Brennandi vagnar daglegt brauð í Róm Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2018 06:52 Eldur kom upp í rómverskum strætisvagni í gær. Bíllinn er gjörónýtur eftir brunann. Vísir/Epa Það sem af er ári hafa níu strætisvagnar í Róm brunnið til kaldra kola. Rómverjar eru þó hættir að kippa sér upp við brennandi vagna, enda brunnu 22 vagnar í borginni í fyrra. Það eru þó ekki hryðjuverkamenn eða brennuvargar sem bera ábyrgð á faraldrinum. Samgöngustofa Rómarborgar segir að skýringarnar sé að finna í rafkerfum vagnanna, sem margir hverjir eru komnir til ára sinna. Sú skýring heldur þó ekki alveg vatni því að ekki er langt síðan að eldur kom upp í vagni sem var aðeins fimm ára gamall. Samgöngustofan ítrekar að tilfellum fari fækkandi á milli ára og að enginn hafi slasast í síðasta brunanum, sem varð í gær á verslunargötunni Via del Tritone. Engu að síður segja fjölmiðlar ytra að verslunareigandi hafi þurft að leita á sjúkrahús með brunasár. Þá óttist notendur vagnanna að þeir kunni einn daginn að brenna inni. Samgöngustofan sé í raun að „leika sér með líf borgaranna,“ eins og haft er eftir einum blaðamanni á vef breska ríkisútvarpsins. Verkalýðsfélag strætisvagnabílstjóra í borginni segir að bílunum sé lítið sem ekkert haldið við og að þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir virðist ekkert hafa verið gert til að stemma stigu við vandanum. Nánar má fræðast um málið á vef BBC.Ricevo e pubblico. Che botto al secondo 15". #ATAC #Tritone pic.twitter.com/Uv6IbrICQb— Lorenzo (@LorenzoGar) May 8, 2018 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Það sem af er ári hafa níu strætisvagnar í Róm brunnið til kaldra kola. Rómverjar eru þó hættir að kippa sér upp við brennandi vagna, enda brunnu 22 vagnar í borginni í fyrra. Það eru þó ekki hryðjuverkamenn eða brennuvargar sem bera ábyrgð á faraldrinum. Samgöngustofa Rómarborgar segir að skýringarnar sé að finna í rafkerfum vagnanna, sem margir hverjir eru komnir til ára sinna. Sú skýring heldur þó ekki alveg vatni því að ekki er langt síðan að eldur kom upp í vagni sem var aðeins fimm ára gamall. Samgöngustofan ítrekar að tilfellum fari fækkandi á milli ára og að enginn hafi slasast í síðasta brunanum, sem varð í gær á verslunargötunni Via del Tritone. Engu að síður segja fjölmiðlar ytra að verslunareigandi hafi þurft að leita á sjúkrahús með brunasár. Þá óttist notendur vagnanna að þeir kunni einn daginn að brenna inni. Samgöngustofan sé í raun að „leika sér með líf borgaranna,“ eins og haft er eftir einum blaðamanni á vef breska ríkisútvarpsins. Verkalýðsfélag strætisvagnabílstjóra í borginni segir að bílunum sé lítið sem ekkert haldið við og að þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir virðist ekkert hafa verið gert til að stemma stigu við vandanum. Nánar má fræðast um málið á vef BBC.Ricevo e pubblico. Che botto al secondo 15". #ATAC #Tritone pic.twitter.com/Uv6IbrICQb— Lorenzo (@LorenzoGar) May 8, 2018
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira