Agnar Smári sneri blaðinu við: Ég var 105 kíló og floppaði í atvinnumennskunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2018 21:47 ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd. Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03
Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00