Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2018 18:30 Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson. Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. Á tímabilinu janúar til apríl í fyrra seldust 6705 nýir bílar hér á landi. Á þessu ári seldust 6427 bílar á sama tímabili samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu en það er samdráttur upp á 4,1 prósent. Munurinn er ennþá meiri ef sölutölur fyrir apríl eru skoðaðar en í apríl í fyrra seldust 2048 nýir bílar en 1812 ár. Það samdráttur upp á 11,5 prósent. „Árið í fyrra var langstærsta bílasöluárið á Íslandi frá upphafi. Þannig að árið í ár verður þá næststærsta árið, eins og það byrjar, en helstu ástæður samdráttar í sölu eru að það hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar losna næsta haust og næsta vetur. Þannig að það hægir aðeins á þessu á meðan en samt sem áður stefnir í að árið verði mjög gott,“ segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Sérstaka athygli vekur að af nýjum bílum er hlutfall díselbíla mjög hátt eða 42,5 prósent og hefur sala á díselbílum dregist saman um aðeins 1 prósent milli ára. Af nýjum bílum er dísel vinsælasti orkugjafinn. Fjölmargar evrópskar borgir hafa bannað díselbíla en það eru í langflestum ef ekki öllum tilvikum eldri tegundir díselbíla sem uppfylla ekki kröfur um losun koltvísýrings og nitorxíðs samkvæmt nýjasta mengunarstaðlinum, Euro 6. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu. Dómsniðurstaða Stjórnsýsludómstóllsins í Leipzig í Þýskalandi í febrúar síðastliðnum kveður á um að þýskar borgar- og sveitarstjórnir geta sett takmarkað bann við akstri mengandi díselbíla sem uppfylla eldri mengunarstaðla, þ.e. Euro 5, 4 og eldri. Að þessu sögðu er ljóst að ef gerðar yrðu takmarkanir á akstri díselbíla hér á landi myndu slíkar takmarkanir að öllum líkindum aðeins ná til eldri tegunda sem uppfylla ekki Euro 6. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og útblæstri véla undanfarin ár. Ekki síst í dísel og bensínbílum. Við gerum ráð fyrir því að eftir sjö til átta ár muni nást jafnvægi í framleiðslukostnaði á díselbílum, bensínbílum og rafmagnsbílum þannig að fram að því verður gríðarleg þróun í þessum bílum. Vélarnar eru miklu hreinni en þær voru fyrir tveimur áratugum og neytendur sjá það í eyðslu og mengun,“ segir Jón Trausti Ólafsson.
Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira