Ávinningur endurhæfingar fyrir krabbameinsgreinda Sigrún Elva Einarsdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun