innan heilbrigðis- og félagsþjónustu í okkar samfélagi. Ég veit ekki um neitt annað nám sem veitir nemanda eins fjölbreytta og faglega þekkingu á eins breiðu sviði og iðjuþjálfunarfræði. Á mínu fyrsta ári í iðjuþjálfunarfræði fékk ég það besta úr öllu sem kennt er í Háskólanámi. Svo að fátt sé nefnt þá fékk ég innsýn í starfsemi iðjuþjálfunarfagsins, sögu iðjuþjálfunar á Íslandi og á heimsvísu, lærði um helstu áhrifaþætti heilsu og leiðir til að efla hana, hugmyndafræði heilsueflingar og samspil lífsstíls, erfða og umhverfis á heilsu mannsins frá vöggu til grafar. Ég lærði um byggingu og starfsemi mannslíkamans, þá eðlilega starfsemi allra líkamskerfanna, þar á meðal taugakerfis, innkirtla- og ónæmiskerfisins. Einnig fékk ég innsýn inn í skerðingar á þessum kerfum, meðferðarúrræði, forvarnir gegn sjúkdómum, faglega kennslu í skyndihjálp og verklega kennslu í endurlífgun. Ég lærði um fræðilegar undirstöður og aðferðir við að leggja mat á færni og þátttöku einstaklinga í daglegu lífi og mismunandi leiðir til að afla upplýsinga í starfi. Ég lærði um ólíkar gerðir matstækja til að leggja mat á getu og færni fólks og einnig um þróun og stöðlun þessara tækja, gæði þeirra, áreiðanleika og réttmæti sem og siðfræðilega þætti við notkun þeirra. Ég gerði mér grein fyrir því að heilsa er hápólitískt fyrirbæri og að umhverfið sjálft hefur gífurleg áhrif á heilsu og lífsgæði einstaklinga og samfélaga og gerði mér grein fyrir því hvernig samspil umhverfis, líkamlegra og hugræna þátta hafa áhrif á það sem við tökum okkur fyrir hendur í daglegu lífi. Vegna þess hversu námið er fjölbreytt, faglegt og fræðilegt þá mun B.S gráðan sjálf opna allar dyr fyrir mig í samfélaginu þegar kemur að starfsvettvangi því í henni eru svo mikil gæði, svo mikill fjölbreytileiki þekkingar sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Ég mun ekki bara geta klárað eins árs diplóma nám á meistarastigi að lokinni B.S gráðu og fengið starfsréttindi sem iðjuþjálfi heldur get ég einnig nýtt þessa menntun til að starfa hvar sem ég vil í samfélaginu á þann hátt sem ég sjálfur kýs. Að auki opnast dyr fyrir mig inn á vítt svið aukins meistaranáms ef ég hef áhuga fyrir því. Þess vegna kom mér verulega á óvart að fá þær upplýsingar frá Háskólanum á Akureyri að frá upphafi náms í iðjuþjálfunarfræði hafa aðeins 7 karlmenn útskrifast úr fjögurra ára námi fyrir B.S gráðu en 248 konur. Og að úr sér-skipulögðu námi í iðjuþjálfun í HA til B.S gráðu sem var skipulagt fyrir iðjuþjálfa sem höfðu lært erlendis og fengið diplómagráðu þar voru 44 konur en enginn karlmaður. Ég hafði einnig samband við Iðjuþjálfunarfélag Íslands og komst að því að ég er eini karlmaðurinn sem er með nemendaaðild hjá félaginu en að auki eru 13 konur með nemendaaðild í dag. Ég fékk einnig þær upplýsingar að það eru 7 starfandi karlmenn sem eru félagsmenn í Iðjuþjálfunarfélaginu sem kemur heim og saman við útskriftir karlmanna úr Háskólanum á Akureyri. Í félaginu eru 287 manns sem eru með fulla aðild og af þeim eru 6 karlmenn. Síðan eru 24 með svokallaða fagaðild og þar af er einn karlmaður, en fagaðild þýðir að sérfræðingur starfar undir öðrum samningum iðjuþjálfa eins og t.d. sem háskólakennari en heldur samt tengingunni við félagið með árgjaldi. Af hverju sækja ekki fleiri karlmenn í iðjuþjálfunarfræðinámið? Ég held að karlmenn hafi ekki fengið nægar upplýsingar um námið og hversu gífurlegir möguleikar til ýmissa starfa standa þeim til boða með B.S prófi en sú gráða opnar á möguleika til starfa innan menntastofnana, velferðarþjónustu, almenns vinnumarkaðs og félagasamtaka svo eitthvað sé nefnt. Að auki veitir Diplómapróf á meistarastigi sem er eins árs nám, starfsréttindi sem iðjuþjálfi sem er veitt af embætti landlæknis en iðjuþjálfar starfa m.a. innan heilbrigðis- og félagskerfisins, á almennum vinnumarkaði, í félagasamtökum, skólakerfinu, endurhæfingu og á geðsviði svo fátt sé nefnt. Einnig veitir alþjóðleg viðurkenning diplóma námsins möguleika á frekara námi og störfum erlendis. Ég vil eindregið hvetja alla til að kynna sér námið í iðjuþjálfunarfræði við HA og ekki síst karlmenn. Kannski verð ég áttundi karlmaðurinn til að útskrifast sem iðjuþjálfi á Íslandi? Ef svo er þá vona ég að fleiri karlmenn fylgi á eftir. Iðjuþjálfunarfræði er bæði fyrir karlmenn og konur og inniheldur allt sem nemandi getur óskað sér úr háskólanámi. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2018 er til 5. Júní.Ég læt fylgja með tengil á síðu námsins í iðjuþjálfunarfræði hjá Háskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég er karlmaður og er nemi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri – Alþjóðlegt nám byggt á heilbrigðis- og félagsvísindum. Ég heiti Gísli og var að klára mitt fyrsta ár í fullu námi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri á Heilbrigðisvísindasviði. Ég verð að segja að námið kom mér verulega á óvart því ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu námið er faglegt, alþjóðlegt, vísindalegt og fjölbreytt og finnst ég vera knúinn til að skrifa um upplifun mína af náminu á mínu fyrsta ári sem nemandi. Nám í iðjuþjálfunarfræði er nefnilega bæði byggt á heilbrigðisvísindum og félagsvísindum. Ástæðan fyrir því er sú að iðjuþjálfar þurfa að búa yfir góðri þekkingu á þroskaferli mannsins á mismunandi æviskeiðum, uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans, félagsfræði, sálfræði og mats- og mælifræði til þess að geta sinnt sínu starfi. Iðjuþjálfun sem menntun og starf hefur því ákveðna sérstöðu bæði innan heilbrigðis- og félagsþjónustu í okkar samfélagi. Ég veit ekki um neitt annað nám sem veitir nemanda eins fjölbreytta og faglega þekkingu á eins breiðu sviði og iðjuþjálfunarfræði. Á mínu fyrsta ári í iðjuþjálfunarfræði fékk ég það besta úr öllu sem kennt er í Háskólanámi. Svo að fátt sé nefnt þá fékk ég innsýn í starfsemi iðjuþjálfunarfagsins, sögu iðjuþjálfunar á Íslandi og á heimsvísu, lærði um helstu áhrifaþætti heilsu og leiðir til að efla hana, hugmyndafræði heilsueflingar og samspil lífsstíls, erfða og umhverfis á heilsu mannsins frá vöggu til grafar. Ég lærði um byggingu og starfsemi mannslíkamans, þá eðlilega starfsemi allra líkamskerfanna, þar á meðal taugakerfis, innkirtla- og ónæmiskerfisins. Einnig fékk ég innsýn inn í skerðingar á þessum kerfum, meðferðarúrræði, forvarnir gegn sjúkdómum, faglega kennslu í skyndihjálp og verklega kennslu í endurlífgun. Ég lærði um fræðilegar undirstöður og aðferðir við að leggja mat á færni og þátttöku einstaklinga í daglegu lífi og mismunandi leiðir til að afla upplýsinga í starfi. Ég lærði um ólíkar gerðir matstækja til að leggja mat á getu og færni fólks og einnig um þróun og stöðlun þessara tækja, gæði þeirra, áreiðanleika og réttmæti sem og siðfræðilega þætti við notkun þeirra. Ég gerði mér grein fyrir því að heilsa er hápólitískt fyrirbæri og að umhverfið sjálft hefur gífurleg áhrif á heilsu og lífsgæði einstaklinga og samfélaga og gerði mér grein fyrir því hvernig samspil umhverfis, líkamlegra og hugræna þátta hafa áhrif á það sem við tökum okkur fyrir hendur í daglegu lífi. Vegna þess hversu námið er fjölbreytt, faglegt og fræðilegt þá mun B.S gráðan sjálf opna allar dyr fyrir mig í samfélaginu þegar kemur að starfsvettvangi því í henni eru svo mikil gæði, svo mikill fjölbreytileiki þekkingar sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Ég mun ekki bara geta klárað eins árs diplóma nám á meistarastigi að lokinni B.S gráðu og fengið starfsréttindi sem iðjuþjálfi heldur get ég einnig nýtt þessa menntun til að starfa hvar sem ég vil í samfélaginu á þann hátt sem ég sjálfur kýs. Að auki opnast dyr fyrir mig inn á vítt svið aukins meistaranáms ef ég hef áhuga fyrir því. Þess vegna kom mér verulega á óvart að fá þær upplýsingar frá Háskólanum á Akureyri að frá upphafi náms í iðjuþjálfunarfræði hafa aðeins 7 karlmenn útskrifast úr fjögurra ára námi fyrir B.S gráðu en 248 konur. Og að úr sér-skipulögðu námi í iðjuþjálfun í HA til B.S gráðu sem var skipulagt fyrir iðjuþjálfa sem höfðu lært erlendis og fengið diplómagráðu þar voru 44 konur en enginn karlmaður. Ég hafði einnig samband við Iðjuþjálfunarfélag Íslands og komst að því að ég er eini karlmaðurinn sem er með nemendaaðild hjá félaginu en að auki eru 13 konur með nemendaaðild í dag. Ég fékk einnig þær upplýsingar að það eru 7 starfandi karlmenn sem eru félagsmenn í Iðjuþjálfunarfélaginu sem kemur heim og saman við útskriftir karlmanna úr Háskólanum á Akureyri. Í félaginu eru 287 manns sem eru með fulla aðild og af þeim eru 6 karlmenn. Síðan eru 24 með svokallaða fagaðild og þar af er einn karlmaður, en fagaðild þýðir að sérfræðingur starfar undir öðrum samningum iðjuþjálfa eins og t.d. sem háskólakennari en heldur samt tengingunni við félagið með árgjaldi. Af hverju sækja ekki fleiri karlmenn í iðjuþjálfunarfræðinámið? Ég held að karlmenn hafi ekki fengið nægar upplýsingar um námið og hversu gífurlegir möguleikar til ýmissa starfa standa þeim til boða með B.S prófi en sú gráða opnar á möguleika til starfa innan menntastofnana, velferðarþjónustu, almenns vinnumarkaðs og félagasamtaka svo eitthvað sé nefnt. Að auki veitir Diplómapróf á meistarastigi sem er eins árs nám, starfsréttindi sem iðjuþjálfi sem er veitt af embætti landlæknis en iðjuþjálfar starfa m.a. innan heilbrigðis- og félagskerfisins, á almennum vinnumarkaði, í félagasamtökum, skólakerfinu, endurhæfingu og á geðsviði svo fátt sé nefnt. Einnig veitir alþjóðleg viðurkenning diplóma námsins möguleika á frekara námi og störfum erlendis. Ég vil eindregið hvetja alla til að kynna sér námið í iðjuþjálfunarfræði við HA og ekki síst karlmenn. Kannski verð ég áttundi karlmaðurinn til að útskrifast sem iðjuþjálfi á Íslandi? Ef svo er þá vona ég að fleiri karlmenn fylgi á eftir. Iðjuþjálfunarfræði er bæði fyrir karlmenn og konur og inniheldur allt sem nemandi getur óskað sér úr háskólanámi. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2018 er til 5. Júní.Ég læt fylgja með tengil á síðu námsins í iðjuþjálfunarfræði hjá Háskólanum á Akureyri.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun