Takmörkuð þátttaka, iðjusvipting og fordómar samfélagsins Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 4. maí 2018 06:37 Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein er til að benda á þá miklu fordóma sem ríkja í okkar samfélagi í garð þeirra sem glíma við einhverskonar skerðingar eða sjúkdóma í mismunandi myndum. Til eru áhrifamiklar lýsingar frá fötluðu fólki sem segir frá því hvernig mismunun, skortur á mannréttindum og væntingum gerir því erfitt að lifa eðlilegu lífi. Þá er það viðhorf samfélagsins sem veldur því mestri vanlíðan og heilsutapi en ekki fötlun þeirra. Fólk tekur oft ekki mark á fötluðum einstaklingum og kemur fram við þá eins og börn sem veldur þeim miklum sársauka. Ef við horfum á heilsu í því samhengi, þá er heilsa ekki bara líkamlegt fyrirbæri, heldur einnig hugrænt og félagslegt. Ef einstaklingur með hreyfihömlun eða aðrar skerðingar getur lifað með sinni fötlun og finnur fyrir vellíðan í sínum líkama en viðhorf samfélagsins er orðin hindrun eða neikvæður áhrifaþáttur á heilsu hans, þá er ekki hægt að segja að heilsa sé einungis bundin við líkamann, heldur einnig við félagslegt umhverfi einstaklingsins. Þess vegna er greinilegt að viðhorf samfélagsins hefur neikvæð áhrif á heilsu (Snæfríður Þóra Egilson, 2011). Ég er nemandi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri og mig langar til að segja ykkur örlítið frá honum Halldóri Jónssyni. Halldór er einstæður 33 ára gamall karlmaður með geðröskun. En hann Halldór okkar hefur náð mjög góðum bata og er með stjórn á sjúkdómi sínum með lyfjagjöf á sama hátt og sykursjúkur einstaklingur eða flogaveikur einstaklingur er með stjórn á sínum sjúkdómi með lyfjagjöf. Halldóri er ekkert að vanbúnaði, venjulegar athafnir daglegs lífs hans eru eins og hvers annars í þjóðfélaginu og líkamsstarfsemi og líkamsbygging hans er í góðu lagi. En vandamálið er að hann Halldór fær enga vinnu. Aðild hans að vinnumarkaði er hindruð vegna neikvæðra viðhorfa í hinu félagslega umhverfi. Vinnuveitendur virðast ekki treysta sér til að ráða einhvern sem hefur verið á geðdeild eða er með heilsufarssögu sem snýr að geðröskun. Hér eru fordómar umhverfisins að takmarka þátttöku Halldórs í daglegu lífi. Takmörkuð þátttaka eru erfiðleikar sem einstaklingur upplifir í tengslum við félagslega aðild að daglegu lífi.Takmörkuð þátttaka getur síðan þróast út í iðjusviptingu en iðjusvipting er langvarandi ástand þar sem einstaklingur er útilokaður frá því að stunda iðju sem honum er nauðsynleg eða hefur tilgang fyrir hann, vegna ytri þátta (umhverfis) sem hann hefur ekki stjórn á. Dæmi um umhverfisþætti sem valda takmarkaðri þátttöku eru til að mynda landfræðileg einangrun, engin eða lítil vinna, stríðsátök og viðhorf til fötlunar og kynbundinna hlutverka. Takmörkuð þátttaka/iðjusvipting getur nefnilega eingöngu verið vegna umhverfisþátta. Þeir sem búa helst við iðjusviptingu er fólk með skerðingar/fatlaðir, aldraðir, fangar, fátækt fólk og fólk á stríðssvæðum eða fólk í flóttamannabúðum.Iðja er venjulegir og kunnuglegir hlutir sem fólk gerir á hverjum degi. Iðja samanstendur af öllum þeim leiðum sem fólk notar til að halda sér virku bæði í eigin lífi og í samfélaginu. Iðja eru allar athafnir og verk sem tilheyra daglegu lífi og hafa gildi og þýðingu fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild.Iðjuþjálfun byggir á þeirri hugmynd að það sé mikilvægt fyrir heilsu og vellíðan fólks að móta og stunda iðju sem samræmist eigin þörfum og áhuga og er í takt við venjur samfélagsins. Samkvæmt WHO (Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni) er heilsa hámark líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðan, óháð því hvort fólk er með sjúkdóma eða hefur fulla getu. Til þess að ná fullkominni vellíðan þarf fólk að geta tilgreint og fullnægt löngunum sínum og þörfum og vera fært um að takast á við aðstæðurnar sem það býr við (World Health Organization, e.d.). Iðjuþjálfi aðstoðar fólk við að bera kennsl á iðju sem hefur þýðingu fyrir það og er þroskandi fyrir fólk á öllum aldri til að þróa hæfileika sína til að takast á við daglegt líf með góðum árangri, þrátt fyrir veikindi, fötlun eða takmarkanir sem blasa við fólki þegar það eldist. Vinna iðjuþjálfa getur falið í sér flókin próf á hreyfifærni, samskiptum, samskiptafærni, félagslegri færni, sálfræðilegum þáttum og skipulagshæfni í náttúrulegu eða byggðu umhverfi. Sérfræðivinna iðjuþjálfa gengur út á það að horfa á hlutlausan hátt, án fordóma eða án þess að dæma um það hvernig iðja hefur þýðingu fyrir einstaklinga, fjölskyldur, hópa eða samfélög. Ég sem nemandi í iðjuþjálfunarfræði vil útrýma fordómum í garð fólks með skerðingar eða fötlun af mismunandi toga. Ég vil valdefla fólk, opna allar dyr sem ég get fyrir það og gera samfélagið okkar að lausnfyrir það en ekki að hindrun.Hugsum í lausnum, ekki í hindrunum. Opnum dyrnar, ekki loka þeim.Höfundur er nemandi við iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri.Heimildaskrá Snæfríður Þóra Egilson (2011). Umhverfi og þátttaka. Í Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson (ritstjórar), Iðja, heilsa og velferð: iðjuþjálfun í íslensku samfélagi (bls.68-69). Akureyri: Háskólinn á Akureyri. World Health Organization. (e.d.). About WHO. Sótt af https://www.who.int/about/en/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein er til að benda á þá miklu fordóma sem ríkja í okkar samfélagi í garð þeirra sem glíma við einhverskonar skerðingar eða sjúkdóma í mismunandi myndum. Til eru áhrifamiklar lýsingar frá fötluðu fólki sem segir frá því hvernig mismunun, skortur á mannréttindum og væntingum gerir því erfitt að lifa eðlilegu lífi. Þá er það viðhorf samfélagsins sem veldur því mestri vanlíðan og heilsutapi en ekki fötlun þeirra. Fólk tekur oft ekki mark á fötluðum einstaklingum og kemur fram við þá eins og börn sem veldur þeim miklum sársauka. Ef við horfum á heilsu í því samhengi, þá er heilsa ekki bara líkamlegt fyrirbæri, heldur einnig hugrænt og félagslegt. Ef einstaklingur með hreyfihömlun eða aðrar skerðingar getur lifað með sinni fötlun og finnur fyrir vellíðan í sínum líkama en viðhorf samfélagsins er orðin hindrun eða neikvæður áhrifaþáttur á heilsu hans, þá er ekki hægt að segja að heilsa sé einungis bundin við líkamann, heldur einnig við félagslegt umhverfi einstaklingsins. Þess vegna er greinilegt að viðhorf samfélagsins hefur neikvæð áhrif á heilsu (Snæfríður Þóra Egilson, 2011). Ég er nemandi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri og mig langar til að segja ykkur örlítið frá honum Halldóri Jónssyni. Halldór er einstæður 33 ára gamall karlmaður með geðröskun. En hann Halldór okkar hefur náð mjög góðum bata og er með stjórn á sjúkdómi sínum með lyfjagjöf á sama hátt og sykursjúkur einstaklingur eða flogaveikur einstaklingur er með stjórn á sínum sjúkdómi með lyfjagjöf. Halldóri er ekkert að vanbúnaði, venjulegar athafnir daglegs lífs hans eru eins og hvers annars í þjóðfélaginu og líkamsstarfsemi og líkamsbygging hans er í góðu lagi. En vandamálið er að hann Halldór fær enga vinnu. Aðild hans að vinnumarkaði er hindruð vegna neikvæðra viðhorfa í hinu félagslega umhverfi. Vinnuveitendur virðast ekki treysta sér til að ráða einhvern sem hefur verið á geðdeild eða er með heilsufarssögu sem snýr að geðröskun. Hér eru fordómar umhverfisins að takmarka þátttöku Halldórs í daglegu lífi. Takmörkuð þátttaka eru erfiðleikar sem einstaklingur upplifir í tengslum við félagslega aðild að daglegu lífi.Takmörkuð þátttaka getur síðan þróast út í iðjusviptingu en iðjusvipting er langvarandi ástand þar sem einstaklingur er útilokaður frá því að stunda iðju sem honum er nauðsynleg eða hefur tilgang fyrir hann, vegna ytri þátta (umhverfis) sem hann hefur ekki stjórn á. Dæmi um umhverfisþætti sem valda takmarkaðri þátttöku eru til að mynda landfræðileg einangrun, engin eða lítil vinna, stríðsátök og viðhorf til fötlunar og kynbundinna hlutverka. Takmörkuð þátttaka/iðjusvipting getur nefnilega eingöngu verið vegna umhverfisþátta. Þeir sem búa helst við iðjusviptingu er fólk með skerðingar/fatlaðir, aldraðir, fangar, fátækt fólk og fólk á stríðssvæðum eða fólk í flóttamannabúðum.Iðja er venjulegir og kunnuglegir hlutir sem fólk gerir á hverjum degi. Iðja samanstendur af öllum þeim leiðum sem fólk notar til að halda sér virku bæði í eigin lífi og í samfélaginu. Iðja eru allar athafnir og verk sem tilheyra daglegu lífi og hafa gildi og þýðingu fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild.Iðjuþjálfun byggir á þeirri hugmynd að það sé mikilvægt fyrir heilsu og vellíðan fólks að móta og stunda iðju sem samræmist eigin þörfum og áhuga og er í takt við venjur samfélagsins. Samkvæmt WHO (Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni) er heilsa hámark líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðan, óháð því hvort fólk er með sjúkdóma eða hefur fulla getu. Til þess að ná fullkominni vellíðan þarf fólk að geta tilgreint og fullnægt löngunum sínum og þörfum og vera fært um að takast á við aðstæðurnar sem það býr við (World Health Organization, e.d.). Iðjuþjálfi aðstoðar fólk við að bera kennsl á iðju sem hefur þýðingu fyrir það og er þroskandi fyrir fólk á öllum aldri til að þróa hæfileika sína til að takast á við daglegt líf með góðum árangri, þrátt fyrir veikindi, fötlun eða takmarkanir sem blasa við fólki þegar það eldist. Vinna iðjuþjálfa getur falið í sér flókin próf á hreyfifærni, samskiptum, samskiptafærni, félagslegri færni, sálfræðilegum þáttum og skipulagshæfni í náttúrulegu eða byggðu umhverfi. Sérfræðivinna iðjuþjálfa gengur út á það að horfa á hlutlausan hátt, án fordóma eða án þess að dæma um það hvernig iðja hefur þýðingu fyrir einstaklinga, fjölskyldur, hópa eða samfélög. Ég sem nemandi í iðjuþjálfunarfræði vil útrýma fordómum í garð fólks með skerðingar eða fötlun af mismunandi toga. Ég vil valdefla fólk, opna allar dyr sem ég get fyrir það og gera samfélagið okkar að lausnfyrir það en ekki að hindrun.Hugsum í lausnum, ekki í hindrunum. Opnum dyrnar, ekki loka þeim.Höfundur er nemandi við iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri.Heimildaskrá Snæfríður Þóra Egilson (2011). Umhverfi og þátttaka. Í Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson (ritstjórar), Iðja, heilsa og velferð: iðjuþjálfun í íslensku samfélagi (bls.68-69). Akureyri: Háskólinn á Akureyri. World Health Organization. (e.d.). About WHO. Sótt af https://www.who.int/about/en/
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar