Agnar Smári sneri blaðinu við: Ég var 105 kíló og floppaði í atvinnumennskunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2018 21:47 ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd. Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03
Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00