Rangfærslur um Backroads leiðréttar Tom Hale skrifar 17. maí 2018 07:00 Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar