Geta skimanir skaðað? Jóhann Ágúst Sigurðsson skrifar 8. maí 2018 07:00 Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun