Lögbundin leiðindi Gunnlaugur Bragi Björnsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er gjarnan rætt hvort Reykjavík eigi eingöngu að sinna lögbundnum verkefnum og hætta öllu öðru sem gjarnan er slegið upp sem „gæluverkefnum“. Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg. Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis. Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði. Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda. Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er gjarnan rætt hvort Reykjavík eigi eingöngu að sinna lögbundnum verkefnum og hætta öllu öðru sem gjarnan er slegið upp sem „gæluverkefnum“. Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg. Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis. Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði. Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda. Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun