Framsókn gegn vaxandi kvíða og þunglyndi Bergþór Smári Pálmason Sighvats skrifar 3. maí 2018 07:00 Við Íslendingar eigum hér um bil met í því að setja börnin okkar á þunglyndislyf. Við byrjum að setja 5 ára börn á lyf því þeim líður illa. Þunglyndislyf hjá börnum undir 14 ára þekkist varla í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þannig að við erum að gera eitthvað rangt. Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vandamál. Það hefur verið í umræðunni að allt of margt ungt fólk er að koma úr skólakerfinu okkar með brotið sjálfsálit. Ástæðurnar á bak við þetta eru margþættar, prófkvíði reynist þeim um megn, stress frá félagslífinu og umhverfinu, heimilislífinu er ábótavant, samfélagsmiðlar anda ofan í hálsmálið á þeim, einelti, félagsfælni, laskað sjálfstraust, vanþekking og fáfræði foreldra og kennara á vandamálinu eða einhver setti ekki „Like“ á nýjustu Facebook-færsluna. Hver sem ástæðan er þá er vandinn til staðar. Við erum að horfa á gríðarlega fjölgun ungra öryrkja sökum geðrænna kvilla. Börnin okkar eru að verða félagsfælin, kvíðin og þau skortir sjálfstraust. Við erum dugleg að tala um vandamálið en hver er lausnin? Við verðum að vera framsækin í vitundarvakningu á þunglyndi. Fræðslufundir og námskeið verða að vera aðgengileg fyrir börnin sem og foreldra þeirra. Margir foreldrar eru ekki meðvitaðir um vandamálið fyrr en það er orðið of seint og það er vandamál út af fyrir sig. Mörg börn sem eru þunglynd eru heldur ekki meðvituð um það, þau færa rök fyrir hugsunum sínum og sannfæra sjálf sig um það að það sé allt í lagi að hata sjálfan sig, það sé eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við það að líta á sjálfan sig sem eitthvert úrhrak. Það skortir almenna þekkingu á þunglyndi og hvernig hugarheimur þunglyndra virkar. Það sem þarf að gera er að grípa barnið áður en þunglyndið festir sig í sessi. Við verðum að skima skólastofur og greina börnin hraðar og verðum að vanda til verks. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættueinkennum og kunna að taka eftir þeim. Við verðum að hlúa að börnunum okkar. Börnin eru okkar dýrmætasta auðlind, þau sem eiga eftir að taka við af okkur.Höfundur er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar eigum hér um bil met í því að setja börnin okkar á þunglyndislyf. Við byrjum að setja 5 ára börn á lyf því þeim líður illa. Þunglyndislyf hjá börnum undir 14 ára þekkist varla í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þannig að við erum að gera eitthvað rangt. Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vandamál. Það hefur verið í umræðunni að allt of margt ungt fólk er að koma úr skólakerfinu okkar með brotið sjálfsálit. Ástæðurnar á bak við þetta eru margþættar, prófkvíði reynist þeim um megn, stress frá félagslífinu og umhverfinu, heimilislífinu er ábótavant, samfélagsmiðlar anda ofan í hálsmálið á þeim, einelti, félagsfælni, laskað sjálfstraust, vanþekking og fáfræði foreldra og kennara á vandamálinu eða einhver setti ekki „Like“ á nýjustu Facebook-færsluna. Hver sem ástæðan er þá er vandinn til staðar. Við erum að horfa á gríðarlega fjölgun ungra öryrkja sökum geðrænna kvilla. Börnin okkar eru að verða félagsfælin, kvíðin og þau skortir sjálfstraust. Við erum dugleg að tala um vandamálið en hver er lausnin? Við verðum að vera framsækin í vitundarvakningu á þunglyndi. Fræðslufundir og námskeið verða að vera aðgengileg fyrir börnin sem og foreldra þeirra. Margir foreldrar eru ekki meðvitaðir um vandamálið fyrr en það er orðið of seint og það er vandamál út af fyrir sig. Mörg börn sem eru þunglynd eru heldur ekki meðvituð um það, þau færa rök fyrir hugsunum sínum og sannfæra sjálf sig um það að það sé allt í lagi að hata sjálfan sig, það sé eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við það að líta á sjálfan sig sem eitthvert úrhrak. Það skortir almenna þekkingu á þunglyndi og hvernig hugarheimur þunglyndra virkar. Það sem þarf að gera er að grípa barnið áður en þunglyndið festir sig í sessi. Við verðum að skima skólastofur og greina börnin hraðar og verðum að vanda til verks. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættueinkennum og kunna að taka eftir þeim. Við verðum að hlúa að börnunum okkar. Börnin eru okkar dýrmætasta auðlind, þau sem eiga eftir að taka við af okkur.Höfundur er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun