Öll viðfangsefni borgarinnar eru femínísk Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifar 17. maí 2018 21:13 Kvennahreyfingin hefur einsett sér að nálgast öll viðfangsefni borgarstjórnar með kynjagleraugum, rýna í ólíkar þarfir allra kynja og jaðarsettra hópa. Kvennahreyfingin mun nálgast öll viðfangsefni út frá femínísku sjónarhorni, því öll eru þau rammkynjuð. Skipulagsmál eru jafnréttismál, enda snýst þétting byggðar um bætta nærþjónustu sem léttir á ólaunuðum heimilisstörfum á borð við klippingar, læknisferðir, innkaup, skutl og snatt. Þessi störf eru enn að mestu leyti á herðum kvenna. Þétting byggðar verður þó að taka mið af reynsluheimi kvenna og tryggja upplýst, aðgengileg og aðlaðandi almannarými. Undirgöng og skuggasund vekja ónotatilfinningu margra kvenna sem er óþarfi. Skipuleggjum borgina þannig að fólk geti gengið um hana frjálst og öruggt. Íþrótta- og tómstundamál eru jafnréttismál, enda eru áhugamál barna talsvert kynjuð. Á meðan hægt er að stunda fótbolta í öllum hverfum borgarinnar (þar sem meirihluti iðkenda eru strákar) þarf að ferðast langar vegalengdir og oft milli hverfa til að geta stundað fimleika (þar sem meirihluti iðkenda eru stelpur). Sundlaugar borgarinnar þarf að endurhanna með tilliti til þarfa transfólks og fatlaðs fólks og taka tillit til fólks sem ekki hefur sama viðhorf til nektar og meginþorri innfæddra Íslendinga. Menningarmál eru kynjuð, þar sem mikilvægt er að listir séu eftir, um og fyrir fjölbreyttan hóp fólks. Sýnileiki og vegsemd listafólks af öllum kynjum og úr ólíkum hópum skiptir máli, listasýningar og viðburðir þurfa að fjalla um reynsluheim ólíks fólks og þurfa að höfða til fjölbreytileikans. Velferðarmál eru aldeilis kynjuð, enda verður öll aðstoð og þjónusta að taka mið af ólíkum veruleika kynjanna. Beita verður öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að fatlað fólk og aldrað fólk verði fyrir ofbeldi eða vanrækslu, heldur fái fyrsta flokks þjónustu á jafnréttisgrundvelli. Skólamálin eru gríðarlega kynjuð, en þar gefst einnig tækifæri til að kenna og valdefla börn til að takast á við staðalmyndir og bein og óbein skilaboð samfélagsins sem hefta tækifæri þeirra og áhugasvið. Stórefling Jafnrétisskólans er eitt stærsta mál Kvennahreyfingarinnar, enda nauðsynlegt að gera betur í þessum efnum. Á öllum sviðum borgarinnar starfar metnaðarfullt starfsfólk sem gerir sitt besta á hverjum degi til að þjónusta borgarbúa eins vel og hægt er. Hlutverk stjórnmálafólks er að skapa ramma utanum þjónustuna og móta stefnu í ólíkum málaflokkum. Þar skiptir máli að ólík sjónarmið sjáist og heyrist, ekki síst þau kynjuðu. Þau sjónarmið bjóðum við fram í Reykjavík fyrir næsta kjörtímabil. Við heitum því að styðja allar góðar ákvarðanir í þágu aukins frelsis og mannréttinda, að undangenginni ítarlegri femínískri rýningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennahreyfingin hefur einsett sér að nálgast öll viðfangsefni borgarstjórnar með kynjagleraugum, rýna í ólíkar þarfir allra kynja og jaðarsettra hópa. Kvennahreyfingin mun nálgast öll viðfangsefni út frá femínísku sjónarhorni, því öll eru þau rammkynjuð. Skipulagsmál eru jafnréttismál, enda snýst þétting byggðar um bætta nærþjónustu sem léttir á ólaunuðum heimilisstörfum á borð við klippingar, læknisferðir, innkaup, skutl og snatt. Þessi störf eru enn að mestu leyti á herðum kvenna. Þétting byggðar verður þó að taka mið af reynsluheimi kvenna og tryggja upplýst, aðgengileg og aðlaðandi almannarými. Undirgöng og skuggasund vekja ónotatilfinningu margra kvenna sem er óþarfi. Skipuleggjum borgina þannig að fólk geti gengið um hana frjálst og öruggt. Íþrótta- og tómstundamál eru jafnréttismál, enda eru áhugamál barna talsvert kynjuð. Á meðan hægt er að stunda fótbolta í öllum hverfum borgarinnar (þar sem meirihluti iðkenda eru strákar) þarf að ferðast langar vegalengdir og oft milli hverfa til að geta stundað fimleika (þar sem meirihluti iðkenda eru stelpur). Sundlaugar borgarinnar þarf að endurhanna með tilliti til þarfa transfólks og fatlaðs fólks og taka tillit til fólks sem ekki hefur sama viðhorf til nektar og meginþorri innfæddra Íslendinga. Menningarmál eru kynjuð, þar sem mikilvægt er að listir séu eftir, um og fyrir fjölbreyttan hóp fólks. Sýnileiki og vegsemd listafólks af öllum kynjum og úr ólíkum hópum skiptir máli, listasýningar og viðburðir þurfa að fjalla um reynsluheim ólíks fólks og þurfa að höfða til fjölbreytileikans. Velferðarmál eru aldeilis kynjuð, enda verður öll aðstoð og þjónusta að taka mið af ólíkum veruleika kynjanna. Beita verður öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að fatlað fólk og aldrað fólk verði fyrir ofbeldi eða vanrækslu, heldur fái fyrsta flokks þjónustu á jafnréttisgrundvelli. Skólamálin eru gríðarlega kynjuð, en þar gefst einnig tækifæri til að kenna og valdefla börn til að takast á við staðalmyndir og bein og óbein skilaboð samfélagsins sem hefta tækifæri þeirra og áhugasvið. Stórefling Jafnrétisskólans er eitt stærsta mál Kvennahreyfingarinnar, enda nauðsynlegt að gera betur í þessum efnum. Á öllum sviðum borgarinnar starfar metnaðarfullt starfsfólk sem gerir sitt besta á hverjum degi til að þjónusta borgarbúa eins vel og hægt er. Hlutverk stjórnmálafólks er að skapa ramma utanum þjónustuna og móta stefnu í ólíkum málaflokkum. Þar skiptir máli að ólík sjónarmið sjáist og heyrist, ekki síst þau kynjuðu. Þau sjónarmið bjóðum við fram í Reykjavík fyrir næsta kjörtímabil. Við heitum því að styðja allar góðar ákvarðanir í þágu aukins frelsis og mannréttinda, að undangenginni ítarlegri femínískri rýningu.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar