Bollívúdd og Nollívúdd Þorvaldur Gylfason skrifar 3. maí 2018 07:00 Heimurinn hefur breytzt. Árin eftir heimsstyrjöldina síðari voru Bandaríkin allsráðandi að heita má, þau voru hálfur heimurinn. Landsframleiðsla Bandaríkjanna var næstum helmingurinn af framleiðslu alls heimsins eða 40% 1960 þótt Bandaríkjamenn teldu þá aðeins 6% af heildarmannfjölda heimsins. Nú er landsframleiðsla Bandaríkjanna komin niður í fjórðung af heimsframleiðslunni og tæpan sjöttung (15%) ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Hlutdeild Bandaríkjanna í mannfjölda heimsins er nú 4%. Allt er þetta eðlilegt eins og ráða má af því að Indland og Kína eru nú einnig orðin að stórveldum, hvort á sína vísu. Samanlögð hlutdeild Indlands og Kína í heimsframleiðslunni var 7% 1960 þótt meira en þriðjungur mannkyns byggi þar þá eins og nú. Risarnir tveir í austri eru glaðvaknaðir. Samanlagt framlag þeirra til heimsframleiðslunnar er komið upp í 18% af heildinni og 23% ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Landsframleiðsla Kína var innan við fimmtungur af landsframleiðslu Bandaríkjanna 1990 miðað við kaupmátt, sigldi fram úr Bandaríkjunum 2013 og stefnir nú í að verða helmingi meiri en þar 2020. En þar eð Kínverjar eru rösklega fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn verður landsframleiðsla á mann miðað við kaupmátt þar austur frá þó ekki nema röskur þriðjungur af framleiðslu á mann í Bandaríkjunum 2020 ef svo fer sem horfir. Kínverjar eiga ennþá langt í land.Heimur batnandi fer Sænski lýðheilsufræðiprófessorinn Hans Rosling sem lézt í fyrra þreyttist aldrei á að minna menn á að heimurinn hefur ekki bara breytzt heldur hefur hann tekið stórstígum framförum. Mörg okkar gera sér ekki fulla grein fyrir þessu af ýmsum ástæðum eins og Rosling rekur í bók sinni Factfulness sem var að koma út. Við höldum t.d. mörg að hamfarir og hryðjuverk séu miklu algengari en raun ber vitni um þar eð við heyrum svo margar fréttir af slíkum hörmungum og hræðumst þær. Framför heimsins vekur minni eftirtekt og ótta. Rosling tekur mörg dæmi til að hreyfa við lesendum sínum. Hann spyr:Veiztu hversu hátt hlutfall allra íbúa heimsins býr í lágtekjulöndum og þarf að láta sér nægja 200 krónur á mann á dag skv. mælingum Alþjóðabankans? Rétt svar er 9%, miklu lægra hlutfall en flestir gera sér í hugarlund. Flest fólk býr nú orðið í miðlungstekjulöndum.Veiztu hversu meðalævi allra íbúa heimsins er löng? Rétt svar er 72 ár, mun hærri tala en flestir halda. Meðalævi Kínverja er komin upp í 76 ár, Indverja 69 ár og Afríku sunnan Sahara 60 ár líkt og var hér heima árin fyrir stríð. Veiztu hversu hátt hlutfall barna heimsins fær bólusetningu nú orðið? Rétt svar er 88%.Veiztu hversu hátt hlutfall heimsbyggðarinnar hefur aðgang að rafmagni? Rétt svar er 80%. Rosling lagði nokkrar svona spurningar fyrir allmarga leiðtoga heimsins og viðskiptalífsins á ársfundi þeirra í Davos í Sviss fyrir nokkru. Þegar hann hafði farið yfir svörin gat hann sagt þeim að simpansar myndu hafa staðið sig betur á prófinu. Hann átti við að blindar ágizkanir, ólitaðar af fordómum, hefðu skilað fleiri réttum svörum.Nýtt landslag, nýir landvinningar Þessar tölur og margar aðrar vitna um gerbreytt landslag heimsins, ekki aðeins í efnahags- og heilbrigðismálum heldur einnig á öðrum sviðum. Kaninn var á fyrri tíð allsráðandi í bílabransanum og bíóbransanum en það er hann ekki lengur. Asískir bílar eru nú algengari en amerískir bílar á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Bandaríkin eru komin niður í þriðja sætið á listanum yfir þau lönd þar sem flestar kvikmyndir eru framleiddar. Í efsta sætinu er Indland með 2.000 kvikmyndir í fyrra, þar af eina mynd á dag allt árið í Bollívúdd sem er samheiti á kvikmyndaverunum í Bombay sem heitir nú Múmbaí. Í öðru sæti listans er Nígería þar sem ein milljón manna vinnur nú við kvikmyndagerð. Nollívúdd-myndir seljast nú eins og heitar lummur um alla Afríku og víðar. Sé löndum raðað eftir hagnaði af kvikmyndagerð eru Bandaríkin enn í forustu og á eftir koma Kína, Bretland, Japan, Indland, Frakkland og Suður-Kórea. Takið eftir þessu: fjögur Asíulönd skipa 2., 4., 5. og 7. sæti listans. Indverjar byrjuðu að búa til kvikmyndir um svipað leyti og Bandaríkjamenn, um og upp úr 1910 og hafa verið að æ síðan. Lengi vel höfðuðu indverskar myndir lítt til annarra en Indverja sjálfra, en það hefur breytzt. Margar indverskar myndir falla nú orðið vel að smekk útlendinga. Þessu veldur bæði mikil framför í indverskri kvikmyndagerð og meiri forvitni og víðsýni áhorfenda um allan heim. Síðustu ár hefur Aamir Khan gert hverja stórmyndina á eftir annarri, fjölbreyttar, langar, innihaldsríkar og stundum rammpólitískar myndir. Kvikmyndaunnendur og gagnrýnendur um allan heim gefa myndum Khans o.fl. Indverja jafnháar einkunnir og sumum dáðustu og lífseigustu Hollívúdd-myndum fyrri tíðar eins og t.d. Citizen Kane og Kösublönku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur breytzt. Árin eftir heimsstyrjöldina síðari voru Bandaríkin allsráðandi að heita má, þau voru hálfur heimurinn. Landsframleiðsla Bandaríkjanna var næstum helmingurinn af framleiðslu alls heimsins eða 40% 1960 þótt Bandaríkjamenn teldu þá aðeins 6% af heildarmannfjölda heimsins. Nú er landsframleiðsla Bandaríkjanna komin niður í fjórðung af heimsframleiðslunni og tæpan sjöttung (15%) ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Hlutdeild Bandaríkjanna í mannfjölda heimsins er nú 4%. Allt er þetta eðlilegt eins og ráða má af því að Indland og Kína eru nú einnig orðin að stórveldum, hvort á sína vísu. Samanlögð hlutdeild Indlands og Kína í heimsframleiðslunni var 7% 1960 þótt meira en þriðjungur mannkyns byggi þar þá eins og nú. Risarnir tveir í austri eru glaðvaknaðir. Samanlagt framlag þeirra til heimsframleiðslunnar er komið upp í 18% af heildinni og 23% ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Landsframleiðsla Kína var innan við fimmtungur af landsframleiðslu Bandaríkjanna 1990 miðað við kaupmátt, sigldi fram úr Bandaríkjunum 2013 og stefnir nú í að verða helmingi meiri en þar 2020. En þar eð Kínverjar eru rösklega fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn verður landsframleiðsla á mann miðað við kaupmátt þar austur frá þó ekki nema röskur þriðjungur af framleiðslu á mann í Bandaríkjunum 2020 ef svo fer sem horfir. Kínverjar eiga ennþá langt í land.Heimur batnandi fer Sænski lýðheilsufræðiprófessorinn Hans Rosling sem lézt í fyrra þreyttist aldrei á að minna menn á að heimurinn hefur ekki bara breytzt heldur hefur hann tekið stórstígum framförum. Mörg okkar gera sér ekki fulla grein fyrir þessu af ýmsum ástæðum eins og Rosling rekur í bók sinni Factfulness sem var að koma út. Við höldum t.d. mörg að hamfarir og hryðjuverk séu miklu algengari en raun ber vitni um þar eð við heyrum svo margar fréttir af slíkum hörmungum og hræðumst þær. Framför heimsins vekur minni eftirtekt og ótta. Rosling tekur mörg dæmi til að hreyfa við lesendum sínum. Hann spyr:Veiztu hversu hátt hlutfall allra íbúa heimsins býr í lágtekjulöndum og þarf að láta sér nægja 200 krónur á mann á dag skv. mælingum Alþjóðabankans? Rétt svar er 9%, miklu lægra hlutfall en flestir gera sér í hugarlund. Flest fólk býr nú orðið í miðlungstekjulöndum.Veiztu hversu meðalævi allra íbúa heimsins er löng? Rétt svar er 72 ár, mun hærri tala en flestir halda. Meðalævi Kínverja er komin upp í 76 ár, Indverja 69 ár og Afríku sunnan Sahara 60 ár líkt og var hér heima árin fyrir stríð. Veiztu hversu hátt hlutfall barna heimsins fær bólusetningu nú orðið? Rétt svar er 88%.Veiztu hversu hátt hlutfall heimsbyggðarinnar hefur aðgang að rafmagni? Rétt svar er 80%. Rosling lagði nokkrar svona spurningar fyrir allmarga leiðtoga heimsins og viðskiptalífsins á ársfundi þeirra í Davos í Sviss fyrir nokkru. Þegar hann hafði farið yfir svörin gat hann sagt þeim að simpansar myndu hafa staðið sig betur á prófinu. Hann átti við að blindar ágizkanir, ólitaðar af fordómum, hefðu skilað fleiri réttum svörum.Nýtt landslag, nýir landvinningar Þessar tölur og margar aðrar vitna um gerbreytt landslag heimsins, ekki aðeins í efnahags- og heilbrigðismálum heldur einnig á öðrum sviðum. Kaninn var á fyrri tíð allsráðandi í bílabransanum og bíóbransanum en það er hann ekki lengur. Asískir bílar eru nú algengari en amerískir bílar á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Bandaríkin eru komin niður í þriðja sætið á listanum yfir þau lönd þar sem flestar kvikmyndir eru framleiddar. Í efsta sætinu er Indland með 2.000 kvikmyndir í fyrra, þar af eina mynd á dag allt árið í Bollívúdd sem er samheiti á kvikmyndaverunum í Bombay sem heitir nú Múmbaí. Í öðru sæti listans er Nígería þar sem ein milljón manna vinnur nú við kvikmyndagerð. Nollívúdd-myndir seljast nú eins og heitar lummur um alla Afríku og víðar. Sé löndum raðað eftir hagnaði af kvikmyndagerð eru Bandaríkin enn í forustu og á eftir koma Kína, Bretland, Japan, Indland, Frakkland og Suður-Kórea. Takið eftir þessu: fjögur Asíulönd skipa 2., 4., 5. og 7. sæti listans. Indverjar byrjuðu að búa til kvikmyndir um svipað leyti og Bandaríkjamenn, um og upp úr 1910 og hafa verið að æ síðan. Lengi vel höfðuðu indverskar myndir lítt til annarra en Indverja sjálfra, en það hefur breytzt. Margar indverskar myndir falla nú orðið vel að smekk útlendinga. Þessu veldur bæði mikil framför í indverskri kvikmyndagerð og meiri forvitni og víðsýni áhorfenda um allan heim. Síðustu ár hefur Aamir Khan gert hverja stórmyndina á eftir annarri, fjölbreyttar, langar, innihaldsríkar og stundum rammpólitískar myndir. Kvikmyndaunnendur og gagnrýnendur um allan heim gefa myndum Khans o.fl. Indverja jafnháar einkunnir og sumum dáðustu og lífseigustu Hollívúdd-myndum fyrri tíðar eins og t.d. Citizen Kane og Kösublönku.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun