Hvaða þýðingu hefur vaxandi rekstrarafgangur? Elvar Orri Hreinsson skrifar 9. maí 2018 12:08 Sveitarfélögin gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða sem hlutfall af tekjum verði rúmlega 2% á þessu ári eða um einu prósentustigi hærra hlutfall en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá gera áætlanir fyrir komandi ár ráð fyrir áframhaldandi þróun í þessa átt og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum fari hækkandi og verði orðið um 6% árið 2021. Það er því útlit fyrir að rekstrarafgangur sveitarfélaga muni aukast á næstu árum sem gefur sveitafélögunum í einfaldri mynd svigrúm til að gera þrennt; Lækka skuldir, lækka útsvar og þar með álögur á íbúa eða auka þjónustustig við íbúa ýmist með því að fjárfesta í innviðum eða með öðrum hætti.Er svigrúm til að lækka útsvar? Sveitarfélögin hafa heimild til að innheimta útsvar af íbúum sínum sem er á bilinu 12,44%-14,52%. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarks útsvar og skattbyrði íbúa þeirra sveitarfélaga er því lægra en í öðrum sveitarfélögum. Langflest sveitarfélög, eða 56 talsins, innheimta um þessar mundir hámarks útsvar og eru þar af leiðandi með hæstu mögulegu álögur á íbúa sína. Önnur sveitarfélög eða 15 talsins innheimta því útsvar einhversstaðar á áðurgreindu bili. Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir. Samhliða því má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingaþörf á sviði sveitarfélaganna. Að öllum líkindum mun það vera forgangsatriði að mæta þessari fjárfestingaþörf áður en tekin er ákvörðun um að lækka útsvar og því er ólíklegt að það verði almennt raunin að sveitarfélög lækki útsvar sitt. Samt sem áður eru sveitarfélögin mörg og reksturinn ólíkur þeirra á milli og gætu því leynst einstaka sveitarfélög þar sem að svigrúm er til að lækka útsvar.Fjárfesting sveitarfélaganna forgangsatriði Fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert hraðar en væntingar stóðu til á síðasta ári. Þá stendur til að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á yfirstandandi ári. Er gert ráð fyrir því að rekstur sveitarfélaganna muni ekki standa undir fyrirhuguðum fjárfestingum og verða þær því fjármagnaðar með lántöku. Útlit er því fyrir að samhliða aukinni fjárfestingu sveitarfélaganna muni skuldsetning þeirra aukast á árinu 2018. Síðan mun skuldsetning lækka aftur árin þar á eftir þar sem sveitarfélögin telja að reksturinn muni að mestu leyti standa undir frekari fjárfestingum á því tímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða sem hlutfall af tekjum verði rúmlega 2% á þessu ári eða um einu prósentustigi hærra hlutfall en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá gera áætlanir fyrir komandi ár ráð fyrir áframhaldandi þróun í þessa átt og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum fari hækkandi og verði orðið um 6% árið 2021. Það er því útlit fyrir að rekstrarafgangur sveitarfélaga muni aukast á næstu árum sem gefur sveitafélögunum í einfaldri mynd svigrúm til að gera þrennt; Lækka skuldir, lækka útsvar og þar með álögur á íbúa eða auka þjónustustig við íbúa ýmist með því að fjárfesta í innviðum eða með öðrum hætti.Er svigrúm til að lækka útsvar? Sveitarfélögin hafa heimild til að innheimta útsvar af íbúum sínum sem er á bilinu 12,44%-14,52%. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarks útsvar og skattbyrði íbúa þeirra sveitarfélaga er því lægra en í öðrum sveitarfélögum. Langflest sveitarfélög, eða 56 talsins, innheimta um þessar mundir hámarks útsvar og eru þar af leiðandi með hæstu mögulegu álögur á íbúa sína. Önnur sveitarfélög eða 15 talsins innheimta því útsvar einhversstaðar á áðurgreindu bili. Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir. Samhliða því má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingaþörf á sviði sveitarfélaganna. Að öllum líkindum mun það vera forgangsatriði að mæta þessari fjárfestingaþörf áður en tekin er ákvörðun um að lækka útsvar og því er ólíklegt að það verði almennt raunin að sveitarfélög lækki útsvar sitt. Samt sem áður eru sveitarfélögin mörg og reksturinn ólíkur þeirra á milli og gætu því leynst einstaka sveitarfélög þar sem að svigrúm er til að lækka útsvar.Fjárfesting sveitarfélaganna forgangsatriði Fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert hraðar en væntingar stóðu til á síðasta ári. Þá stendur til að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á yfirstandandi ári. Er gert ráð fyrir því að rekstur sveitarfélaganna muni ekki standa undir fyrirhuguðum fjárfestingum og verða þær því fjármagnaðar með lántöku. Útlit er því fyrir að samhliða aukinni fjárfestingu sveitarfélaganna muni skuldsetning þeirra aukast á árinu 2018. Síðan mun skuldsetning lækka aftur árin þar á eftir þar sem sveitarfélögin telja að reksturinn muni að mestu leyti standa undir frekari fjárfestingum á því tímabili.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar