Okkar olíusjóður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. maí 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi?
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun