Agnar Smári sneri blaðinu við: Ég var 105 kíló og floppaði í atvinnumennskunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2018 21:47 ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd. Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Sjá meira
ÍBV er komið í 2-1 forystu gegn FH í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Agnar Smári átti góðan leik í kvöld og var tekinn í viðtal í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Hann ræddi meðal annars um leikinn og alvarleg meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik. Gísli spilaði ekki meira eftir það. „Ég óska honum alls hins besta og ég vona að hann spila næsta leik. Það er gaman að spila á móti honum og það er gaman fyrir einvígið að hafa hann með,“ sagði Agnar Smári. Það hefur gengið á ýmsu hjá Agnari Smára sem sást bæði kasta upp og gráta á hliðarlínunni í fyrsta leiknum í einvíginu.Sjá einnig: Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok „Mér líður frábærlega í dag,“ sagði hann. „Eftir leikinn í Kaplakrika hringdi ég í pabba og bað um að tala við hann. Hann hefur verið mikið í Dale Carnegie og hefur hjálpað mér mikið,“ sagði Agnar Smári en pabbi hans yfirheyrði strákinn um hreinlæti, matarræði og svefn. „Það var ekki hreint heima hjá mér og ég hefði getað gert betur í hinu. Ég tók mér síðustu tvo daga í að gera allt spikk og span heima - skvísur mega koma í heimsókn,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Þá fer hausinn í gang og þetta fer þá allt að koma. Ég vissi að þetta væri einn af mínum síðustu leikjum í Vestmannaeyjum og ég ætlaði að njóta hans.“ Agnar Smári sagði einnig frá því að hann hafi tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí. „Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann. „Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“ Sjáðu viðtalið allt hér fyrir neðan, þar sem Agnar Smári svarar til dæmis spurningu um Mighty Ducks 2 kvikmyndina og líkindi ÍBV-liðsins við íslenska íshokkíliðiði í þeirri ágætu kvikmynd.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03 Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Sjá meira
Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara Arnar Pétursson var sáttur eftir sigurinn á FH en sagði að Agnar Smári Jónsson væri á leið burt eftir tímabilið. 12. maí 2018 21:03
Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV. 15. maí 2018 16:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00