Af hverju ættum við að fjárfesta í börnum? Ragnhildur Reynisdóttir skrifar 17. maí 2018 22:50 Ég var á fyrirlestri um daginn sem fjallaði um það hversu mikið við getum búist við að kostnaður í heilbrigðiskerfinu muni vaxa á næstu árum. Það er skemmst frá því að segja að sú kostnaðaraukning er umtalsverð. Ástæðan er auknar kröfur um þjónustu og meðferðir og fjölgun í efsta aldurshópnum. Þetta væri kannski ekki svo mikið áhyggjuefni ef við sæjum sömu fjölgun fæðinga en það er því miður ekki svo. Það segir sig sjálft að á meðan dregur úr fæðingum og öldruðum fjölgar verður ekki einungis erfitt að reka heilbrigðisþjónustuna til framtíðar heldur alla aðra þjónustu, svo sem velferðarþjónustu, menntakerfið, samgöngukerfið svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki ljóst að við þurfum að hlúa að barnafjölskyldum og hvetja ungt fólk til að eignast börn og búa þeim umhverfi til að dafna? Þau munu sjá um mig, og sennilega líka þig kæri lesandi, þegar við þurfum á þjónustu að halda. Mér finnst það borðleggjandi. Sem samfélag þurfum við á því að halda að fæðingarorlof verði lengt og báðir foreldrar hvattir til töku þess. Foreldrar þurfa að hafa vissu fyrir því að þau hafi aðgang að öruggri vistun fyrir börn sín þegar orlofinu lýkur, hvort sem um er að ræða ungbarnaleikskóla eða dagforeldri. Við þurfum ennfremur að hlúa að börnunum með góðri og heildstæðri menntun innan leik- og grunnskóla, aðgang fyrir alla að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt hollri næringu og geðheilbrigðisþjónustu. Við í BF Viðreisn viljum að Kópavogur móti heildstæða stefnu um þjónustu fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til þau fara í framhaldsskóla. Draga úr kostnaði foreldra og jafna aðstöðu barna til náms og tómstunda. Við viljum tryggja börnum góða næringu og aðgang að sálfræðiaðstoð þegar við á. Með því að forgangsraða fjármunum okkar í þágu barna fáum við ekki einungis fleiri börn í Kópavog heldur mun menntakerfið okkar brautskrá fleiri forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi, ásamt því að vilja sinna mér og þér.Höfundur er markaðsstjóri og ljósmóðir og skipar 3. sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég var á fyrirlestri um daginn sem fjallaði um það hversu mikið við getum búist við að kostnaður í heilbrigðiskerfinu muni vaxa á næstu árum. Það er skemmst frá því að segja að sú kostnaðaraukning er umtalsverð. Ástæðan er auknar kröfur um þjónustu og meðferðir og fjölgun í efsta aldurshópnum. Þetta væri kannski ekki svo mikið áhyggjuefni ef við sæjum sömu fjölgun fæðinga en það er því miður ekki svo. Það segir sig sjálft að á meðan dregur úr fæðingum og öldruðum fjölgar verður ekki einungis erfitt að reka heilbrigðisþjónustuna til framtíðar heldur alla aðra þjónustu, svo sem velferðarþjónustu, menntakerfið, samgöngukerfið svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki ljóst að við þurfum að hlúa að barnafjölskyldum og hvetja ungt fólk til að eignast börn og búa þeim umhverfi til að dafna? Þau munu sjá um mig, og sennilega líka þig kæri lesandi, þegar við þurfum á þjónustu að halda. Mér finnst það borðleggjandi. Sem samfélag þurfum við á því að halda að fæðingarorlof verði lengt og báðir foreldrar hvattir til töku þess. Foreldrar þurfa að hafa vissu fyrir því að þau hafi aðgang að öruggri vistun fyrir börn sín þegar orlofinu lýkur, hvort sem um er að ræða ungbarnaleikskóla eða dagforeldri. Við þurfum ennfremur að hlúa að börnunum með góðri og heildstæðri menntun innan leik- og grunnskóla, aðgang fyrir alla að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt hollri næringu og geðheilbrigðisþjónustu. Við í BF Viðreisn viljum að Kópavogur móti heildstæða stefnu um þjónustu fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til þau fara í framhaldsskóla. Draga úr kostnaði foreldra og jafna aðstöðu barna til náms og tómstunda. Við viljum tryggja börnum góða næringu og aðgang að sálfræðiaðstoð þegar við á. Með því að forgangsraða fjármunum okkar í þágu barna fáum við ekki einungis fleiri börn í Kópavog heldur mun menntakerfið okkar brautskrá fleiri forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi, ásamt því að vilja sinna mér og þér.Höfundur er markaðsstjóri og ljósmóðir og skipar 3. sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun