Af hverju ættum við að fjárfesta í börnum? Ragnhildur Reynisdóttir skrifar 17. maí 2018 22:50 Ég var á fyrirlestri um daginn sem fjallaði um það hversu mikið við getum búist við að kostnaður í heilbrigðiskerfinu muni vaxa á næstu árum. Það er skemmst frá því að segja að sú kostnaðaraukning er umtalsverð. Ástæðan er auknar kröfur um þjónustu og meðferðir og fjölgun í efsta aldurshópnum. Þetta væri kannski ekki svo mikið áhyggjuefni ef við sæjum sömu fjölgun fæðinga en það er því miður ekki svo. Það segir sig sjálft að á meðan dregur úr fæðingum og öldruðum fjölgar verður ekki einungis erfitt að reka heilbrigðisþjónustuna til framtíðar heldur alla aðra þjónustu, svo sem velferðarþjónustu, menntakerfið, samgöngukerfið svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki ljóst að við þurfum að hlúa að barnafjölskyldum og hvetja ungt fólk til að eignast börn og búa þeim umhverfi til að dafna? Þau munu sjá um mig, og sennilega líka þig kæri lesandi, þegar við þurfum á þjónustu að halda. Mér finnst það borðleggjandi. Sem samfélag þurfum við á því að halda að fæðingarorlof verði lengt og báðir foreldrar hvattir til töku þess. Foreldrar þurfa að hafa vissu fyrir því að þau hafi aðgang að öruggri vistun fyrir börn sín þegar orlofinu lýkur, hvort sem um er að ræða ungbarnaleikskóla eða dagforeldri. Við þurfum ennfremur að hlúa að börnunum með góðri og heildstæðri menntun innan leik- og grunnskóla, aðgang fyrir alla að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt hollri næringu og geðheilbrigðisþjónustu. Við í BF Viðreisn viljum að Kópavogur móti heildstæða stefnu um þjónustu fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til þau fara í framhaldsskóla. Draga úr kostnaði foreldra og jafna aðstöðu barna til náms og tómstunda. Við viljum tryggja börnum góða næringu og aðgang að sálfræðiaðstoð þegar við á. Með því að forgangsraða fjármunum okkar í þágu barna fáum við ekki einungis fleiri börn í Kópavog heldur mun menntakerfið okkar brautskrá fleiri forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi, ásamt því að vilja sinna mér og þér.Höfundur er markaðsstjóri og ljósmóðir og skipar 3. sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ég var á fyrirlestri um daginn sem fjallaði um það hversu mikið við getum búist við að kostnaður í heilbrigðiskerfinu muni vaxa á næstu árum. Það er skemmst frá því að segja að sú kostnaðaraukning er umtalsverð. Ástæðan er auknar kröfur um þjónustu og meðferðir og fjölgun í efsta aldurshópnum. Þetta væri kannski ekki svo mikið áhyggjuefni ef við sæjum sömu fjölgun fæðinga en það er því miður ekki svo. Það segir sig sjálft að á meðan dregur úr fæðingum og öldruðum fjölgar verður ekki einungis erfitt að reka heilbrigðisþjónustuna til framtíðar heldur alla aðra þjónustu, svo sem velferðarþjónustu, menntakerfið, samgöngukerfið svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki ljóst að við þurfum að hlúa að barnafjölskyldum og hvetja ungt fólk til að eignast börn og búa þeim umhverfi til að dafna? Þau munu sjá um mig, og sennilega líka þig kæri lesandi, þegar við þurfum á þjónustu að halda. Mér finnst það borðleggjandi. Sem samfélag þurfum við á því að halda að fæðingarorlof verði lengt og báðir foreldrar hvattir til töku þess. Foreldrar þurfa að hafa vissu fyrir því að þau hafi aðgang að öruggri vistun fyrir börn sín þegar orlofinu lýkur, hvort sem um er að ræða ungbarnaleikskóla eða dagforeldri. Við þurfum ennfremur að hlúa að börnunum með góðri og heildstæðri menntun innan leik- og grunnskóla, aðgang fyrir alla að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt hollri næringu og geðheilbrigðisþjónustu. Við í BF Viðreisn viljum að Kópavogur móti heildstæða stefnu um þjónustu fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til þau fara í framhaldsskóla. Draga úr kostnaði foreldra og jafna aðstöðu barna til náms og tómstunda. Við viljum tryggja börnum góða næringu og aðgang að sálfræðiaðstoð þegar við á. Með því að forgangsraða fjármunum okkar í þágu barna fáum við ekki einungis fleiri börn í Kópavog heldur mun menntakerfið okkar brautskrá fleiri forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi, ásamt því að vilja sinna mér og þér.Höfundur er markaðsstjóri og ljósmóðir og skipar 3. sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun