Konur eru konum bestar Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir og Svala Hjörleifsdóttir skrifar 17. maí 2018 09:46 Sænskur stjórnmálamaður sagði einhvern tímann á fundi að jafnrétti í Svíþjóð væri ekki stjórnmálafólki að þakka. Konurnar sem hefðu staðið saman og krafist jafnréttis ættu allan heiður af því skuldlaust. Það er hárrétt. Samtakamáttur kvenna er eitt sterkasta einkenni íslenskrar kvennabaráttu. Konur hafa staðið saman sem systur, frænkur, mæðgur og vinkonur. Konur hafa myndað formleg og óformleg bandalög og samtök um lengri og skemmri tíma sem hafa skilað mörgum af mikilvægustu umbótum sögunnar.Góðgerðar- og líknarfélög kvennaGóðgerðarfélög kvenna hafa lagt grunn að góðu samfélagi. Barnaspítali Hringsins varð til fyrir tilstuðlan kvenna sem söfnuðu sleitulaust fyrir nýjum barnaspítala í rúma tvo áratugi. Hvítabandsspítali var rekinn í sjálfboðaliðavinnu og fyrir söfnunarfé kvenna, Thorvaldsenfélagið átti sinn þátt í uppbyggingu barnaheimila, Mæðrastyrksnefnd sinnir grunnþörfum fátæks fólks, Styrktarfélagið Líf hefur safnað fé fyrir kvennadeild Landspítalans og Sontahreyfingin og Sóroptimistar hafa lagt fram myndarlegar upphæðir til grasrótarsamtaka kvenna gegnum tíðina. Konur hafa þannig stoppað í göt karllægs kerfis með margvíslegum aðgerðum og lagt grunn að þjónustu sem telst sjálfsögð í dag.Hagsmunasamtök kvennaTil að fóta sig í karllægum geirum samfélagsins hafa konur reitt sig hver á aðra með formlegum og óformlegum leiðum. Sérstök kvennasamtök innan fagfélaga og stjórnmálaflokka hafa verið stofnuð þar sem konur styðja hver aðra, miðla af reynslu sinni og vinna saman að því að auka hag kvenna með því að breyta leikreglum, hefðum og venjum. Hér má til dæmis nefna Félag kvenna í atvinnurekstri, Félag kvenna í lögmennsku, Félag kvenna í tónlist (KÍTÓN), Samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (WIFT), Samtök kvenna af erlendum uppruna og fleiri og fleiri. Öll þessi samtök hafa haft umtalsverð áhrif á stöðu kvenna í samfélaginu.Pólítísk grasrótarsamtökTil viðbótar við góðgerðarfélögin hafa pólítísk grasrótarsamtök sprottið upp um afmörkuð málefni sem stjórnmálin hafa ekki tekið á með tilhlýðilegum hætti. Nærtækustu dæmin um þetta eru Samtök um kvennaathvarf og Stígamót sem hafa starfað frá því á 9. áratug síðustu aldar. Þessi samtök veita ekki aðeins nauðsynlega þjónustu, heldur opnuðu þau augu almennings fyrir tilvist kynbundins og kynferðislegs ofbeldis á sínum tíma og hafa veitt stjórnvöldum mikilvægt aðhald og hvatningu allt frá stofnun. Almenn femínísk grasrótarsamtök hafa einnig haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Kvenréttindafélag Íslands hefur í heila öld barist fyrir réttindum kvenna í víðu samhengi, Rauðsokkahreyfingin tryggði konum m.a. sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og Femínistafélag Íslands var leiðandi afl gegn staðalmyndum og klámvæðingu langt frameftir þessari öld.KvennaframboðinKvennahreyfingin er þriðja kvennaframboð Íslandssögunnar. Kvennaframboðið í Reykjavík 1915 markaði upphaf að formlegri stjórnmálaþátttöku kvenna, í fyrstu kosningunum sem konur höfðu kosningarétt og kjörgengi. Næsta Kvennaframboð bauð fram í Reykjavík árið 1982, en fram að því höfðu aðeins örfáar konur verið kjörnir fulltrúar almennings. Í þingkosningunum 1983 fjölgaði konum úr 5% í 15% með tilkomu Kvennalistans. Kvennaframboð hafa ekki aðeins aukið hlutfall kvenna meðal kjörinna fulltrúa, heldur hafa þau breytt áherslum stjórnmálanna. Leikskólarnir eins og við þekkjum þá í dag eru gott dæmi um það. Kvennahreyfingin byggir á arfleifð þessara framboða, þó aðstæður séu breyttar í dag. Megináhersla þessa nýja framboðs er á öryggi kvenna og jaðarsettra hópa.Femínísk kvennasamstaðaKyn skiptir máli og femínísmi skiptir máli. Réttar konur á réttum stað geta lyft Grettistaki. Bann við kaupum á vændi varð að veruleika vegna þrautsegju Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fékk með sér konur úr öllum flokkum sem lögðu málið fyrir aftur og aftur og aftur þar til það loksins náðist í gegn. Eina mansalsmálið sem farið hefur fyrir dóm var rannsakað og unnið undir stjórn kvenna. Bjarkarhlíð varð til vegna náins samstarfs kvenna úr ólíkum áttum: Sóleyjar Tómasdóttur, þáverandi forseta borgarstjórnar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ofbeldisvarnarnefndar, Eyglóar Harðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra sem allar voru í stöðu til að taka ákvarðanir og breyta. Það er í þessum anda sem Kvennahreyfingin hyggst vinna. Kvennahreyfingin samanstendur af breiðum hópi kvenna sem er þakklátur fyrir þrotlausa vinnu kvenna í gegnum tíðina og vill leggja sitt af mörkum til að halda vegferðinni áfram. Kvennahreyfingin vill taka höndum saman með konum alls staðar að og styðja við femínískan málstað hvar og hvenær sem er þar til raunverulegu jafnrétti hefur verið náð.Höfundar eru í framboði fyrir Kvennahreyfinguna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sænskur stjórnmálamaður sagði einhvern tímann á fundi að jafnrétti í Svíþjóð væri ekki stjórnmálafólki að þakka. Konurnar sem hefðu staðið saman og krafist jafnréttis ættu allan heiður af því skuldlaust. Það er hárrétt. Samtakamáttur kvenna er eitt sterkasta einkenni íslenskrar kvennabaráttu. Konur hafa staðið saman sem systur, frænkur, mæðgur og vinkonur. Konur hafa myndað formleg og óformleg bandalög og samtök um lengri og skemmri tíma sem hafa skilað mörgum af mikilvægustu umbótum sögunnar.Góðgerðar- og líknarfélög kvennaGóðgerðarfélög kvenna hafa lagt grunn að góðu samfélagi. Barnaspítali Hringsins varð til fyrir tilstuðlan kvenna sem söfnuðu sleitulaust fyrir nýjum barnaspítala í rúma tvo áratugi. Hvítabandsspítali var rekinn í sjálfboðaliðavinnu og fyrir söfnunarfé kvenna, Thorvaldsenfélagið átti sinn þátt í uppbyggingu barnaheimila, Mæðrastyrksnefnd sinnir grunnþörfum fátæks fólks, Styrktarfélagið Líf hefur safnað fé fyrir kvennadeild Landspítalans og Sontahreyfingin og Sóroptimistar hafa lagt fram myndarlegar upphæðir til grasrótarsamtaka kvenna gegnum tíðina. Konur hafa þannig stoppað í göt karllægs kerfis með margvíslegum aðgerðum og lagt grunn að þjónustu sem telst sjálfsögð í dag.Hagsmunasamtök kvennaTil að fóta sig í karllægum geirum samfélagsins hafa konur reitt sig hver á aðra með formlegum og óformlegum leiðum. Sérstök kvennasamtök innan fagfélaga og stjórnmálaflokka hafa verið stofnuð þar sem konur styðja hver aðra, miðla af reynslu sinni og vinna saman að því að auka hag kvenna með því að breyta leikreglum, hefðum og venjum. Hér má til dæmis nefna Félag kvenna í atvinnurekstri, Félag kvenna í lögmennsku, Félag kvenna í tónlist (KÍTÓN), Samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (WIFT), Samtök kvenna af erlendum uppruna og fleiri og fleiri. Öll þessi samtök hafa haft umtalsverð áhrif á stöðu kvenna í samfélaginu.Pólítísk grasrótarsamtökTil viðbótar við góðgerðarfélögin hafa pólítísk grasrótarsamtök sprottið upp um afmörkuð málefni sem stjórnmálin hafa ekki tekið á með tilhlýðilegum hætti. Nærtækustu dæmin um þetta eru Samtök um kvennaathvarf og Stígamót sem hafa starfað frá því á 9. áratug síðustu aldar. Þessi samtök veita ekki aðeins nauðsynlega þjónustu, heldur opnuðu þau augu almennings fyrir tilvist kynbundins og kynferðislegs ofbeldis á sínum tíma og hafa veitt stjórnvöldum mikilvægt aðhald og hvatningu allt frá stofnun. Almenn femínísk grasrótarsamtök hafa einnig haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Kvenréttindafélag Íslands hefur í heila öld barist fyrir réttindum kvenna í víðu samhengi, Rauðsokkahreyfingin tryggði konum m.a. sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og Femínistafélag Íslands var leiðandi afl gegn staðalmyndum og klámvæðingu langt frameftir þessari öld.KvennaframboðinKvennahreyfingin er þriðja kvennaframboð Íslandssögunnar. Kvennaframboðið í Reykjavík 1915 markaði upphaf að formlegri stjórnmálaþátttöku kvenna, í fyrstu kosningunum sem konur höfðu kosningarétt og kjörgengi. Næsta Kvennaframboð bauð fram í Reykjavík árið 1982, en fram að því höfðu aðeins örfáar konur verið kjörnir fulltrúar almennings. Í þingkosningunum 1983 fjölgaði konum úr 5% í 15% með tilkomu Kvennalistans. Kvennaframboð hafa ekki aðeins aukið hlutfall kvenna meðal kjörinna fulltrúa, heldur hafa þau breytt áherslum stjórnmálanna. Leikskólarnir eins og við þekkjum þá í dag eru gott dæmi um það. Kvennahreyfingin byggir á arfleifð þessara framboða, þó aðstæður séu breyttar í dag. Megináhersla þessa nýja framboðs er á öryggi kvenna og jaðarsettra hópa.Femínísk kvennasamstaðaKyn skiptir máli og femínísmi skiptir máli. Réttar konur á réttum stað geta lyft Grettistaki. Bann við kaupum á vændi varð að veruleika vegna þrautsegju Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fékk með sér konur úr öllum flokkum sem lögðu málið fyrir aftur og aftur og aftur þar til það loksins náðist í gegn. Eina mansalsmálið sem farið hefur fyrir dóm var rannsakað og unnið undir stjórn kvenna. Bjarkarhlíð varð til vegna náins samstarfs kvenna úr ólíkum áttum: Sóleyjar Tómasdóttur, þáverandi forseta borgarstjórnar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ofbeldisvarnarnefndar, Eyglóar Harðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra sem allar voru í stöðu til að taka ákvarðanir og breyta. Það er í þessum anda sem Kvennahreyfingin hyggst vinna. Kvennahreyfingin samanstendur af breiðum hópi kvenna sem er þakklátur fyrir þrotlausa vinnu kvenna í gegnum tíðina og vill leggja sitt af mörkum til að halda vegferðinni áfram. Kvennahreyfingin vill taka höndum saman með konum alls staðar að og styðja við femínískan málstað hvar og hvenær sem er þar til raunverulegu jafnrétti hefur verið náð.Höfundar eru í framboði fyrir Kvennahreyfinguna
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun